Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Skráning er hér með opin á unglinga- og kvennakeppni á Klaustri. Keppnin fer fram á laugardeginum (22.maí) fyrir aðalkeppni og hefst hún kl. 17. Keyrt verður í klukkutíma og keyra keppendur hluta af brautinni sem keyrð verður í aðalkeppninni. Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram hér á vefnum fram á fimmtudagskvöld kl. 20.

Keppt verður í fjórum flokkum –  flokki 12-14 ára (85cc) drengja og stúlkna og 15-17 ára (125cc) flokki karla og opnum flokki kvenna 15 ára og eldri. Skoðun hjóla fer fram kl 15-16 á laugardag og stillt verður upp á ráslínu kl. 16.45. Skráning fer fram hér og nú – góða skemmtun.

Lesa áfram Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin

Brautargæslumenn óskast á Klaustur

Nú styttist í Klausturskeppnina og margt sem þarf að gera næstu daga. Brautin er uþb. 15 km á lengd um frábært svæði og við getum vonandi birt GPS feril af henni fljótlega. Nú vantar okkur ca. 20 manns í brautargæslu fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com

KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag

Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum.  Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn.  Hann er ætlaður þeim sem þurfa „endurskoðun“ eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu.  Hún er tvískipt. ..
Lesa áfram KlaustursPunktar – Skoðun, daginn fyrir keppnisdag

KlaustursPunktar – Akstur á keppnissvæðinu

Í ár verður keppnin haldin í landi Ásgarðs.  Þar er sveitastemmarinn eins og hann gerist bestur!  Ábúendur taka fagnandi á móti okkur og veita okkur aðgang að hreint frábæru svæði.  Þau hafa einnig lagt nótt við nýtan dag við frágang keppnisbrautar, þjónustusvæðis, bílastæðis og fl.
Við viljum koma því á framfæri að allur akstur annarra en keppenda og merktra starfsmanna er stranglega bannaður í landi Ásgarðs, alla dagana. Lesa áfram KlaustursPunktar – Akstur á keppnissvæðinu

KlaustursPunktar – Fær hjólið þitt skoðun?

Jæja!  Nú styttist í Klaustur og tímabært að fara yfir ástandið á keppnisgræjunni.
Öll hjól verða að standast skoðun fyrir keppni og rétt að hafa eftirfarandi í huga:

– engar hvassar brúnir mega vera á hjólinu (t.d. brotin handföng).
– teinar mega ekki vera lausir og hjólalegur verða að vera í lagi
– bremsur verða að virka vel
– fótstig eiga að leggjas liðlega að hjóli
– hjól þarf að vera greinilega merkt með RÉTTU keppnisnúmeri, bæði að framan og á hliðum.  Ekki má keppa í treyju sem er með röngu keppnisnúmeri.

Einföld mál en nauðsynleg!  🙂

Meira síðar!