Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur

Klausturbrautin lofar góóóóðu!

Á sandinum

Við fórum nokkur núna um helgina austur á Klaustur til að leggja hönd á plóg í brautarlagningu með Kjartani og Herði. Brautin er langt komin og legan á henni nánast tilbúin. Við keyrðum það sem komið var og hvernig líkaði okkur? Þessi braut er og verður engu lík – við áttum í mestu vandræðum með að skoða brautina því við misstum okkur alltaf í netta keppni. Nú er bara að skrá sig í tvímenning um næstu helgi og taka alvöru æfingu fyrir Klaustur.
Lesa áfram Klausturbrautin lofar góóóóðu!

Klaustur

Allt óbreytt varðandi Klausturskeppnina

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá viljum við koma því á framfæri að engin breyting er fyrirhuguð á keppninni á Klaustri 23. maí. Margir hafa velt því fyrir sér hvort eldgosið hafi sett strik í reikninginn varðandi keppnina en svo er ekki. Öskufall er nánast ekki neitt og engin ástæða til að gera neinar breytingar. Nú lítur allt út fyrir að öskufall fari minnkandi frá eldgosinu og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að halda frábæra keppni 23. maí.

Kveðja, stjórn VÍK

Biðlisti fyrir Klaustur

Hér með er hægt að skrá sig í biðlista til þátttöku í TransAtlantic Off-Road Challenge keppnina á Klaustri.

Stjórn VÍK hefur ákveðið að leyfa biðlista í skráningu í Klausturskeppnina. Þessi biðlisti er án allra skuldbindinga og satt best að segja að ólíklegt er að menn komist að. Þeir sem forfallast eru beðnir að hafa samband við vefstjori@motocross.is sem fyrst svo hægt sé að koma nýju fólki að.

Setjið nafn allra liðsmanna í Athugasemdir hér fyrir neðan.

Skráning á biðlista á mánudagskvöld

Stjórn VÍK hefur ákveðið að leyfa biðlista í skráningu í Klausturskeppnina. Þessi biðlisti er án allra skuldbindinga og satt best að segja að ólíklegt er að menn komist að. Þeir sem forfallast eru beðnir að hafa samband við vefstjori@motocross.is sem fyrst svo hægt sé að koma nýju fólki að.

Skráning hefst á mánudagskvöld klukkan 21 og verður það betur auglýst þá.

Startið 2004

Við þökkum góð viðbrögð við innsendingu á myndum og myndböndum frá Klaustri. Hér kemur fyrsta videoið af nokkrum sem eru komin inn. Loftur Magnússon sendi okkur þetta.

[flv]http://www.motocross.is/video/mxtv/Klaustur2004start_1.flv[/flv]

Gamlar myndir frá Klaustri

Startið á Klaustri 2002

Ef þú átt myndir eða myndbönd frá gömlum Klausturs keppnum, sendu okkur þær og við birtum þær hérna á vefnum. Ekki skiptir máli hvort þetta séu einhverjar hágæða myndir heldur meira til að deila stemmningunni sem hefur verið á keppnunum í gegnum árin. Myndbönd eru einnig velkomin og við getum séð um að breyta þeim í format fyrir vefinn.

Sendið efni á vefstjori@motocross.is

Nokkur dæmi: Vefalbúm Hondaracing, Vefalbúm motocross.is, Ljóshraði 2002, Startið 2005