Í tilefni þess að Klaustur er mikið í umræðunni þessa dagana bættum við smá myndum í myndasafnið frá Klausturskeppnum síðustu 2 ára. Myndasmiðurinn er Birgir Georgsson og myndirnar eru nokkur hundruð.
Biggi tók líka glæsilegar loftmyndir af Bolöldunni í haust sem eru komnar á netið.
Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur
Staðsetning keppninnar
Keppnin er haldin í landi Efri-Víkur. Efri-Vík er í u.þ.b. 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri við þjóðveg nr. 204.
Þegar komið er frá Reykjavík er beygt til hægri útaf þjóðvegi 200 metrum áður en maður kemur að brúnni við aðalsjoppuna á Kirkjubæjarklaustri. Svo er keyrt 2 km inn þjóðveginn að vegarslóða sem er merktur.
Klaustur 2003 flashback!
4. þáttur SUPERSPORT sem sýndur var á PoppTíVÍ árið 2003 er kominn á www.supersport.is. Þátturinn segir frá enduro keppninni á Klaustri 2003. Flottir taktar og fullt af viðtölum við hinar ýmsu hetjur. Kíktu á klippuna og skelltu þér í flashback til ársins 2003!!! SUPERSPORT er í boði Bernhard ehf. – Honda á Íslandi. BB
Lesa áfram Klaustur 2003 flashback!
Ótrúlegar myndir frá Klaustri
Rigningin setti strik í reikninginn og nennti ég ekki að taka myndir fyrr en það stytti upp. Einhvern veginn tókst mér samt að taka á annað þúsund myndir í þá tvo tíma sem ekki rigndi. Ég valdi 100 myndir til að birta núna en hinar munu koma eftir 5-10 daga. Sumar þessara mynda eru (að mínu mati) vægast sagt frábærar. Myndirnar eru inn á http://www.gudjon.is
Lesa áfram Ótrúlegar myndir frá Klaustri
Klaustur úrslit
Hendi þessu hér inn snöggvast svo menn geti slakað á og skoðað árangurinn. Þess má geta að þeir sem ekki keyrðu í 360 mínútur luku ekki keppni. Svo er ofan á það að bæta að nauðsynlegt reyndist að endurræsa tímatökubúnaðinn fljótlega eftir að ræst var í keppnina eða um 15-20 mínútum eftir ræsingu. Tíminn á fyrsta hring er því sá tími sem leið frá því búnaðurinn var endurræstur þar til keppendur komu í gegnum ráshlið. Heildartími keppanda er því aðeins á reki og þeir keppendur sem hafa t.d. 345 mínútur skráða á sig, keyrðu í raun um 15-20 mínútum lengur. Hér eru úrslitin
Góða ferð á Klaustur
Þar sem allir eru að fara á Klaustur vil ég benda mönnum á að tuktinn í Vík er duglegur að tukta menn með kerrur á of miklum hraða. Hámarkshraði með óskráða kerru er 60 og með skráða kerru, fellihýsi og tjaldvagna er 80 (það fer enginn eftir þessu sérstaklega þeir sem eru með óskráða kerru). Það voru á milli 30 og 40 teknir fyrir of hraðan akstur í fyrra. Bolöldubrautin verður opin um helgina eins og skiltið segir til um við brautina þar sem farið er inn í brautina, en BMW bílarnir verða í brautinni í klukkutíma í senn þrisvar á dag. Góða helgi.
Kveðja Hjörtur L Jónsson
Lesa áfram Góða ferð á Klaustur