skraning@motocross.is
Lesa áfram Skráningu lokið fyrir unglinga og stelpukeppni á Klaustri 2006
Greinasafn fyrir flokkinn: Klaustur
Fullt á Klaustur ?!?
Heyrst hefur að Klausturs Kjartan sé alveg bit á þáttökunni. Frá kl. 00.00 til 20 hafi hann fengið um 200 skráningarpósta, þar sem flestir eru að ská tveggja manna lið. Hann ætlaði að setja markið við 300, en er að hugsa málið með að hleypa 400 í keppnina. Það er því ljóst að menn eru vel spenntir fyrir Klaustri 2006.
Lesa áfram Fullt á Klaustur ?!?
Klausturskeppnin er staðfest 27. maí
5th. Transatlantic Offroad Challenge verður haldin laugardaginn 27. maí í landi Efri-Víkur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur. Í samtali við Kjartan rétt í þessu kom fram að hann er byrjaður að undirbúa keppnina af krafti Opnað verður fyrir skráningu á netinu 1. mars nk. kl. 00.01.
Síðan verður uppfærð á næstunni en keppnin fer fram með svipuðu sniði og undanfarin ár.
Lesa áfram Klausturskeppnin er staðfest 27. maí
Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.
Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK) hefur farið yfir fjölmiðlaumfjöllun Fréttablaðsins í kjölfar keppninnar á Klaustri. Eins og fram hefur komið hafði lögregla afskipti af einhverjum einstaklingum sem höfðu fíkniefni í fórum sínum. Að vel athuguðu máli er ljóst að einn þessara manna er félagi í VÍK.
Félagið fordæmir alla notkun fíkniefna í samræmi við stefnu aðildarfélaga ÍSÍ og ÍBR. Það að félagi innan félagsins verði uppvís að vörslu fíkniefna er litið mjög alvarlegum augum. Stjórn félagsins hefur því ákveðið að viðkomandi einstaklingi verður tafarlaust vikið úr félaginu og hann settur í ótímabundið keppnisbann.
Lesa áfram Tilkynning frá VÍK vegna frétta í kjölfar Klausturs.
Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )
Viðburður: Alþjóðlegt þolakstursmót á Kirkjubæjarklaustri
Staður & Stund: Efri-Vík, Kirkjubæjarklaustri, 28.05.2005
Skipuleggjendur: Kjartan Kjartansson og Vélhjólaíþróttaklúbburinn (VÍK)
Þátttakendur: 400 keppendur í einstaklings-, para-, unglinga- og kvennaflokki
Veður: Léttskýjað, sól, hægur vindur, 15°C
Braut: Gras, mold, sandur, hraun
Lesa áfram Anders Eriksson og Tony Marshall á Husqvarna sigruðu Klaustur 2005 (Fréttatilkynning )
Brautarverðir óskast á Klaustur
Kjartan var að hafa samband og það vantar enn nokkra brautarverði á Klaustur. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í fjörinu geta sent tölvupóst á kjartanh@ismennt.is. Brautarverðir fá mat og bensín og skýrar leiðbeiningar til að vinna eftir ásamt því að fá besta útsýnið á keppnina. Menn geta tekið ákveðinn tíma í brautarvörslu og þurfa því ekki að skuldbinda sig allan daginn.
Lesa áfram Brautarverðir óskast á Klaustur