Nokkrir puntktar sem gott er að hafa í huga:
Skoðun á Klaustri: Föstudag 18.00 – 21:00 Laugardag 09:00 – 10:45
Vert er að minnast þess að hjólin skulu vera í lagi, öll plöst heil, höldur heilar og GRIPIN í lagi. það bar mikið á því í skoðun í gær að gripin væru ónýt á endum.
Tjaldstæði: Boðið er uppá tjaldstæði hjá Ásgarði eins og í fyrra. Gjaldið er 1000 kr á mann fyrir helgina, frítt fyrir börn undir 16 ára.
Óheimilt er að tjalda á pittsvæðinu, húsbílar og ferðavagnar þar með taldir.
Muna: Þetta er skemmtikeppni ekki heimsmeistaramót. Koma með góða skapið og bros á vör.
Í keppninni á laugardaginn verður hægt að fylgjast með stöðu keppenda á netinu á síðunni http://www.racetimerlive.com/ með því að slá inn leitarorðið „Klaustur 2013“. Lesa áfram Enduro – Klaustur 2013