Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Enduro-skemmtikeppni VÍK og Líklegs næsta laugardag

Nú er allt að gerast. Við ætlum að gera eitthvað skemmtilegt um helgina og VÍK ásamt Hirti Líklegum standa fyrir enduroskemmtikeppni á laugardagsmorguninn. Allir geta verið með,  einföld braut, tveir saman í liði (vanur og óvanur) og óvæntar uppákomur og verkefni. Keyrt verður í 2 tíma. Mæting er kl. 10 – keppni hefst ca kl 11 og lýkur kl. 13.

Keppnisgjald er 3000 kr., spáin er frábær og engin ástæða til að sitja heim. Skráðu þig með því að setja inn nafn í athugasemd hér fyrir neðan, borgað og skráð á staðnum. Líf og fjör 🙂

Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

Og þvílík snilld sem þessi dagur var. Brautin í toppstandi, fullkomið rakastig og hrikalega flott; frábært hjólaveður, logn, skýjað og hlýtt – dagurinn gæti ekki hafa tekist betur! KKA menn fá klárlega 12 stig fyrir þennan dag og keppni.

Keppnin var hörð í flestum flokkum. Eyþór sýndi frábæran akstur og sigraði bæði moto í MX Open eftir harða baráttu við Viktor og Bjarka. Kári Jónsson sem er efstur að stigum eftir 3. umferðir varð 5. eftir hetjulega baráttu; í fyrra mótoinu keyrði hann með brotinn skiptipedala og endaði þriðji og í seinna motoinu keppti Kári tvígengishjólinu og endaði þá fimmti! Kjartan Gunnarsson sigraði MX2 flokkinn. Lesa áfram Líf og fjör – 3. umferðin í motocrossi fór fram á Akureyri í dag

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró

MSÍ hefur keypt alla leigusenda af Nítró og mun framvegis sjá um útleigu á þeim til keppenda sem ekki eiga sendi. Þannig verður allt utanumhald keppna og tímatöku í höndum MSÍ. Því miður tókst ekki að klára að setja upp leigukerfi fyrir sendana í keppnisskráningarformið en það verður vonandi klárt fyrir næstu keppni. Þeir sem vilja leigja sendi fyrir keppnina um helgina geta pantað sendi með því að senda SMS með fullu nafni og kennitölu í síma 669 7131. Leigan á sendi kostar 5000 kr. fyrir fullorðna en MX-unglingar og 85 flokkur greiða 3000 kr.

Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Veðrið lék við keppendur í 2. umferð Íslandsmótsins í enduro sem fram fór á Egilsstöðum í gær. Á tímabili leit út fyrir að veðrið yrði hreinlega of gott og að ryk myndi hafa áhrif á keppnisdag. Aðfararnótt laugardags gerði Austfjarðaþokan vart við sig og kom nægilegum raka í brautina til að dempa mesta rykið. Brautin var nánast sú sama og í fyrra og var orðin nokkuð grafin og reyndist mörgum ansi snúin.

Kári Jónsson hélt uppteknum hætti og rúllaði hreinlega upp báðum umferðum með þá félaga Ingva Björn og Guðbjart í humáttina á eftir sér án þess þó að þeir næðu nokkurn tímann að ógna forystu Kára. Keppnin gekk vel og stórslysalaust fyrir sig og heimamenn stóðu sig vel í keppnishaldinu. Helstu úrslit eru hér á eftir:

Lesa áfram Uppfært – Úrslit og staða í Íslandsmóti eftir endurokeppnina á Egilsstöðum

Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki
Guðbjartur með holeshot í moto 2 í unglingaflokki

Vífa menn héldu 2. umferð Íslandsmótsins á Akrabraut sem stendur rétt norðan við Akranes. Rigning síðustu daga gerði þeim lífið ekki auðveldara en góður þurrkur í gær og nótt og dugnaður strákanna gerði gæfumuninn. Brautin var vel blaut víða og drullupyttir og mjúkir blettir hér og þar. Brautin breyttist mikið eftir hverja umferð og því var keyrður skoðunarhringur fyrir báðar umferðir til öryggis fyrir keppendur. Þegar upp var staðið tókst keppnin mjög vel, brautin þornaði þegar leið á daginn og engin meiriháttar óhöpp en hörkukeppni í öllum flokkum.

Kári Jónsson endurtók leikinn frá Selfossi innbyrti heildarsigur dagsins en þó með Eyþór og Sölva nartandi í hælana á sér allan tímann. Eyþór sigraði reyndar fyrra mótóið en Kári tók það síðara og sigraði því daginn í heild.

Lesa áfram Glæsileg motocrosskeppni á Akranesi að baki

Landsmót UMFÍ

Landsmót UMFÍ fer fram 4-7 júlí á Selfossi og í fyrsta sinn er motocross hluti af dagskrá. Enn er hægt að skrá sig og býðst Guðbjartur Stefánsson ( Guggi ) til að aðstoða VÍK fólk til skráningar á mótið.  Nóg er að senda póst á netfangið guggi@ernir.is og mun hann þá ganga frá skráningu fyrir viðkomandi.  Í póstinum þarf að koma fram fullt nafn og kennitala keppanda. 
Gerum umgjörðina og keppnina sem glæsilegasta og styðjum við uppbyggingu keppnishalds í motocrossi.  Gera má ráð fyrir 10-15.000 manns á svæðinu á meðan keppni fer fram, þannig ef ökumenn vilja keyra fyrir framan áhorfendur að þá er þetta líklegast sá vettvangur þar sem von er á þeim flestum.
VÍK á rétt á 4 keppnisplássum og fyrstur kemur fyrstur fær.
Er ekki bara málið að skella sér, það er hvort sem er svo lítið um keppnishald í Júlí.
ATH SÍÐASTI SÉNS TIL SKRÁNINGAR ER Í DAG.