Stjórn MSÍ í samráði við Enduronefnd VÍK hefur tekið þá ákvörðun að fyrstu og annari umferð Íslandsmótsins í Enduro CC sem fara átti fram laugardaginn 12. maí á Suðurlandi hefur verið frestað eða aflýst vegna slæms ástands þeirra svæða sem komu til greina fyrir keppnishaldið. Óvenju mikil kuldatíð undanfarið hefur þær afleiðingar að flest svæðin eru ekki tilbúin vegna frosts í jörðu.
Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort keppnin verði felld niður eða henni komið inn í keppnisdagatalið síðar á árinu. Þriðja og fjórða umferðin sem fara á fram á Akureyri 15. júní verður því fyrsta og önnur umferð Íslandsmótsins í Enduro CC. Aðstæður á Norðurlandi eru þó þannig mögulega þarf að færa þá keppni á Suðurland en keppnin mun fara fram 15. júní eins og kemur fram í keppnisdagatali MSÍ.
2.05.2013 Stjórn MSÍ