Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráningarfrestur í ískrossið rennur út kl. 21 og verður EKKI framlengdur!

Skráningarfrestur í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í ískrossi rennur út í kvöld á www.msisport.is og verður ekki framlengdur. Það er því ekki eftir neinu að bíða ef menn hafa hug á að taka þátt og skemmta sér í góðum hóp á Mývatni um helgina

Klaustur 2013. Kynningarfundur miðvikudag.

Nú er allt að fara af stað hjá okkur.

Næstkomandi miðvikudag, 27.02.2013, verðum við með kynningafund um Klausturskeppnina 2013.

Fundarstaður er ÍSÍ húsið Laugardal, í sal G. Fundartími kl 20:00.

Farið verður yfir:

Kostnað, flokka, reglur, breytingar, skráningu og önnur atriði.

Einnig fáum við til okkar Geir Gunnar Markússon næringarfræðing. Hann mun fara yfir nokkur góð atriði varðandi mataræði fyrir okkur hjólafólk.

Mætið og takið þátt í að skapa.

Stjórn VÍK

Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

1. umferð Íslandsmótsins í ískrossi fór fram á Leirutjörninni á Akureyri í dag í björtu og góðu veðri og frábærum aðstæðum. Kári Jónsson tók vetrardekkjaflokkinn með trompi og sigraði öll sín moto með Bjarka Sig á hælunum í 2. sæti og Sigurð Bjarnason í þriðja sæti. Signý Stefánsdóttir sigraði kvennaflokkinn eftir harða baráttu við Andreu Dögg Kjartansdóttur. Ásta Margrét Rögnvaldsdóttir varð í þriðja sæti.

Opna flokkinn (skrúfugaurarnir) sigraði Jón Ásgeir Þorláksson með talsverðum yfirburðum en Anton Freyr Birgisson gerði þó sitt besta og veitti honum góða keppni, þriðji maður í opna flokknum varð svo Guðjón Vésteinsson.

Lesa áfram Vel heppnuð ískross keppni á Akureyri í dag

Frábær krakkakeppni!

Mjög vel heppnuð krakkakeppni fór fram á svæðinu okkar við Bolaöldu í gær og voru keppendur um 25 talsins. Mikið var um tilþrif og skemmtu sér allir konunglega. Veturkonungur minnti þó aðeins á sig og var orðið frekar kalt undir það síðasta en grjótharðir keppendur létu það ekki á sig fá…

Viljum við þakka öllum sem mættu og hjálpuðu okkur á keppninni, en þó sérstaklega Pálmari fyrir allt því án hans væri keppnin ekki eins glæsileg og raunin var, en einnig viljum við þakka Palla yfirgrillara sem sá til þess að enginn færi svangur heim! Jafnframt viljum við þakka þeim sem gáfu verðlaunin okkar sem voru ekki af verri endanum, en það eru: Dominos, Metro, Sena, Vífilfell og Myndform.

Æfingar halda áfram og er næsta æfing á morgun miðvikudag kl 18 fyrir 50/65cc og kl 19 fyrir 85 og stærri. Hvetjum alla sem mættu á keppnina (og hina sem ekki mættu) til að mæta á æfinguna og vera með okkur, því þetta snýst einnig um félagsskapinn sem fylgir þessu 🙂

Æfingar verða svo einnig í vetur og verðum við úti eins lengi og við getum og förum svo inn í Reiðhöllina.

Hlökkum til að sjá sem flesta á morgun!

Kveðja,

Gulli og Helgi Már

Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Já, sigurinn hjá Kára var aldrei í hættu í dag. Hann sýndi glæsilegan akstur og rúllaði báðum umferðum upp með glæsibrag. Ingvi Björn var reyndar aldrei langt undan en hann var sá eini sem náði eitthvað að halda í við Kára. Hann keppir reyndar í ECC2 flokki á minna hjóli þannig að samkeppnin var kannski minni en ætla mátti.

Keppnin tókst mjög vel í dag þó keppendur hefðu mátt vera fleiri en rúmlega 60 manns tóku þátt. Veðrið var frábært hreinlega, logn og sól í allan dag. Brautin var enduro, þúfur og brölt allan tímann og litlar eða engar pásur. Víða komu holur og djúp för sem gátu breytt stöðu manna mjög hratt.

Í 40+ flokki voru að þessu sinni skráðir þrír heiðursmenn eldri en fimmtugt og fengu þeir sérstök 50+ heiðursverðlaun enda mennirnir að sýna okkur sem yngri eru frábært fordæmi með því að taka þátt. Þeir röðuðu sér svona í sæti:
1. sæti 50+ Jón H. Magnússon Ólafur Gröndal
2. sæti 50+ Ólafur Gröndal
3. sæti 50+ Elvar Kristinsson

Að síðustu viljum við þakka öllum sem tóku þátt og lögðu hönd á plóg við brautarlagningu, undirbúning og keppnishaldið í dag sem og öllum sem komu og fylgdust með – bestu þakkir fyrir stórskemmtilegan dag. Með þessari keppni lýkur keppnisdagatalinu 2012 og við í Vélhjólaíþróttaklúbbnum þökkum kærlega fyrir líflegt og skemmtilegt sumar.

Helstu úrslit dagsins voru sem hér segir:  Lesa áfram Kári kom sá og sigraði … enn og aftur

Dagskrá fyrir Enduro CC á morgun Laugardag.

 

Skoðun hefst formlega kl 10:00. Gott er að mæta tímlega og klára allan undirbúning.

Sjá tengil inn á dagskrá MSÍ HÉR