Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Myndband frá Bikarmótinu

Þriðja umferðin í Suzuki-bikarmótinu var haldin í MotoMos um helgina. Róbert Magnússon gerði þetta glæsilega myndband eftir keppnina.


Dagskráin fyrir bikarmótið á morgun – hægt að skrá sig á staðnum í fyrramálið

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn.  Mæting er klukkan 09:00 og skoðun 09:30.  Tímataka og æfing byrjar klukkan 10:00.  Ef þú gleymdir eða fyrir einhverjar sakir gast ekki skráð þig til keppni, að þá áttu ennþá möguleika á að vera með.  Nóg að mæta á morgun með hjól, góða skapið, aur og tímasendi, ef þú ert ekki að fara taka þátt í C-flokk, því hægt verður að skrá sig á staðnum á milli kl.09:00 og 09:30.  Sem sagt, ökumenn sem hafa áhuga hafa hálftíma til að ganga frá skráningu í keppnina.  Ítreka að við áskiljum okkur rétt til að hnika til dagskránni eftir þörfum.

Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Það er vægast sagt hriklega flott spá fyrir síðustu umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram í MotoMos á laugardaginn.  Spáð er glampandi sól, ekki ský á himni og því glampandi sól.  Já, veðurguðinn ætlar að skarta sínu besta á keppnisdag.  Verið er að taka brautina hressilega í gegn og lofar Balli, Snorri og þeir sem eru að vinna á ýtunni að hún muni líta hrikalega vel út.  Skráning hefur farið ágætlega af stað og nú þegar eru nokkrir komnir í C-flokk sem sést ekki á vef MSÍ þar sem það er skráð með því að senda póst beint á MotoMos.  SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD Á VEF MSÍ en besta uppskriftin af eðal laugardegi er að keppa á laugardaginn í bikartmótinu og fara svo á menningarnóttina í bænum.  Gerist ekki betra.  Koma svo, skrá sig og hafa gaman af þessu og gera laugardaginn eftirminnilegann með þátttöku. Lesa áfram Frábær spá fyrir bikarmótið á laugardaginn – SKRÁNING LOKAR KL.21 Í KVÖLD

Skráning nýliða í Suzuki bikarmótaröðinni á laugardaginn

Ert þú áhugamaður um motocross og hefur aldrei tekið þátt í keppni en langar að prófa?  Þá er Suzuki bikarmótaröðin rétti vettvangurinn fyrir þig.  Allt sem þú þarft að gera er að senda tölvupóst á netfangið motomos@internet.is með upplýsingar um nafn, síma, hjólategund og kennitölu og þú getur orðið þátttakandi í bikarmótinu.  Þátttökugjald er 3.000 kr. og þarf að leggja það inn á reikning MotoMos beint og er reikningsnúmer: 0315-13-301354, kennitala: 511202-3530 og senda svo kvittun á sama netfang.  Sá sem skráir sig í nýliðaflokkinn þarf ekki að leigja sendir heldur er þetta hugsað fyrst og fremst fyrir þá sem langar að fá tilfinninguna fyrir því hvernig er að keppa í motocrossi.  Ræst er eins og í venjulegri motocrosskeppni og aka ökumenn tvö moto samtals 10 mínutur + 2 hringir.  Notast er við talningu og eru ökumenn því taldir í stað þess að nota tímasenda.  Þetta er frábær leið til að kynnast sportinu og hvernig það er að keppa í motocrossi.  Tekið skal fram að öll hjól í keppninni þurfa að vera skráð, þ.e. á númerum og tryggð.  Það á við allar keppendur, ekki bara nýliða.

Skilyrði fyrir þáttöku í þessum flokk er að hafa ekki tekið þátt í íslandsmóti í MX Open eða MX2 áður.  Hjólastærð er 125cc tvígengis eða stærra

 

3. umferð SUZUKI bikarmótsins, skráið ykkur!!

Opnað hefur verið fyrir skráningu í 3. umferð Suzuki bikarmótsins sem fer fram á akstursíþróttasvæði Moto-Mos í Mosfellsbæ laugardaginn 18. ágúst. Skráning er opin til kl: 21:00 fimmtudaginn 16. ágúst.

Leiðrétting á úrslitum frá Akureyri

Þau leiðu mistök urðu við útreikning stiga í kvennaflokki að Signý sem kláraði ekki 1. moto fékk stig við útreikning stiganna en hefði átt að vera stigalaus. Með því lenti hún ranglega í þriðja sæti. Þetta var auðvitað ekki rétt. Þess í stað átti Einey Ösp Gunnarsdóttir að fá 3ju verðlaun í kvennaflokki. Við biðjumst afsökunar á þessu. Úrslitin á MyLaps hafa verið uppfærð.