Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Klaustur í fjölmiðlum

Frétt um Klausturskeppnina var í fréttum á RÚV í gærkvöldi og svo birtist grein á mbl.is í dag.

Hér eru linkar:

Fréttin á RÚV er á mínútu 26

Frétt á mbl.is

Við höfum fengið frábærar myndir frá Dóra Bjöss á vefalbúmið okkar hér

Myndir frá Sverri á motosport.is eru hér

Klaustur 2012. Frábært ? Já.

Ef eitthvað mæti setja út á þá er það að veðrið var gott, næstum því of gott. En til þess að svona keppni  verði þá verður að hafa frábært fólk til að starfa við keppnina og ekki síður verður að hafa einstakt fólk til að skaffa aðstöðuna og ástæðuna til að keppnin getur orðið. Ábúendur að Ásgarði og eigengur Systrakaffi eru ástæða þess að þessi keppni gat orðið. Að ógleymdu því starfsfólki sem þarf til þess að þessi keppni verði að veruleika, brautarverðir, tímaverðir , keppnistjórar, án  þeirra gæti svona keppni aldrei orðir. Fyrir hönd VÍK er sagt: TAKK, TAKK, TAKK og, aftur TAKK.

Helstu úrslit voru sem hér segir:
Lesa áfram Klaustur 2012. Frábært ? Já.

Svona leit Klaustur út kl. 15 í dag.


Bein útsending frá Klaustri

Á sunnudaginn er stefnt að því að tengja tímatökubúnaðinn við Race Timer Live vefinn. Ef tenginin er þokkaleg þá er hægt að fylgjast með gangi keppninar hvar sem er. Þetta gæti verið sérstaklega áhugavert fyrir þá sem eru að fylgjast með keppninni á staðnum og hafa netið í símanum. Strax að lokinni keppni þá verða úrslitin aðgengileg á Race Timer Live.

Það er mikilvægt að keppendur skili bólunum strax að keppni lokinni.

Dagskráin á Klaustri

Hér er dagskráin fyrir Klausturskeppnina og upplýsingar fyrir keppendur

Race Police á Klaustri

Race Police fær ekki handjárn til umráða

Enn vantar nokkra sjálfboðaliða til að sinna eftirliti í brautinni á Klaustri (Race Police). Þeir sem eru áhugasamir geta sent póst á Svavark@gmail.com og boðið sig fram. Æskilegt er að starfsmenn komi með sitt eigið faratæki til að nota.

Allskonar faratæki eru hentug fyrir þessa starfsmenn, bæði fjórhjól, mótorhjól, trialhjól og jafnvel bara gönguskór.

Starfsmenn á keppninni fá skaffað bensín á eftirlitshjólið og mat.