Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út kl.21 í kvöld…

Skráningarfrestur í fyrsta mótið af þremur í Suzuki bikarmótaröðinni rennur út í kvöld kl.21:00, eftir það verður ekki hægt að skrá sig.  Keppnin fer fram á fimmtudaginn 17 maí, sem er almennur frídagur, ef fólk skyldi ekki vita það.  Skráning er á vef MSÍ, www.msisport.is, fyrir utan þá sem ætla að skrá sig í nýliðaflokk en þá er nóg að senda póst á netfangið motocrossumfs@gmail.com.  Nú eru um þrettán keppendur skráðir og ég hreinlega neita að trúa því að þátttakan verði ekki meiri loksins þegar sett er á laggirnar alvöru bikarmótaröð.  Búið er að gera miklar breytingar á brautinni og taka út kafla undir startið sem snýr nú vestur plús að búið er að setja upp ráshlið af dýrari gerðinni, ekki ósvipuð og upp í Bolaöldu fyrir utan að startið er í mold en ekki steypu.  Einnig hefur brautin verið lengd nokkuð sem er breyting frá því sem var.  Það er fín spá fyrir fimmtudaginn nánast blankalogn og eru hitatölur á uppleið en spáin hljóðar upp á ca 8°C.  KOMA SVO!

Skráning hafin í fyrstu umferð Suzuki bikarmótaraðarinnar sem hefst á Selfossi

Búið er að opna á vef MSÍ fyrir skráningu í fyrsta mótið af þremur í bikarmótaröð Suzuki en fyrsta mótið fer núna fram í töluvert breyttri braut þeirra á Selfossi, en búið er að lengja hana töluvert ásamt að búið er að setja upp starthlið.  Þátttökugjald er 5.000 kr. og þurfa hjól að vera tryggð og á númerum til að geta tekið þátt.  Almennar keppnisreglur MSÍ gilda í þessari keppni og ef þú átt ekki tímamælir, að þá er hægt að leigja hann hjá Nitró.  Boðið er upp á „Nýliðaflokk“ og er það flokkur fyrir þátttakendur sem aldrei hafa keppt í Íslandsmeistaramóti en vilja prófa að keppa til að fá tilfinningu fyrir því hvernig það er.  Hægt er að skrá sig í þann flokk með að senda póst í netfangið motocrossumfs@gmail.com.  Koma þarf fram nafn, kennitala og hjólastærð og þú ættir að fá svar um hæl yfir reikningsupplýsingar til að greiða þátttökugjaldið en þátttökugjaldið er það sama.  Þeir keppendur sem skrá sig í nýliðaflokk þurfa ekki að leigja sér senda þar sem talið verður í stað þess að nota senda MSÍ enda er tilgangurinn með þessum flokki fyrst og fremst að veita þeim sem hafa ekki keppt áður tækifæri á að taka þátt í svona viðburði.

Það þarf vart að taka það fram að þetta er ein besta æfing sem væntanlegir keppendur í Íslandsmeistaramótinu geta fengið því Selfoss er á keppnidagatali MSÍ í ár, fyrir utan að aðalverðlaunin eru glæsileg í „Pro“ flokknum.  Einnig verða góð aukaverðlaun í boði.  Ungmennafélagið ætlar að gefa þrú árskort í brautina og verður dregið úr nöfnum þeirra sem eru þátttakendur í bikarmótinu.  Veðurspáin fyrir fimmutdaginn 17 maí, sem er almennur frídagur, er hreint út sagt ágæt þó svo að við hefðum hugsanlega viljað sjá hitastigið lítið eitt hærra.  En gert er ráð fyrir að það verði léttskýjað, blankalogn og sex stiga hita.

Úrslit frá Flúðum

Fyrsta og önnur umferðin í Enduro CC fóru fram á laugardag. Aðstæður voru ágætar en einhver rigning náði að mynda smá sleipu í grasinu en keppnin þótti heppnast vel. Titlvörn Kára Jónssonar hófst eins og við var búist, með yfirburðasigri. Daði keyrði einnig vel og Guðbjartur var þriðji í heildina. Hér eru annars úrslitin úr öllum flokkum.
ECC1

  1. Kári Jónsson
  2. Daði Erlingsson
  3. Gunnlaugur Rafn Björnsson

ECC2

  1. Guðbjartur Magnússon
  2. Valdimar Þórðarson
  3. Jónas Stefánsson

Tvímenningur

  1. Baldvin Þór Gunnarsson  og Kristófer Finnson
  2. Gunni Sölva og Atli Már Guðnason
  3. Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson

Lesa áfram Úrslit frá Flúðum

Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn

Smá sýnishorn af aðstæðum

Við hvetjum alla að skreppa í bíltúr á laugardaginn uppí Hrunamannahrepp og fylgjast með endúrókeppninni á Flúðum. Brautin er mjög áhorfendavæn og ekki skemmir fyrir að Kvenfélag Hrunamannahrepps verður með veitingasölu á svæðinu milli 11:00 og 15:00 en pönnsurnar þeirra eru náttúrulega heimsfrægar. Til að finna svæðið má sjá hér fyrir neðan kort að svæðinu og brautinni í nokkrum útgáfum.
Endúrónefndin lofar okkur skemmtilegri braut með góðu flæði, þeir eru þó til í aðstoð við brautargæslu og þeir sem hafa áhuga geta haft samband við Gugga eða Einar Sig.

Alls eru 95 skráðir í keppnina
Lesa áfram Endúrókeppni á Flúðum á laugardaginn

Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Sett hefur verið á laggirnar ný bikarmótaröð í samvinnu við Suzuki umboðið á Íslandi sem verður í formi stigakeppni.  Keppt verður í þriggja móta röð og eru glæsileg aðalverðlaun í boði og má þar fyrst og fremst nefna keppnisstyrkur frá Suzuki fyrir allt árið 2013 ásamt því að veitt verða verðlaun í öllum mótunum frá Suzuki.  Til þess að eiga möguleika á þessum glæsilega aðalvinning þarf viðkomandi að vera efstur að stigum í Pro flokki í lok sumars.  Suzuki blæs til þessara mótaraðar í samvinnu við þrjá klúbba og eru það VÍFA upp á Akranesi, UMFS á Selfossi og MotoMos í Mosfellsbæ.  Fyrsta keppnin mun fara fram á Selfossi þann 17 maí næstkomandi og er verið að undirbúa opnun á skráningu á vef MSÍ.  Öll skráning mun fara í gegnum vef MSÍ, www.msisport.is, og þurfa keppendur að eiga senda til að geta tekið þátt þó með einni undantekningu.  Boðið verður upp á „Nýliðaflokk“ þar sem aðilar geta komið sem svo sannarlega hafa ekki keppt áður og fengið að taka þátt í því skyni að kynnast því hvernig er að keppa.  Fyrir viðkomandi er nóg að senda póst á eitt ákveðið netfnag og verður netfangið auglýst síðar.  Þessi flokkur verður ekki keyrður ef þátttaka verður undir tíu keppendur í hverri keppni en þetta er liður Suzuki og klúbbana í að reyna að fá nýliða til að prófa að keppa.  Lágmarksstærð hjóla í „Nýliðaflokkinn“ er 125cc tvígengis eða stærri og er keyrt í 2 x 10 mínútur plús tveir hringir.  Í stað þess að nota tímamæla í þessum flokki að þá verður talið.  Af öðrum flokkum er að frétta að keppt verður í MX kvenna ásamt 85cc og svo Pro flokk sem mun skiptast í A og B flokk.  

Lesa áfram Ný bikarmótaröð að hefjast og ber hún nafnið Suzuki bikarmótaröðin – Glæsileg verðlaun í boði

Endurokeppni að Flúðum 12 Maí

Nú þegar 1. umferð á Íslandsmótinu í Motocrossi er lokið þá er undirbúningur fyrir 1. umferð Enduro CC í fullum gangi hjá Enduronefnd Vík ásamt heimamönnum. Það er að mörgu að hyggja hjá okkur VÍK mönnum þennan mánuðinn, en klúbburinn stendur fyrir 3 keppnum í þessum mánuði.
Lokahönd á merkingu Brautarinnar að Flúðum verður lögð núna í vikunni og svo er bara eftir að semja við veðurguðina góðu um að sannkallað Flúðaveður verði á keppnisdag.
Landið sem keppt er í tilheyrir bæ sem heitir Reykjadalur og er um 7-8 km frá Flúðum.
Það er okkar von í stjórn VÍK að framtak þetta hjá Flúðastrákunum að fá þetta land undir keppnina verði gott innlegg í keppnishaldið í Enduro CC þar sem að gott keppnisland er forsenda þess að keppnirnar verði skemmtilegar og spennandi fyrir alla.
Við viljum minna fólk á að skrá sig tímanlega á msisport.is. Skráningarfresturinn er til 21:00 núna á þriðjudagskvöldið, annað kvöld, og við hvetjum sem flesta hjólara til að vera með í þessu. Þessi keppni er tilvalin upphitun fyrir þá fjölmörgu sem ætla að vera með á Klaustri 27. Maí.
Meðfylgjandi video sýnir hluta brautarinnar sem keppt er í að Flúðum.
Lesa áfram Endurokeppni að Flúðum 12 Maí