Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Viktor sigraði í Bolaöldu

Viktor Guðbergsson tryggði sér sigur í fyrstu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi í dag. Hann og Aron Ómarsson unnu sitthvort motoið en þar sem Viktor vann seinna motoið, vann hann sigur í keppninni. Ríkjandi Íslandsmeistari, Eyþór Reynisson, féll af hjólinu í fyrra motoinu og tognaði á öxl en í fyrstu var óttast um að hann hafi viðbeinsbrotnað.

Ingvi Björn Birgisson sigraði í MX-Unglinga svo keppti hann einnig í MX2 flokknum og vann hann einnig. Hann varð 4. í MX-Open.

Hér eru úrslit frá í dag.

MX-Open

  1. Viktor Guðbergsson
  2. Aron Ómarsson
  3. Kári Jónsson
  4. Ingvi Björn Birgisson
  5. Sölvi Borgar Sveinsson
  6. Hjálmar Jónsson
  7. Bjarki Sigurðsson
  8. Kjartan Gunnarsson
  9. Björgvin Jónsson
  10. Daði Erlingsson

Lesa áfram Viktor sigraði í Bolaöldu

MX Bolaöldu 5.5.2012.

Þá er komið að því, keppnin er á morgun, Laugardag.

Til að allt gangi upp á keppnisdegi þarf ýmislegt að vera á hreinu.

Keppendum/ aðstandendum er skylt að skaffa mannesku í flöggun. Einungis er um að ræða flöggun tvisvar yfir daginn. Flöggunarpappírum er útdeilt við skoðun.

Hafa skráningarplötur/ skírteini og tryggingarpappíra  meðferðis í skoðun. Munið eftir því að í skoðun skal hjól vera í lagi, legur, plöst, handföng. Gott væri ef fólk er með keppnisreglur á hreinu sjá HÉR. Ekki má heldur gleyma góða skapinu. Ekki væri nú verra að keppendur prentuðu út þátttökuyfirlýsinguna og kæmu með hana útfyllta. Aldrei verður of oft minnt á að dagskrána er gott að hafa við hendina.

Síðan þurfa allir að vera tilbúnir í að aðstoða til að allt gangi eins og smurð vél. Ekki gleyma að hvetja keppendur það gefur svo mikið aukalega.

Gaman saman. Keppnisstjórn VÍK.

Dagskrá helgarinnar

MSÍ hefur gefið út dagskrá sem mun gilda í öllum umferðunum í Íslandsmótinu í motocrossi. Smávægileg breyting er frá fyrra ári en tímatökur í B-flokki hafa verið færðar aftur fyrir kvennaflokkana og 85 flokkinn.

Kynnið ykkur endilega dagskrána og fyrir keppendur er gott er að hafa útprentað eintak á handhægum stað á keppnum.

Smellið hér fyrir að sjá dagskrána

Endurókeppni 12.maí

Stund milli stríða í brautarlagningunni

VÍK hefur í samráði við áhugasama hjólara á Flúðum og fleiri fengið til afnota skemmtilegt keppnissvæði fyrir 1. umferðina í  Enduro Cross Country sem fram fer þann 12. maí.

Enduronefnd Vík ásamt Stjórn og heimamönnum fóru í gær og lögðu brautinna og er óhætt að segja að svæðið hafi boðið upp á mjög skemmtilega möguleika.

Brautin er góð blanda af grasi, börðum, skurðum, crossbraut og smá þúfukafla sem eiga öruglega eftir að vera mörgum keppendanum skemmtileg þolraun. Svæðið er nánast grjótlaust fyrir utan malarnámu sem keyrt er yfir en aðstaða til keppni er eins og best verður á kosið þar sem að pittur og start verða á grasbletti.

Brautinn sjálf er ekki mjög löng sirka 6-7 km og alls ekki hröð. Hún er einnig mjög áhorfendavæn þar sem að stór hluti hennar er innan seilingar við pittsvæðið.

Um leið og við þökkum heimamönnum og þeim sem hafa komið að þessu með okkur þá skorum við á áhugasama Enduronörda að taka þátt í þessu með okkur og skrá sig tímalega á heimasíðu MSÍ,en þessi keppni bíður t.d. upp á tvímenningskeppni sem er mjög sniðug fyrir t.d. þá sem ætla að keppa á Klaustri.

Við bendum einnig á það að í alla flokka nema A-Flokk þarf ekki að eiga tímatökusendi, það er notuð bóla.

Lesa áfram Endurókeppni 12.maí

Skráningu lokið í fyrstu umferðina

Alls eru 76 keppendur skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram í Bolaöldu á laugardaginn.
Fjöldi keppenda eftir flokkum er eftirfarandi:

85 flokkur: 7
B-flokkur: 15
B-flokkur 40 og eldri:8
MX-Unglingaflokkur: 14
MX-2: 9
MX-Open: 9
MX-Kvenna: 14

Síðasti skráningardagur fyrir Klaustur

Í dag er síðasti möguleikinn til að skrá sig í Trans Atlantic Off-Road challenge á Klaustri. Aðstæður á Klaustri eru uppá sitt besta og hvetjum við alla til að skrá sig og taka þátt í því frábæra ævintýri sem þessi keppni er.

Skráning er HÉR