Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Fyrsta umferðin verður í Bolaöldu en ekki Sólbrekku

af msisport.is

Vegna manneklu hjá VÍR hefur félagið óskað eftir að falla frá keppnishaldi við 1. umferð Íslandsmótsins í Moto-Cross sem fer fram laugardaginn 5. maí. Keppnin mun því fara fram á akstursíþróttasvæði VÍK v/ Bolaöldu laugardaginn 5. maí. Bolalda verður opin til æfinga alla helgina og allan þriðjudaginn 1. maí. Bolalda verður svo lokuð fimmtudaginn 3. maí og föstudaginn 4. maí.

Ertu í vafa? Horfðu á þetta

Ertu í vafa um hvort þú eigir að nenna að keppa á Klaustri… horfðu á þetta


Undirbúningur á Klaustri um helgina

Nýja brúin reist

Unnið var að fullum krafti á Klaustri um helgina. Stjórnarmenn úr VÍK ásamt nokkrum sem vettlingi geta valdið mættu á svæðið. Brautin og umhverfi hennar var betrumbætt á ýmsa vegu en til dæmis var smíðuð brú svo áhorfendur geti fært sig betur um áhorfendasvæðin. Eitthvað þurfti nú að æfa sig í brautinni og erfitt var að ná brosinu af fólki eftir það.

Ennþá er hægt að skrá sig í keppnina og er skráningin opin fram til 1.maí hér.

Lesa áfram Undirbúningur á Klaustri um helgina

Bolaöldubrautir og slóðar.

Garðar er búinn að vera sveittur í að græja og gera brautirnar í fínt stand. Barnabrautin var græjuð í gær semog stóra brautin. Til allrar lukku ringdi svolítið í gær og rakastigið fínt eftir það. Vökvunarkerfið er ekki hægt að setja af stað fyrr en næturfost hættir, frís í öllum stútum.  Slóðarnir á neðra svæðinu eru flottir og er mjög gott að æfa sig í þeim fyrir Klausturskeppnina.

Brauta og slóða nefndir.

Skráning hafin í Íslandsmótin

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Íslandsmótið 2012 í Moto-Cross og Enduro-CC. Alls verða 6 keppnir í Moto-Cross og gilda 5 bestu keppnir keppanda til Íslandsmeistara. 4 keppnisdagar verða í Enduro-CC en tvær umferðir fara fram á keppnisdegi, 3 bestu keppnisdagar keppanda gilda til Íslandsmeistara, 6 umferðir af 8. Ekki er hægt að ógilda 2 slökustu umferðirnar af 8, ógilda verður slakasta árangur samanlagt frá einum keppnisdegi í E-CC.

Skráningu í Íslandsmeistarakeppnir MSÍ líkur alltaf kl: 21:00 á þriðjudagskvöldum vikuna fyrir mótsdag (4 dögum fyrir keppni). Engar undanþágur eru frá þessari reglu. Keppendum sem eru að keppa í fyrsta skipti er bent á að skrá sig vel tímanlega, allavegana 10 dögum fyrir keppni til þess að hægt sé að lagfæra hluti sem geta komið upp og hamlað geta skráningu. Ef keppendur eru í vandræðum með skráningu inn á www.msisport,is skulu þeir hafa samband við formann þess akstursíþróttafélags sem þeir eru skráðir í. Aðrar athugasemdir eða vandræði skal tilkynna með tölvupósti á skraning@msisport.is.

Keppendur eru minntir á að kynna sér reglur MSÍ og hafa ávalt með sér dagskrá og keppnisreglur á keppnisstað.

Keppnisdagatal má sjá hér.

Skráning í liðakeppnir er einnig hafin og má lesa um liðakeppnirnar í Lesa Meira hér fyrir neðan.

Lesa áfram Skráning hafin í Íslandsmótin

Skráning í Klausturskeppnia 2012

Skráning mun standa fram til 1.Maí 20112.

Eftir það munu ógreiddir detta út af listanum og skráningu lokað.

Það eru  ca 100 sæti eftir.

Skráning er hér: http://www.opex.is/mcross_skraningar

Munið eftir! “ Í ÖLLUM tilfellum, þar sem flokka/liðsskipan verður ekki eins og hún var í fyrra VERÐUR HVERT NÝTT LIÐ að sjá til þess að senda inn breytingar á flokka/liðsbreytingu á netfangið “skraning@msisport.is“.