Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.
Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.
Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012