Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráning í Íscrossið á Mývatni

Opnað hefur verið fyrir skráningu í 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ís-Cross. Skráningarfrestur fyrir báðar umferðirnar sem fara fram á Mývatni 17. og 18. mars er opin til þriðjudagskvölds kl: 21:00 13. mars.

Keppnirnar verða haldnar á sitt hvorum staðnum þannig að það verða lagðar 2 keppnisbrautir og klárt að snillingarnir á Mývatni gera það með “stæl”.

Skráning í Klaustur 2012

Nú styttist í að opnað verður fyrir skráningu í Klausturskeppnina – Transatlantic Offroad Challenge 2012.
Eins og frægt er orðið þá fór allt í handaskolum hjá okkur í þessum málum í fyrra, en nú vonumst við eftir betra gengi.
Eins og um var rætt þá munu þeir sem voru skráðir í fyrra, ganga fyrir varðandi þáttöku í ár.
Nafnalistinn sem gildir er listinn eins og hann leit út þann 12.06.2011 og verður hann settur fram hér á vefnum.
Keppendur sem eru á þeim lista, fá tvær vikur til þess að forskrá sig í keppnina í vor (opnun á það auglýst síðar).
Þegar þeim skráningartíma lýkur, verður opnað á skráningu í þau sæti sem eftir standa. Þá mun gilda fyrstur kemur, fyrstur fær.
Gjaldið í keppnina í ár er kr. 13.000 en þeir sem nýta sér forskráninguna (þ.e. þeir sem eru á listanum frá í fyrra) þurfa aðeins að greiða kr. 10.000. Við þetta tilefni er gott að benda á að megnið af kostnaði við keppnishaldið féll á keppnina þó hún hafi ekki farið fram. Áætlaður „sparnaður“ var ca 2500 kr. og greiða „2011 keppendur“ 3000 kr. lægra keppnisgjald í ár.

Nánari upplýsingar, tímasetningar og reglur varðandi þetta verða settar hér á vefinn á næstu dögum.

Kveðja, keppnisstjórn Transatlantic Offroad Challenge 2012

Keppnisdagatal 2012

MSÍ hefur birt keppnisdagatal fyrir árið 2012.
Helsta breytingin frá fyrra ári er sú að nú eru 6 keppnir í Íslandsmótinu í motocrossi þar sem aðeins 5 bestu gilda hjá hverjum keppanda. Svipaða sögu er að segja um Íslandsmótið í Enduro þar sem nú eru 4 keppnir og 3 bestu gilda.
Klaustur keppnin verður haldin 27.maí er nánari frétta að vænta frá henni innan fárra daga.

KEPPNISDAGATAL MSÍ 2012
Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
MX 5. Maí. Íslandsmót Sólbrekka VÍR
Enduro/CC 12. Maí. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
6 tímar. 27. Maí. Off-Road 6 tímar Klaustur VÍK / MSÍ
MX 2. Júní. Íslandsmót Ólafsfjörður
Enduro/CC 16. Júní. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 7. Júlí. Íslandsmót Akranes VIFA
MX 21. Júlí. Íslandsmót Selfoss
Enduro/CC 28. Júlí. Íslandsmót Egilsstaðir START
MX 4. Ágúst. Unglingamót Selfoss UMFÍ / MSÍ / MÁ
MX 11. Ágúst. Íslandsmót Akureyri KKA
MX 25. Ágúst. Íslandsmót Reykjavík Bolalda VÍK
Enduro/CC 8. Sept. Íslandsmót Reykjavík / Suðurland VÍK / VÍR
Enduro 24. – 29. Sept. Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Þýskalnd
MX 29. & 30. Sept. Alþjóðlegt MX of Nation FIM / Belgía
Árshátíð 10. Nóvember. Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Nánari dagatal, með sandspyrnum og fleira, má finna á vef MSÍ.

Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

mynd: Kristján Skjóldal
Íscross

Eins og menn vita fór fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Ískrossi fram á Leirutjörn við Akureyri um þarsíðustu helgi, en það hefur ekki gengið þrautalaust að ná keppni á suð-vesturhornið vegna veðurs og aðstæðna. MSÍ leggur mikla áherslu á að Íslandsmótið verði klárað, en til þess þarf að keyra a.m.k. þrjár umferðir. Í ljósi þess mikla ferðakostnaðar sem við búum við í dag, þá hafa MSÍ og Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar komist að samkomulagi um að 2. og 3. umferð Íslandsmótsins í Ískrossi fari fram á Mývatni helgina 17-18 mars n.k.
2. umferðin verður keyrð laugardaginn 17. mars á Stakhólstjörn og 3. umferðin verður svo keyrð sunnudaginn 18. mars, líklega í Álftabáruvogi.
Þessa helgi fer fram hið margumtalaða Mývatnssmót, sem er ein allsherjar vetraríþróttaveisla.

Dagskráin verður á þessa leið:

Lesa áfram Íslandsmótið í Íscrossi – 2. og 3. umferð

Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Mynd: Kristján Skjóldal
Jón Kr. Jacobsen, Gunnlaugur Karlsson og Jón Ásgeir Þorláksson

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í Íscrossi fór fram á Leirutjörn á Akureyri í tengslum við vetrarsporthátiðina Éljagang í gær.  Keppt var í fjórum flokkum og unnu feðgarnir Jón Kr. Jacobsen og Victor Ingvi Jacobsen sitthvorn flokkinn en ekki gerist það oft í einni og sömu akstursíþróttakeppninni. Kári Jónsson var með talsverða yfirburði í fjölmennasta flokknum, vetrardekkjaflokki.

Úrslitin voru annars eftirfarandi:

Vetrardekkjaflokkur

  1. Kári Jónsson 75 stig
  2. Guðbjartur Magnússon 64 stig
  3. Bjarki Sigurðsson 60 stig

Lesa áfram Íscross: Feðgar unnu sitthvorn flokkinn

Frábær þátttaka í Íscrossinu á Akureyri

Dagskráin

Alls eru 42 skráðir í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi sem fer fram á Akureyri á laugardaginn, nánar tiltekið á Leirutjörn. Keppnin er haldin í samvinnu við Vetraríþróttahátíðina Éljagang sem fer fram í bænum og nágrenni um helgina.
Spáð er góðu veðri svo Norðlendingar og ferðamenn hafa enga ástæðu til að missa af þessu.
Smellið á dagskrána fyrir stærri mynd.