Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni. Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld. Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir
- 85cc flokkur
- Kvennaflokkur
- Standard flokkur
- Opin flokkur
Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ. 85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman. Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu. Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45. Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45. Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.
Lesa áfram Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar