Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Laugardaginn 7 janúar ætlar MotoMos að halda bikarmót í íscrossi á Hafravatni.  Keppnisgjaldið er mjög hóflegt, eða aðeins 3.500 kr. og mun skráning fara fram á vef MSÍ sem opnar væntanlega seinna í dag eða kvöld.  Keppt verður í fjórum flokkum og eru þeir

  • 85cc flokkur
  • Kvennaflokkur
  • Standard flokkur
  • Opin flokkur

Gert er ráð fyrir að notast við tímasenda MSÍ.  85cc og kvennaflokkurinn verður keyrður saman.  Við munum keyra tvö moto á hvern flokk með sama sniði og á Íslandsmeistaramóti og verður lengd moto-a í öllum flokkum 12 mín + 1 hringur, sem er það sama og í Íslandsmeistaramótinu.  Dagskráin hefst kl. 10:00 með skoðun hjóla og tímataka er áætluð að hefjist eigi síðar en kl.10:45.  Reiknað er með að síðasta moto dagsins verði lokið um kl.13:30 og verðlaunafhending hefst kl.13:45.  Dagskránna má sjá hér fyrir neðan.

Lesa áfram Bikarmót MotoMos í íscrossi á Hafravatni laugardaginn 7 janúar

Gleðileg Hjólajól. Takk fyrir ánægjulegar stundir á liðnu ári

Öllum þeim sem starfað hafa með okkur á liðnu ári þökkum við fyrir frábært samstarf með von um áframhald á komandi árum. Megi allir hafa ánægjulegar hjólastundir um hjólajólin og vonandi fá allir eitthvað fallegt hjóladót í pakkann sinn. Með von um ánægjulegar hjólastundir á komandi ári.

Stjórn VÍK.


Vetrardagatal MSÍ

MSÍ hefur gefið út keppnisdagatal fyrir veturinn 2012. Því miður er engin Enduro-cross keppni á dagatalinu þetta árið.

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Ís-Cross 28. Janúar Íslandsmót Reykjavík/ Sauðárkrókur/ Mývatn VÍK / AM
Sno-CC 4. Febrúar Íslandsmót Reykjavík / Bláfjöll TTK / VÍK
Snjóspyrna 10. Febrúar Bikarmót Akureyri KKA
Ís-Cross 11. Febrúar Íslandsmót Akureyri KKA / AM
Snjóspyrna 16. Mars Bikarmót Mývatn AM
Ís-Cross 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 17. Mars Íslandsmót Mývatn AM
Sno-CC 14. Apríl Íslandsmót Akureyri KKA

(SNO-CC er snjócross og Cross-country á vélsleðum)

Landsmót UMFÍ 50+ 2012

 

Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Mosfellsbæ í júní næsta sumar og langaði okkur hjá Motomos og UMSK að athuga hvort áhugi væri á motocrosskeppni 50+.  Þeir sem væru tilbúnir að keppa í slíkri keppni vinsamlegast sendið póst á motomos@internet.is eða hringið í síma 696-9105.

Kveðja Guðni

MX Unglinga – er skynsamlegt að gera breytingar?

Á motosport.is er umfjöllun um þá spurningu ,sem félagar okkar í Svíþjóð velta fyrir sér í dag, þ.e.a.s. hvort banna eigi hjól með fjórgengisvélum í MX unglinga.  Eins og fram kemur í umfjölluninni á motosport.is eru það tíð dauðaslys í þessum flokki í Svíþjóð sem gera það að verkum að þessi hugmynd er til skoðunar nú í fullri alvöru.  Umræðan í Svíþjóð ætti að vekja okkur til umhugsunar um öryggismál og annað sem tengist íþróttinni á Íslandi og verður fróðlegt að fylgjast með því hvert umræðan mun leiða okkur. Lesa áfram MX Unglinga – er skynsamlegt að gera breytingar?

Almennur fundur með keppendum

Almennur fundur með keppendum og aðstandendum verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember kl: 19:30 í salnum hjá Arctic Trucks.
Farið verður yfir keppnishald síðast liðins árs og komandi keppnistímabil rætt. Keppendur og aðstandendur geti komið með fyrirspurnir og hugmyndir og einnig verður farið í gegnum regluverk MSÍ. Allir keppendur og áhugamenn eru hvattir til að mæta og taka þátt. Vel mótaðar hugmyndir og ábendingar geta haft áhrif á uppfærlsur ofl. varðandi komandi keppnistímabil. Karl Gunnlaugsson formaður MSÍ og Hrafnkell Sigtryggsson fromaður VÍK og stjórnarmaður MSÍ munu sitja fyrir svörum og stjórna fundinum.