Miðasala á MSIsport.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Skráning hafin í EnduroCrossið
Skráning er hafin í endurocrossið sem VÍR heldur á Sólbrekkusvæðinu 5.nóvember næstkomandi. Jói Kef og félagar hafa lofað frábærri braut sem allir geta ráðið við og auk þess verða hjáleiðir fyrir þá sem verða orðnir þreyttir.
Keppt verður í tveimur flokkum, einmenning og tvímenning. Keppnisgjaldið er 4000 krónur á mann, þ.e. 4000 í einmenninginn og 8000 fyrir liðið í tvímenningi.
Video frá brautarlagningu hér
EnduroCross í Sólbrekku 5.nóv
Bikarkeppni í EnduroCross verður haldin á Sólbrekkusvæðinu 5. nóvember næstkomandi. Byrjað er að leggja brautina sem verður í kringum motocross-brautina en hún verður þó ekkert lík motocrossi. Keyrt verður um þúfur og grjót og smá hringur tekinn inní húisð! Enginn þarf þó að óttast, brautin verður vel fær fyrir alla, þó fyrsti gírinn verður notaður mikið í bröltinu.
Keppt verður í 1,5klst í tvímenningsflokki.
Skráning og nánari upplýsingar auglýst fljótlega.
Engin kreppukeppni þetta árið
Stjórn Vélhjóladeildar Umf. Þórs hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa Kreppukeppninni þetta árið m.a. sökum dvínandi þátttöku í þessari annars ágætu keppni.
Með kveðju
ritari Vélhjóladeildar Umf. Þórs
Kári Íslandsmeistari í Endúró með fullt hús stiga
Kári Jónsson varð í gær Íslandsmeistari í ECC-1 flokki í Enduro-CrossCountry eftir sigur í öllum 6 umferðum ársins. Eyþór Reynisson varð í öðru sæti í keppninni í Skagafirðinum í gær og tryggði sér þar með sigur í ECC-2 flokki. Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason unnu tvímenninginn, Guðbjartur Magnússon B-flokkinn, Sigurður Hjartar Magnússon B40+ flokkinn og Signý Stefánsdóttir vann kvennaflokkinn.
Íslandsmeistarar árið 2011 í Endúró eftir flokkum:
- ECC-1 : Kári Jónsson
- ECC-2 : Eyþór Reynisson
- Tvímenningur: Gunnar Sölvason og Atli Már Guðnason
- B flokkur: Guðbjartur Magnússon
- B40+ : Magnús Guðbjartur Helgason
- Kvennaflokkur: Signý Stefánsdóttir
Nánari úrslit eru á MyLaps
Nánari úrslit í B-flokkum og kvennaflokki eru hér (excel skjal)
Staðan í B-flokkunum og dagskrá morgundagsins
Síðustu umferðirnar í Íslandsmótinu í Enduro-Cross Country fara fram á morgun í Skagafirðinum, nánar tiltekið á Skíðavæðinu í Tindastóli. Keppni hefst klukkan 11 og stendur til klukkan 16. Hvetjum við Skagfirðinga og nærsveitunga að fjölmenna á svæðið og fylgjast með.
Hér er dagskráin í heild sinni.
Hér svo staðan í B-flokkunum fyrir keppnina (aðrir flokkar eru á MyLaps.com)