Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráningu lokið í Skagafjarðar-Endúróið

Skagafjarðar-Endúróið verður á laugardaginn í brautinni við skíðasvæði Tindastóls. Skráningu lýkur annað kvöld en nú er réttast að drífa sig að skrá sig í síðustu keppni ársins og hafa gaman af. Skagfirðingar héldu þarna síðast keppni árið 2008 sem heppnaðist með endæmum vel og ætla þeir að gera enn betur nú.

Skráningu er lokið og eru 65 skráðir til leiks.

Skráningin er á síðu MSÍ hér

 

 

 

 

Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Þetta er ófölsuð ljósmynd. Brautin lítur HRIKALEGA vel út.

43 keppendur eru skráðir í MXoN styrktarkeppnina sem fram fer  á morgun á Selfossi. Enn er þó pláss fyrir fleiri keppendur og það helst í kvennaflokki, 85 flokki og C flokki. Annars er pláss laust í öllum flokkum, brautinn verður vökvuð í dag og í kvöld þannig að brautinn verður alveg 100%. Sýnum stuðning og höfum gaman að deginum, hlökkum til að sjá sem flesta.

10:00 Mæting  / Skráning

10:30 – 10:50 Hópur 1 Æfing (MX85, Kvenna, C & Heiðursmenn)
11:00 – 11:20 Hópur 2 Æfing (MX B & MX Open)
11:20 – 11:50 Hlé

12:00 – 12:15 MX 85 & Kvenna
12:20 – 12:35 C & Heiðursmenn
12:40 – 12:55 MX B
13:00 – 13:15 MX Open

Lesa áfram Dagskrá fyrir MXoN keppnina á morgun

Styttist í Skagafjarðarkeppni

Skráning fer að hefjast í síðustu endurokeppni ársins 5-6 umferð sem fer fram á skíðasvæði Tindastóls laugardaginn 3.september. Skráning mun fara fram á heimasíðu MSÍ.
Árið 2008 hélt Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar eina umtöluðustu endurokeppni það árið það má með sanni segja að það hafi verið grátið, svitnað, hlegið og öskrað. Eru menn og konur tilbúin fyrir enn eina gleðina í Skagafirði ???????
Skv. reglum má brautin ekki vera eins HRIKALEGA erfið og hún var 2008 en verður örugglega jafn skemmtileg, svæðið er einstaklega skemmtilegt fyrir áhorfendur og sjá þeir yfir stóran part brautarinnar.

Vonumst við til að sjá ykkur öll og kemur ítarlegri dagskrá síðar.
Hægt er að hafa þetta til hliðsjónar fyrir þá sem ætla að gista í Skagafirði www.visitskagafjordur.is

Video frá keppninni 2008:

Lesa áfram Styttist í Skagafjarðarkeppni

Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Skráning hefst hér með í styrktarkeppni fyrir íslenska landsliðið sem mun keppa á Motocross of Nations í Frakklandi  17 og 18 September.

Keppnin verður haldin í hinni frábæru braut á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.
Lesa áfram Skráning hafin í MXoN styrktarkeppnina

Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu

Eyþór Reynisson Íslandsmeistari í motocrossi 2011

Í dag fór fram í blíðskaparveðri í Bolaöldu lokaumferðin í Íslandsmótinu í motocrossi. Íslandsmeistar í sínum flokkum urðu eftirfarandi:

  • Eyþór Reynisson í MxOpen og Mx2
  • Karen Arnardóttir í MxKvenna
  • Hinrik Ingi Óskarsson í MxUnglinga
  • Einar Sigurðsson í 85 cc flokki
  • Ernir Freyr Sigurðsson í B-flokki
  • Ragnar Ingi Stefánsson B40+ flokkur

Í keppninni í dag urðu úrslitin þessi:
Lesa áfram Íslandsmeistarar krýndir eftir frábæra keppni í Bolaöldu