Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Eyþór Íslandsmeistari

Eyþór Reynisson var rétt í þessu að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í MxOpen eftir að hafa klárað í öðru sæti í fyrsta motoinu í Bolaöldu. Viktor Guðbergsson sigraði í motoinu og Gunnlaugur Karlsson varð þriðji.

Af þessu tilefni skiptum við um mynd í hausnum á síðunni. Myndina tók Reynir Jónsson, pabbi Eyþórs, af honum í Álfsnesbrautinni í sumar.

Til hamingju Eyþór!

Nánari úrslit frá keppninni koma seinna í dag

Tímar eftir tímatöku í Bolaöldu í dag

1. Viktor Guðbergsson 1.53.9

2. Eyþór Reynisson 1.55.2

3. Gunnlaugur Karlsson 1.57.4

4. Kjartan Gunnarsson 1.57.5

5. Björgvin Jónsson 1.59.2

Unglingaflokkur

1. Ingvi Björn 1.57.7

2. Guðbjartur Magnússon 1.59.3

3. Hinrik Ingi Óskarsson 1.59.8

4. Bryndís Einarsdóttir 2.04

 

MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Brautin lítur hrikalega vel út fyrir keppnina

Við hvetjum alla til að mæta í Bolaöldu í dag, laugardag, og sjá lokabaráttuna um hverjir verða krýndir Íslandsmeistarar í öllum flokkum í motocrossinu.

Smá breyting verður gerð á dagksrá.

Skoðun hefst kl 08:30 B flokkar ganga fyrir í byrjun.

Fundur með keppendum 09:20

Dagskrá verður að öðruleyti óbeytt.

Lesa áfram MX Bolaöldu 2011 á morgun Laugardag.

Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Já það er komið að skemmtilegustu keppni ársins sem er styrktarkeppni fyrir Íslenska landsliðið í Motocross sem keppir á Motocross of Nations í Frakklandi  17&18 September.

Keppnin verður haldin í nýuppgerði braut Selfyssinga á Selfossi. Allur ágóði af keppnini rennur beint til Íslenska liðsins.

Keppt verður í 5 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

  • MX Open: Opinn flokkur MX1-MX2-Unglingaflokkur
  • MX85 + kvenna: Mx kvenna – 85kvk – 85 KK
  • MX B: Bestu úr 85cc KK, +40
  • C Flokkur: Fyrir þá sem eru að keppa í fyrsta skipti
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Lesa áfram Loksins keppni á Selfossi þann 27.ágúst

Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bikarkeppnin um helgina tókst með mestu ágætum og það eina sem hefði mátt vera betra var veðrið.

Viktor #84 á nýja stepdown pallinum í Bolaöldu

Eftir langvarandi sól og blíðu tók hávaðarok og kuldi á móti keppendum á sunnudagsmorguninn. Um 40 manns voru skráðir til keppni í öllum flokkum en sumir voru ansi fámennir þó. Brautin var í mjög góðu standi eftir lagfæringar vikunnar og eins hafði rignt hressilega á föstudagskvöldið þannig að góður raki sat í brautinni Keppnin var keyrð í tveimur hópum: MX-Open, MX2 og Unglingaflokkur saman og Kvennaflokkur, 85, B og 40+ keyrðu saman, tvo moto hvor hópur.  Tæknilegir örðugleikar (byrjendamistök) seinkuðu birtingu á úrslitum en þau eru komin inn núna á Mylaps.com hér

Lesa áfram Bikarkeppnin um helgina – samantekt

Bolaöldubraut. Opnun þessa viku.

Í dag Þriðjudaginn 16.08. Opið 14:00 – 21:00

Á morgun Miðvikudaginn 17.08. Opið allan daginn til kl 21:00.

Brautin lokuð fimtudag, föstudag, laugardag vegna keppni og undirbúnings.

Brautarstjórn.  

„Munið að skráningu í keppnina lýkur kl 21:00 í kvöld 16.08.11“