Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Heimamenn sigruðu í ISDE – Ísland í 16.sæti

Finnarnir fagna sigrinum

Íslendingar enduðu í 16. og næstsíðasta sætinu í International Six Days enduro (ISDE) keppninni sem lauk um helgina. Íslendingarnir stóðu sig þó mjög vel í þessari gríðarlega erfiðu keppni sem er einhver mesta þolraun sem fyrirfinnst, að ljúka keppninni er stórvirki útaf fyrir sig. Keppnin var haldin í Finnlandi og fóru heimamenn með sigur af hólmi.

Íslenska liðið varð fyrir því óláni að missa mann strax út á öðrum degi, næsta mann á þriðja degi og þriðja manninn á fjórða degi. Með aðeins þrjá ökumenn eftir í sex manna liði er enginn séns að vinna sig upp af botninum. Íslandsmeistarinn, Kári Jónsson, sem datt út á þriðja degi var búinn að sýna fantaakstur og skaut heimsfrægum kempum afturfyrir sig í nokkrum „Special test“ hlutum keppninnar er þar er keppt í stuttan tíma þar sem hvert sekúndubrot er dýrt.

Næsta keppni fer fram að ári í Þýskalandi og 100 ára afmælismótið fer fram á eynni Sardínu á Ítalíu árið 2013.

Hér kemur síðasti pistillinn frá liðinu en safn þeirra má annars sjá hér:

Þvílíkur áfangi, síðasti keppnisdagurinn var runninn upp og það leyndi sér ekki ánægjan á mannskapnum. Það voru þó þrír keppendur eftir í landsliðinu sem stefndu á að klára sína fyrstu Six Days keppni þennan dag !

Lesa áfram Heimamenn sigruðu í ISDE – Ísland í 16.sæti

Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

ÞAR SEM TÍMAVÖRÐURINN ER Í SUMARSKAPI ÞÁ SAMÞYKKTI HANN AÐ FRAMLENGJA SKRÁNINGU TIL KL 18:00 Í DAG LAUGARDAG.

Þar sem breytingar hafa verið gerðar á brautinni heldur VÍK bikarkeppni.
Keppnisfyrirkomulag er einfalt og á skemmtunin að vera aðalatriðið.
Skráningu líkur föstudagskvöldið 12. ágúst kl: 23.00 Brautin verður opin eftir mótið til kl 17:00.

Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að færa keppendur á milli flokka.
Hópur 1. 85cc kk og kv + Kvenna, B og 40+ flokkur. 10 mín + 1 hringur, tvö moto.
Hópur 2. Unglinga, MX1 og MX2. ( valdir menn úr B og + 40 ) 15 mín + 1 hringur. tvö moto

Kostnaður kr: 3000.

Dagskrá með fyrirvara um fjölda keppenda. 

Nítro býður keppendum uppá sérverð á leigusendum fyrir þessa keppni kr: 3.000. Hafið samband við Nítró til að fá nánari upplýsingar.

Lesa áfram Skráning í bikarkeppni í Bolaöldu 14.ágúst

Bikarkeppni næsta sunnudag!

Það styttist í næstu keppni sem verður í Bolaöldu 20. ágúst nk. Í kvöld hefur brautin verið lokuð þar sem Óli Gísla og Garðar hafa verið að vinna með jarðýtunni í lagfæringum og minniháttar breytingum. Brautin opnar aftur á morgun, miðvikudag kl. 18 og verður væntanlega í hrikalegu flotti standi. Þrátt fyrir sól og hita er frábær raki í brautinni þessa dagana og um að gera að fjölmenna á morgun.

Við ætlum svo að kýla á létta bikarkeppni á sunnudag til að koma mönnum vel í gírinn fyrir keppni. Nánari upplýsingar og skráning opnar von bráðar hér á motocross.is.

Lesa áfram Bikarkeppni næsta sunnudag!

Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu

Nokkuð óvænt úrslit litu dagsins ljós í fjórðu umferðinni í Íslandsmótinu í motocrossi sem fram fór á Akureyri í dag. Heimamaðurinn Bjarki Sigurðsson sigraði í fyrsta motoinu og rauf þar með sigurgöngu Eyþórs Reynissonar sem hafði sigrað öll moto ársins fram að þessu. Eyþór átti í basli með að halda sér á réttum kili og datt nokkrum sinnum sem Bjarki og Kári Jónsson nýttu sér sérstaklega vel. Lengi vel leit út fyrir að Kári myndi sigra motoið en Bjarki sýndi einhvern ofurkraft síðustu fjóra hringina og tók framúr Kára og náði sigrinum.

Í öðru motoinu var Eyþór ennþá í vandræðum með að detta og krafturinn eitthvað farinn að dvína hjá Bjarka þannig að Kári sigraði það moto og einnig í mótinu í heild.

Brautin hjá Eyfirðingum var að vanda eins og best verður á kosið. Keppnishaldið þótti einnig takast með ágætum og veður var hið besta. Tveir útlendingar mættu til leiks en náðu ekki að veita Íslendingunum neina keppni.

Úrslit voru eftirfarandi:

Lesa áfram Kári með sinn fyrsta motocross sigur á árinu

Toppaðstæður á Akureyri

Linus Sandahl keppir á Akureyri á mogun

Góð stemmning hefur nú þegar myndast fyrir motocross keppnina á Akureyri sem fram fer á morgun. Bærinn er fullur af fólki, blankalogn og funheitt en ekkert sólskin. Flestir keppendur eru komnir á staðinn og margir þeirra hafa jafnvel verið þar alla vikuna við stífar æfingar. Brautin er búin að vera frábær í allt sumar og Akureyringar láta þar ekki staðar numið heldur halda áfram að bæta aðstöðuna með nýjum pitt og svo eru þeir nú að bæta í brautina meiri trjáspæni til að gera hana enn betri. Rakastigið í henni hefur verið frábært í allt sumar og segja heimamenn að þó það rigni lítilsháttar á morgun eigi brautin eftir að þola það vel.

Eyþór Reynisson kemur í keppnina með fullt hús stiga en fær væntanlega enn meiri samkeppni en hingað til því að þessu sinni er skráður til keppni ungur sænskur ökumaður sem heitir Linus Sandahl og hefur verið framarlega í Sænsku keppnunum undanfarin ár. Hann er 18 ára og keppir í sænska MX2 og var að gera góða hluti þar til hann viðbeinsbrotnaði í vor. Hann er kominn í toppform aftur og líklegur til að gera góða hluti.

 

Flöggun í 3. umferð Íslandsmótsins í MX – Sólbrekka

Á morgun, laugardaginn 23. júlí, fer fram 3. umferðin í Íslandsmótinu í Moto-Cross í Sólbrekkubraut. Sama fyrirkomulag verður varðandi flöggun og var í Álfsnes keppninni, þ.e. að keppendur muni sjá um flöggun á ákveðnum pöllum.  Sólbrekkubraut er hins vegar með mun fleiri flaggstaði en Álfsnes og því verður hver keppandi, annað hvort sjálfur eða einhver fyrir hans hönd, að flagga í 3 Moto-um. Við skoðun á morgun fær hver keppandi blað sem hefur að geyma upplýsingar um hvenær og á hvaða palli viðkomandi þarf að flagga. Eins er uppdráttur af brautinni, dagskráin sjálf og númer á Moto-um á blaðinu. Flaggstaðir sem merktir eru með svörtum hring eru þeir staðir sem keppendur munu flagga á.

Það er gífurlega mikilvægt að keppendur (eða aðstandendur fyrir þeirra hönd) sinni þessu hlutverki samviskusamlega. Keppnin getur ekki hafist fyrr en allar flaggara stöður eru mannaðar. Ekkert væl og höfum gaman að því að hjálpa til 🙂
Þegar öllu er á botninn hvolft þá þarf einhver að flagga þegar við erum sjálf að keppa…

Bestu kveðjur,
Keppnisstjórn