Austanmenn vilja minna á að sunnudaginn um verslunarmannahelgina fer fram Unglingalandsmót á Egilsstöðum. Keppt verður í motocrossi eins og síðastliðin ár og er keppnin opin öllum 12-18 ára. Mikil vinna hefur verið lögð í brautargerð á Egilsstöðum og verður gaman að sjá hvernig smíðin hefur tekist. Heimamenn lofa amk frábærri braut og stemningu. Skráningu í keppnina lýkur næstkomandi sunnudag 24. júlí en keppendur þurfa bæði að skrá sig á skráningarsíðu UMFÍ og á vef MSÍ, msisport.is.
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Frábær dagur að baki
Veðurguðinn átti magnaðan dag í Rúmeníu, byrjaði á því að steikja mann með alltof mikilli sól og kúplaði síðan yfir í svakalegt þrumuveður með öllu tilheyrandi. Þetta varð undarleg blanda af rokktónleikum og mótorsport aksjóni með ólýsanlegu undirspili þruma og eldinga.
Prolouge þrautin varð auðvitað helmingi erfiðari fyrir vikið en keppendurnir stóðu sig samt eins og hetjur.
Graham Jarvis var fyrstur, Paul Bolton annar og Chris Birch þriðji.
Enduro Skemmti- og styrktarkeppni VÍK og Hjartar Líklegs nk. laugardag 16. júlí
Síðasta sumar var haldin Enduro skemmtikeppni á vegum VÍK til að styðja við bakið á Hirti Líklegum þegar hjólinu var hans stolið. Afraksturinn af keppninni gerði honum kleift að endurnýja Huskann sinn. Á laugardaginn ætlum við að endurtaka leikinn en nú nýtur Blóðbankinn góðs af keppninni. Keppnin verður skemmtileg og fyrir alla, tveir keppa saman í liði sem dregið verður í á staðnum og keppnisfyrirkomulagið verður afslappað og skemmtilegt með óvæntum uppákomum. Nánari dagskrá er í mótun en við gerum ráð fyrir að keppni standi frá 14 til 16, hugmyndin er að bjóða upp á eitt og annað fleira fyrir krakka og jafnvel eitthvað gott í gogginn í lok dags. Skráning opnar hér á vefnum á næstu tímum – takið daginn frá! Meira síðar …
Uppfært! Skráning er hafin HÉR
Motocross á RÚV
Það kom frétt um motocrossið á Álfsnesi í seinni fréttum á RÚV í gær og það verður svo sýndir þáttur um keppnina laugardaginn 23. júlí.
Hérna er linkur inn á fréttatímann, þetta er síðast í íþróttafréttunum.
Myndir frá Álfsneskeppninni um liðna helgi.
Eyþór með yfirburði á Álfsnesi
Eyþór Reynisson sýndi yfirburðaakstur í annari umferð Íslandsmótsins í motocrossi í dag. Í fyrra mótóinu var hann fyrir framan miðju í startinu og náði fljótt forystu og hélt henni til loka. Í seinna mótoinu þurfti hann að hafa aðeins meira fyrir sigrinum því hann datt í startinu og var því langsíðastur þegar allir brunuðu af stað. Hann lét það ekki á sig fá og tók fram úr öllum öðrum keppendunum og sigraði því í báðum mótóunum. Glæsilegtur akstur hjá Eyþóri og verðskuldaður sigur. Kári Jónsson varð annar og Viktor Guðbergsson þriðji.
Signý Stefánsdóttir sigraði í kvennaflokki, Guðmundur Kort í unglingaflokki, Einar Sigurðarsson í 85cc flokki, Aron Arnarson í B-Flokki og Ragnar Ingi Stefánsson í B40+ flokki.
Brautin var annars frábær í dag eftir mikla vinnu við hana undanfarna daga. Rakastigið var gott og fullt af línum í boði. Keppnin í heild heppnaðist vel.
Nánari úrslit eru á MyLaps.