Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Allt að verða klárt í Álfsnesi

Á morgun fer fram önnur umferð í Íslandsmótinu í motocrossi í Álfsnesi.

#11 á heimavelli á nesinu ("Stolin" mynd frá motosport.is, takk Sverrir 🙂

Um 90 keppendur eru skráðir til keppni á morgun og verður gaman að fylgjast með hvað gerist í þessari keppni. Aðstæður undanfarna daga hafa vægast sagt verið erfiðar. Sól og rok hefur þurrkað svæðið og því hafa verið notaðar haugsugur til að keyra yfir 200 þúsund lítra af vatni og sjó í brautina til að bleyta jarðveginn svo hægt hafi verið að æfa og lagfæra brautina fyrir keppni. Nú rignir loksins en þó vonandi ekki meira en svo að nýlöguð brautin verður í frábæru standi í fyrramálið. Í fyrramálið er spáð smáskúrum fram í tímatöku og svo þurru fram yfir verðlaunaafhendingu. Við vonumst því til að sjá sem flesta á keppninni á morgun.:)  Lesa áfram Allt að verða klárt í Álfsnesi

Bikar-æfingakeppni í Álfsnesi

SKRÁNINGU LÝKUR KL 22:00 Í KVÖLD SUNNUDAG.

Bikar-æfingakeppni verður haldin í Álfsnesbraut Mánudaginn 27.06.11.     Skráning er hér. Skráningarfrestur til 22:00 Sunnudag 26.06.11.

Dagskrá er einföld, 85cc kk og kvk, kvennaflokkur, B flokkur,  40+ og 50+ flokkar keyra í 2 x 10 mín + tveir hringir. Unglinga, Mx2 og MxOpen keyra 2×15 mín + tveir hringir. Kostnaður er kr 3000 fyrir keppanda.

Skoðun frá 18:00 – 19:00.  1. Moto 19:15. Nánari dagskrá þegar fjöldi keppenda er staðfestur. Keppnisstjórn áskilur sér rétt til að sameina flokka í moto ef þurfa þykir. Keppendur / aðstandendur sjá um flöggun.

Nitró verður með sértilboð á leigusendum fyrir þá sem vilja prófa að taka þátt, 3000 kr fyrir fullorðna og 2000 kr fyrir yngri en 16 ára. Ath Nitro sér alfarið um leigusendana, hafið samband þangað til að fá upplýsingar.

Gaman saman.

Úrslit úr „hinum“ flokkunum frá Akureyri

Hér eru úrslitin frá þeim flokkum sem notuðu tímatökubólu í endúrókeppninni á Akureyri um síðustu helgi. Úrslitin eru í textaskjali og þar sem stendur name kemur keppnisnúmer þess keppanda sem um ræðir.

Smellið HÉR fyrir úrslitin

Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Kári Jónsson á Akureyri um helgina

Tekið af motosport.is

Um helgina fór fram 3 og 4 umferðin í ECC (enduro cross country) og fór hún fram við frábærar aðstæður á Akureyri.  Eins og alltaf stóðust norðanmenn væntingar og vel að hvað brautarlögn varðar og voru keppendur mjög ánægðir með brautina og var hún með góðu flæði þó svo að norðanmenn kvarti undan því að það hafi vantað einhvern „grodda“ í hana til að gera hana virkilega spennandi.  En fyrir meirahluta keppenda að þá leyndi hún á sér og veit ég ekki til þess að nokkur hafi ekki verið farin að finna aðeins fyrir því í skrokknum eftir báðar umferðirnar og var þá mýrin lúmsk þó lítil væri.  Einnig var alltaf nóg um að vera við hliðið og er ég á því að þetta bólukerfi sé að bjóða upp á skemmtilegri upplifun en mælarnir.  Alla vega var alltaf eitthvað um að vera við hliðið og fólk gat miklu betur fylgst með hverjir voru fremstir þó svo að það hafi farið í skapið á einhverjum hvað sumir voru lengi að láta pípa á sig.

Lesa áfram Kári Jónsson í sérflokki á Akureyri í 3 og 4 umferð ECC

Klaustur eða ekki Klaustur

Eins og frægt er orðið, þá var keppninni á Klaustri 2011 á endanum aflýst.  Það var þó ekki gert fyrr en eftir tilraun til að bjarga henni. Rétt áður en að upprunalegum keppnisdegi kom, hófst gos í næsta nágrenni.  Ekki góð staða og gríðarlegt undirbúningsstarf virtist unnið fyrir „gíg“! En viti menn!  Gosið var stutt og eins og hendi væri veifað, gerði norðanáhlaup og askan sem allt ætlaði að gleypa, virtist að mestu fokin á haf út.  Aftur sást í tún og engi og ekki virtist vanta nema góða rigningu til að skola burt síðustu öskukornunum. Brúnin léttist á mönnum og vonin vaknaði um að bjarga mætti keppninni, enda nokkur þrýstingur frá vélhjólasamfélaginu um það.   Lesa áfram Klaustur eða ekki Klaustur

Saga af Klaustri

Myndin tengist greininni óbeint!

Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson komu ásamt fleirum norðan úr Mývatnssveit til að taka þátt í Klausturskeppninni nú um síðustu helgi. Kallarnir eru nú engin unglömb lengur og kalla ekki allt ömmu sína, enda ætluðu þeir að keppa í flokki 90+. Þegar ljóst var að keppninni yrði aflýst kom ekkert fát á kallana og klukkan 11.00 að staðartíma á sunnudagsmorgun var ræst í 6 tíma race. Team „old and fat“ keyrðu svo til skiptis á fullu gasi í rúma 6 tíma og lögðu 17 hringi að baki. Stefán hreinsaði loftsíu einu sinni, enda á 2-stroke, en Kristján keyrði allan tíman án þess að líta á loftsíu. Það var töluvert af fólki að hjóla í brautinni og allir skemmtu sér vel. Það var hins vegar alveg ljóst að keppni með 400 keppendum hefði aldrei gengið. Meðfylgjandi mynd af Kristjáni er ekki tekin á Klaustri heldur í ósköp venjulegum endurótúr um hálendið fyrir nokkrum árum – já það er ryk og drulla víðar en á Klaustri !

Stefán Gunnarsson