Á morgun fer fram önnur umferð í Íslandsmótinu í motocrossi í Álfsnesi.
Um 90 keppendur eru skráðir til keppni á morgun og verður gaman að fylgjast með hvað gerist í þessari keppni. Aðstæður undanfarna daga hafa vægast sagt verið erfiðar. Sól og rok hefur þurrkað svæðið og því hafa verið notaðar haugsugur til að keyra yfir 200 þúsund lítra af vatni og sjó í brautina til að bleyta jarðveginn svo hægt hafi verið að æfa og lagfæra brautina fyrir keppni. Nú rignir loksins en þó vonandi ekki meira en svo að nýlöguð brautin verður í frábæru standi í fyrramálið. Í fyrramálið er spáð smáskúrum fram í tímatöku og svo þurru fram yfir verðlaunaafhendingu. Við vonumst því til að sjá sem flesta á keppninni á morgun.:) Lesa áfram Allt að verða klárt í Álfsnesi