Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

AFLÝST – Klausturskeppni – AFLÝST ! ! !

Það er þyngra en tárum taki að þurfa að gera þetta en ekkert annað er hægt í stöðunni.
Aðstæður á Klaustri eru orðnar óviðráðanlegar.  Núna er 15m/sek og askan þyrlast stanslaust upp.

Á morgun er spáð sól og þurrki – engin væta í kortunum!
Reynt hefur verið að bleyta í brautinni en það er borin von að hafa við þurkinum.

Stjórn hefur tekið þá þungu ákvörðun að AFLÝSA Klausturskeppninni í ár!  Enn hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig haldið verður á öllum málum í þessu sambandi, en mögulega mun upprunalegur ráslisti halda sér og keppnisgjöld renni að mestu eða alfarið uppí keppnisgjöld að ári.
Fjöldi sæta hefur skipt um eigendur og við skoðum það betur á næstunni hvernig við vinnum úr því.  Enn hefur ekki unnist tími til þess að ákveða nákvæmlega hvernig þessi mál verða en við biðjum fólk um biðlund næstu dag þar til frekari ákvörðunar er að vænta.

Stjórn VÍK harmar þessa niðurstöðu en hún er óumflýjanleg í ljósi aðstæðna.

Toppaðstæður

Straumurinn liggur á Klaustur og aðstæður virðast með besta móti

20110610-105859.jpg

Minnislisti fyrir klaustur

Fyrir skoðun:

  • Þáttökuyfirlýsingu, vinsamlegast prentið út, fyllið út og komið með í skoðun.
  • Skráningarplötu ökutækis.
  • Ökuskírteini
  • Tryggingapappíra.
  • Kvittun fyrir félagsgjöldum.
  • Hjólið merkt og í lagi.
  • Dauður mótor að, í og frá skoðun.
  • Greiðsla fyrir bóluna, MSÍ selur bóluna fyrir kr: 1.000.-

Í og fyrir keppni:

  • Festingu fyrir bóluna, svita armband eða eitthvað sem er gott að færa á milli keppenda.
  • Virðið leikreglur.
  • Fyrsti gír á pittsvæði. Farið varlega.
  • Keppnin er 6 tímar, engin þörf á að vera ruddalegur við frammúrakstur.
  • Gangið vel um svæðið og hreinsið allt rusl eftir ykkur áður en svæðið er yfirgefið.

Stjórn VÍK.

Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur

Pittur

Allir keppendur og áhorfendur á Klaustri fá glæsilegan prentaðan bækling á keppninni. Hér eru nokkur atriði úr bæklingnum og svo er hægt að hlaða niður bæklingnum í heild sinni Hér.
Keppendur eru auðvitað minntir á að lesa vel keppnisreglurnar.

Dagskrá:

Laugardagur 11.júní

  • Skráning og skoðun 14.00-18.00 við veitingastaðinn Systrakaffi á klaustri.

Sunnudagur 12.júní

  • Skoðun ungl. og kvennakeppni 08.45-09.15
  • Skráning og skoðun – loka séns 09.00-10.30
  • Röðun á startlínu ungl. og kv. 09.00-09.25
  • Unglinga- og kvennakeppni 09.30-10.15
  • Verðlaunaafh.unglinga- og kvennak. 10.30
  • Uppröðun á startlínu 11.00-11.45
  • Ræsing aðalkeppni 12.00
  • Keppni lýkur 18.00
  • Verðlaunaafhending 19.00

Lesa áfram Dagskrá og upplýsingar fyrir Klaustur

Tjaldsvæði við Ásgarð – ekki á Klaustri

Til mín hringdi kona, einn aðstandenda tjaldstæðisins og var afskaplega óglöð. Hún hefur, að sögn, haft slæma reynslu af veru hjólafólks á tjaldstæðinu sem er engan veginn gott afspurnar. Samskiptamáti hennar var reyndar ekki til þess fallinn að bjóða upp á gott samstarf eða til að bjóða hjólafólk velkomið inn á svæðið. VÍK stendur fyrir keppninni á sunnudag en engu frekara skemmtanahaldi og keppendur eru því alfarið á eigin ábyrgð að keppni lokinni.

Félagið á gott samstarf við lögreglu og greiðir björgunarsveit staðarins með glöðu geði fyrir veitta aðstoð við að halda uppi röð og reglu um helgina og fram á aðfararnótt  mánudagsins. Við getum hins vegar ekki tekið ábyrgð á hegðun allra sem sækja svæðið heim.

Félagið hvetur því keppendur til að nýta sér aðstöðuna á Ásgarði, eða annars staðar en á Klaustri – nú eða hreinlega halda heim á leið strax að keppni lokinni. Þá keppendur sem gista fyrir austan hvetjum við til að vera sér og sportinu til fyrirmyndar í alla staði.

Eigum gott samstarf við alla, verslum mat, gistingu og bensín á Klaustri og eigum gleðilega og góða helgi.

Kveðja, Hrafnkell Sigtryggsson formaður Vélhjólaíþróttaklúbbsins