Það er þyngra en tárum taki að þurfa að gera þetta en ekkert annað er hægt í stöðunni.
Aðstæður á Klaustri eru orðnar óviðráðanlegar. Núna er 15m/sek og askan þyrlast stanslaust upp.
Á morgun er spáð sól og þurrki – engin væta í kortunum!
Reynt hefur verið að bleyta í brautinni en það er borin von að hafa við þurkinum.
Stjórn hefur tekið þá þungu ákvörðun að AFLÝSA Klausturskeppninni í ár! Enn hefur ekki verið ákveðið nákvæmlega hvernig haldið verður á öllum málum í þessu sambandi, en mögulega mun upprunalegur ráslisti halda sér og keppnisgjöld renni að mestu eða alfarið uppí keppnisgjöld að ári.
Fjöldi sæta hefur skipt um eigendur og við skoðum það betur á næstunni hvernig við vinnum úr því. Enn hefur ekki unnist tími til þess að ákveða nákvæmlega hvernig þessi mál verða en við biðjum fólk um biðlund næstu dag þar til frekari ákvörðunar er að vænta.
Stjórn VÍK harmar þessa niðurstöðu en hún er óumflýjanleg í ljósi aðstæðna.