All nokkrir hafa sýnt því áhuga að selja sæti sitt á Klaustri. Reynt hefur verið að miðla milli manna upplýsingum og nokkur sæti hafa skipt um eigendur. Því miður var framboð heldur meira en eftirspurnin og þess vegna nokkrir sem sitja uppi með sæti á Klaustri – því miður! Þeir sem sendu inn á skraning@msisport.is og hafa ekki fengið svör eru þá enn eigendur af sæti. Vonandi ná þeir á einhvern hátt að nota það.
Nýr ráslisti er hér meðfylgjandi. Vinsamlegast farið vel yfir hann og sendið leiðréttingar ef þarf, tafarlaust á skraning@msisport.is
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Klaustur 2011
Fundur með keppendum verður í húsnæði Ingvars Helgasonar að Sævarhöfða 2
110 Reykjavík á morgun, Þriðjudag 07.06.11, kl 18:30. – 20:00.
Keppendur fá keppnisnúmerin, reglur og upplýsingar um keppnissvæðið ofl. Þeir sem ekki eiga kost á að mæta á fundinn geta nálgast keppnisnúmerin í Moto að Rofabæ 7, 110 Reykjavík á opnunartíma fram að helgi. Einnig verða keppnisnúmer afhent við skoðun á keppnisstað.
Dagskrá keppnishelgarinnar verður birt hér á netinu á Miðvikudag.
Eyþór sigraði á Króknum
Eyþór Reynisson vann fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi í dag en þetta er önnur keppnin sem hann sigrar í Opnum flokki, hina vann hann í Bolaöldu árið 2009, þá 16 ára gamall. Hann sigraði í báðum mótounum en Hjálmar Jónsson og Kári Jónsson áttu góða spretti en náðu ekki að klára dæmið til enda. Verðlaunapallurinn í opna flokknum var ekki líkur því sem hann hefur verið undanfarin ár en Bjarki Sigurðsson varð annar og Daði „Skaði“ Erlingsson þriðji. Eyþór og Bjarki voru einnig að keppa í MX2 og urðu þar einnig í tveimur efstu sætunum en Kjartan Gunnarsson varð þriðji.
Lesa áfram Eyþór sigraði á Króknum
Sjálfboðaliða vantar á Klaustur – Keppnisgæsla og skoðun
Halló allir áhugasamir!
Það vantar tilfinnanlega fólk í ýmiss störf á Klaustri. Þeir sem hafa t.d. áhuga á að vera í „Race police“ vinsamlegast hafið samband við Svavar Kvaran (svavark@gmail.com). Þeir sem þegar hafa tilkynnt sig til keppnis-gæslustarfa vinsamlegast staðfesstið við Svavar.
Gott er að menn/konur hafi yfir hjóli að ráða við gæslustörf í keppninni sjálfri, en ekki algjört skilyrði.
Einnig þarf fólk í almenn gæslustörf á svæðinu bæði á laugardeginum og á sunnudeginum. Látið endilega Svavar vita af ykkur.
Þá þarf aðila sem gætu aðstoðað við skoðun – bæði á laugardeginum (ca. mili 15 og 19) og svo á sunnudagsmorgun (milli 09 og 11).
Áhugasamir skoðunarmenn sendi Einari skeyti á eis@keppn.is
Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?
Hverjum og einum er frjálst að gera það sem hann vill með sæti sitt á Klaustri. Menn geta t.d. gefið frænku sinni plássið, geymt það til öryggis fram á síðustu stundu eða þá selt Gísla í húsinu á móti. Eina sem þarf að passa er að tilkynna um breytingar á skraning@msisport.is og gefa þá upp fullt nafn og kennitölu þess sem er að hætta við og þess sem tekur við.
Þeir sem vilja selja en hafa ekki kaupanda geta sent inn upplýsingar á skraning@msisport.is og boðið plássið til sölu. Sömuleiðis geta þeir sem vilja kaupa einnig sent inn beiðni á sama netfang. Á báða bóga gildir „fyrstur kemur fyrstur fær“. Þannig munu fyrstu tvö plássin sem boðin eru til sölu í tvímenningi verða seld þeim sem fyrstur biður um pláss fyrir tvo í tvímenningi.
Lesa áfram Viltu selja – viltu kaupa pláss á Klaustri?
Krókurinn í dag
Ef þú veist ekki hvað skal gera í dag er um að gera að drífa sig á Sauðárkrók. Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu fer fram þar í dag og má búast við miklu húllumhæ í bænum af þeim sökum. Keppnin verður vafalítið spennandi en auk þess er sjómannadagshelgi og ball með Geirmundi þannig að þetta er nánast fullkomið!
Hér er blogg frá Sverri á motosport.is sem gefur skemmtilega sýn á sumarið.
Hér eru upplýsingar um Skagafjörðinn