Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

GFH endurokeppnin á Hellu stóð fyllilega undir væntingum en þetta var í fyrsta sinn síðan 2007 sem keppt var í þessu einstaka keppnissvæði.

Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki
Sigurvegarar dagsins í Meistaraflokki

Sandur, vatn, meiri sandur og sandsteinsklettar og svo aðeins meiri sandur var jarðvegur dagsins – þvílík snilld. Veðrið kom skemmtilega á óvart, en eftir að úrhellisrigning hafði barið á bílum keppenda langleiðina frá Reykjavík (þeir sem þaðan komu amk) var nær þurrt á Hellu fyrir utan eina og eina skúr sem voru pantaðar til að rykbinda brautina. Brautin var lögð á tiltölulega afmörkuðu svæði í stóra gilinu og niður að ánni og aftur að pittinum.

Guggi og félagar lögðu uþb. 6-7 km langan frábæran endurohring sem bauð upp á allar útgáfur af brölti og tæknilegri skemmtun, hraða kafla og brekkuæfingar sem hristu hressilega upp í röð keppenda yfir daginn. Þar sem búast mátti við vandræðum var búið að leggja góðar hjáleiðir og var gaman að sjá að nær allir keppendur nýttu sér hjáleiðirnar á einhverjum tímapunkti sem segir sitt um erfiðleikastig þrautanna. Lesa áfram GFH enduro 1.0 á Hellu, þvílík skemmtun!

MX á Akureyri klikkar ekki!

Brautin á Akureyri er með þeim skemmtilegri á landinu og í dag var engin undantekning á því. Bjarki og félagar í KKA voru búnir að gera stórvirki á svæðinu og brautin leit hrikalega vel út í morgun. 66 keppendur voru skráðir til keppni og áttu langflestir mjög skemmtilegan dag. Eitt óhapp varð í dag og vonandi að þeir sem urðu fyrir hnjaski verði snöggir að koma til baka.

Ekki var mikið um óvænt úrslit og eiginlega varð þetta dagur fullra húsa. Eyþór Reynisson sigraði í báðum motoum í MX Open og það með yfirburðum, Sölvi Borgar og Aron Ómars áttu flotta spretti en #11 átti nóg inni og gerði það sem þurfti til að vinna. Hlynur Örn sigraði MX Unglingaflokk með fullu húsi rétt og eins og feðginin Anita Hauksdóttir í Kvennaflokk og Haukur Þorsteinsson í 40+ og Elmar Darri Vilhelmsson í 85 flokki eftir glæsilegan akstur.

Keppnin er komin í heild sinni á Mylaps vefinn hér: http://www.mylaps.com/en/events/1040338

Championship upplýsingar birtast þó ekki þar vegna bilunar sem ekki hefur enn verið lagfærð hjá Mylaps, því miður.

Staðan í Íslandsmótinu 2014 sést því hér á eftir: Lesa áfram MX á Akureyri klikkar ekki!

Flott mót á Selfossi í dag.

Það viðraði vel á keppendur í  1. umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fór fram í dag. Selfyssingar voru búnir að undirbúa brautina og hún leit stórkostlega út í morgun, fullkomið rakastig og greinilega búið að leggja mikla vinnu í hana. Óhöpp settu því miður svip sinn á keppnina en samtals voru fjórir keppendur fluttir til skoðunar af sjúkraflutningamönnum. Við vonum það besta og að meiðsli þeirra séu ekki alvarleg.

Eyþór sigraði MX Open flokkinn með talsverðum yfirburðum en Aron Ómars kom sterkur inn í fyrra motoi og hefur greinilega litlu eða engu gleymt. Aroni hlekktist á í seinna motoinu og náði ekki að halda áfram. Fleiri „gamlir“ og góðir keppendur komu fram í dagsljósið og sýndu flotta takta á köflum.

Úrslitin eru hér fyrir neðan og keppnin er aðgengileg á Mylaps.com

Myndir frá keppninni eru á FB síðu VÍK HÉR

Lesa áfram Flott mót á Selfossi í dag.

Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Við lofuðum frekari fréttum í kvöld af enduroinu og hér kemur hluti 1.0. MSÍ hefur ákveðið að breyta keppnisfyrirkomulaginu á endurokeppnum fyrir sumarið. Helstu breytingar eru:

GFH Meistaraflokkur: 75 mínútna keppnistími, 2 umferðir yfir daginn eins og áður
GFH Tvímenningur: 74 mínútna keppnistími og tvær umferðir, hámark 2 hringir á mann í einu en allir geta tekið þátt þe. keppendur í Motocrossi geta sameinast í þennan flokk og tekið létta motocrossæfingu í enduroinu. Áherslan í flokknum er þó eftir sem áður á stemningu og Klaustursfíling þannig að allir alvöru keppnismenn skrá sig að sjálfsögðu í GFH Meistaraflokk.
GFH Enduroflokkur; 45 mínútna keppnistími sem fyrr og tvær umferðir yfir daginn. Aldursskiptir flokkar bæði karla og kvenna, 14-18, 19-39, 40-49, 50+ mv. aldur á líðandi ári. Lágmarksfjöldi í flokk eru 5 keppendur, annars er flokkurinn keyrður með næsta flokk fyrir neðan.
Styttri en erfiðari keppnisbrautir: Styttri hringir, lagt verður upp með að hringurinn verði að hámarki 10-12 mínútur og að áhorfendur geti fylgst með keppninni úr návígi. Keppnin á að vera öllum fær EN í hverri braut eiga að vera 1-2 erfiðar hindranir með skýrum (og lengri) hjáleiðum fyrir þá sem ekki treysta sér erfiðari leiðina.

Seinni hlutinn 2.0 þe. varðandi næsta keppnisstað þe. 12. júlí átti að vera klár í kvöld en því miður hefur ekki náðst að klára formsatriðin ennþá en það gerist væntanlega á þriðjudagskvöldið næsta. Fylgist því vel með, ef allt gengur að óskum verður fyrsta keppnin mögnuð og frábært start á nýju endurotímabili á Íslandi, hvorki meira né minna!

Nánar um nýjar enduroreglur:  Lesa áfram Enduroskúbb 1.0 – GFH enduro 2014

Heyrst hefur …

… að stór tíðindi séu í vændum

… að keppnin 12. júlí verði á frábærum stað – ef allt gengur upp

… að nýtt keppnisfyrirkomulag verði í enduroinu í sumar

… að sumarið verði GFH

… að meira verði að frétta á sunnudagskvöldið

… vúhúúú!

Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?

Hvað fékkst þú fyrir peninginn sem þú borgaðir í Keppsigjöld á Klaustri.

  1. Eitt skemmtilegasta svæði landsins fyrir svona keppni.
  2. Styrktir ýmis góð málefni, björgunarsveit, leikskóla, sjúkrabíla, VÍK, ofl ofl.
  3. En síðast en ekki síst þá fáum við frábært framlag frá landeigendum að Ásgarði. Þeir eru þegar byrjaðir að undirbúa Klaustur 2015 með því að lagfæra alla slóðana eftir okkur. Þetta er með því besta sem þú færð fyrir peninginn þinn.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.
Það eru þó nokkru svona sár eftir okkur á svæðinu. En þetta verður allt lagað af Ásgarðsfólkinu.

Lesa áfram Hvað fékkst þú fyrir peninginn þinn?