Íslandsmótið í Enduro þolakstri fer fram í Bolöldu á móts við Litlu kaffistofuna á morgun laugardag. Um 100 manns eru skráðir til leiks og tilbúnir að takast á við erfiða brautina þegar ræst verður kl. 11:10.
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Dagskrá morgundagsins
Íslandsmeistarmótið í Enduro CC / Dagskrá 2011
Skoðun:
Enduro CC / Meistara og Tvímenningur 10:00 – 10:20
Enduro CC / B flokkar 10:20 – 10:40
1. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 11:10 90 mín.
Tvímenningur 11:10 89 mín.
B flokkar 11:11 45 mín.
2. umferð keppnisdags:
Flokkur: Röðun á ráslínu: Aksturstími:
Meistaraflokkur ECC-1 og ECC-2 14:00 90 mín.
Tvímenningur 14:00 89 mín.
B flokkar 14:01 45 mín.
Verlaunaafhending kl: 16:00
Sjá nánari útgáfu hér.
Sumarið að koma – árskort, bikarkeppnir og fleira
Hér eru línurnar voru settar fyrir sumarið. Ákveðið var kynna nýja opnunartíma brauta, verðskrá og fjórar bikarkeppnir.
Verðskrá:
- Árskort stórt hjól 24.000 (smella til að kaupa)
- Árskort lítið hjól: 12.000 (smella til að kaupa)
- Dagskort í crossbraut fyrir félagsmenn: 1.200 kr.
- Dagskort í endúróbraut fyrir félagsmenn: frítt
- Dagskort í crossbraut fyrir utanfélgasmenn: 1.500 kr.
- Dagskort í endúróbraut fyrir utanfélagsmenn: 1.000 kr.
Opnunartímar MX brauta í Bolaöldu:
- Þriðjudagar 16-21
- Fimmtudagar 16-21
- Laugardagar 10-17
- Sunnudagar 10-17
- Lokað í mx-braut mánudaga, miðvikudaga og föstudaga.
- Endúróbrautin er alltaf opin.
Opnunartímar í Álfsnesi
- Mánudagar 16-21
- Föstudagar 16-21
- Laugardagar 10-17
- lokað aðra daga
Dauður mótor á bílastæði, teyma verður hjólin að tilgreindu startsvæði.
Bikarkeppnir
Keppnisgjald 3.000, flokkum raðað í moto þegar skráning er ljós, reglur og tímalengd verður kynnt fyrir hvert mót.
- Bolaalda – Mánudaginn 13. Júní
- Álfsnes – Sunnudaginn 26. Júní.
- Styrktarkeppni enduro 15. Júlí
- Bolaalda – Mánudaginn 14. Ágúst.
Klaustur 2011 – Rásnúmerin voru að koma í hús!
Ágætu Klausturs-keppendur!
Loksins eru rásnúmerin komin í hús. Þetta er búin að vera örlítið erfið fæðing en nú er ekki tími til að horfa um öxl og væla, heldur horfa framávið og vinna í því að merkja hjól og búninga í samræmi við eftirfarandi lista.
1. umferð Íslandsmótsins í Enduro CC fer fram í Bolaöldu
1. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ í Enduro CC fer fram laugardaginn 14. maíá akstursíþróttasvæði VÍK við Bolaöldu. Tafist hefur að opna skráningu í keppnina þar sem engin nothæf svæði hafa fundist vegna bleytu. Veðurfar í mars og apríl hefur ekki verið hagstætt og var farið að líta út fyrir að fresta yrði keppninni. Stjórn VÍK kom saman í dag í Bolaöldu og voru farnir prufuhringir um svæðið og lofar það góðu enda svæðið tekið ótrúlega vel við sér síðustu þrjá daga en þar var allt á kafi í snjó um síðustu helgi.
Skráning mun opna á morgun á msisport.is og einnig verða birtar uppfærðar Enduro CC reglur ásamt keppnisdagskrá. Helstu breytingar frá síðasta ári verða að aftur verða keyrðar tvær umferðir á keppnisdag. Meistaradeild, Tvímenningur og B flokkur munu allir keyra saman í brautinni og verða ræstir með 30 sek. millibili. Meistaradeild og Tvímenningur verða keyrðir á AMB tímatökubúnaðinum líkt og verið hefur en til stendur að keyra B flokk á „bólu“ tímatökubúnaði líkt og gert hefur verið á Klaustri, þetta þýðir að keppendurí B flokk þurfa ekki að útvega sér tímatökusendi. Allar nánari upplýsingar munu koma fram hér næstu daga.
Leit að endurosvæði
Þegar tæpar tvær vikur eru í fyrstu endurókeppni ársins stendur enn yfir leit að svæði fyrir keppnina. VÍK hafði fundið nýtt svæði fyrir keppnina sem lofaði mjög góðu en það er á kafi í vatni og drullu eins og aðrir keppnisstaðir. Keppnishaldið 14. maí lítur því ekki mjög vel út!
VÍK skoðaði líka möguleika á að keppa í sandi við Bakkafjöru, þar var allt á floti líka og lítið hægt að fara í hólana. Sandurinn er að auki mjög þungur og úrbræðslulegur og svo er endurobraut á 500m breiðum og sléttum fjörukambi ekki sérlega spennandi.
Leitin heldur áfram…