Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Vinnuferð á Klaustur.

Öflugar vinnukonur.

Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.

Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.

Stjórnin. Lesa áfram Vinnuferð á Klaustur.

Keppnisdagatal uppfært

Keppnisdagatal MSÍ 2011 hefur verið uppfært og eru komnar inn kvartmílu- og sandspyrnukeppnir.

Breyting verður á Moto-Cross dagskrá 4. umferð sem vera átti 6. ágúst, þessi keppni færist fram um viku til 30. júlí. um Verslunarmannahelgi.

kv.
Kalli

Hér er tengill á dagatalið

Unglingalandsmótið verður á Egilsstöðum í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um Verslunarmannahelgina. Unglingalandsmót UMFÍ er vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega um verslunarmannahelgina. Keppt er í 11 ólíkum greinum og hefur motocross verið ein af greinunum undanfarin ár.

UMFÍ hefur látið gera bækling um motocross-hlutann og er hann hér.

Keppendalistinn fyrir Klaustur

Jæja strákar og stelpur! – Hér kemur listinn yfir þá sem eru skráðir til keppni í hina ýmsu flokka á Klaustri. Listanum er raðað eftir flokkum og í stafrófsröð á „Liðsstjóra“.
Unnið er að því að raða keppendum á línur og verður stuðst við alþjóðlega aðferðafræði við það – þ.e.a.s. raðað verður eftir flokkum og tillit verður m.a. tekið til þess í hvaða sæti menn kláruðu á Klaustri í fyrra.
Vegna þess hve illa ÍSÍ kerfið brást við álaginu þá er mjög erfitt að lesa út hverjir skráðust fyrstir. Þar fyrir utan var mjög misjafnt hve fljót fólk brást við seinni hluta skráningarferlisins, þ.e. að senda upplýsingar um liðsfélagana á skraning@msisport.is.   Enn eru nokkrir sem ekki hafa gengið frá þessu!  Drífa sig nú þið sem eruð með spurningarmerki sem liðsfélaga!!
Þegar niðurröðun verður lokið (eftir ca. 5-10 daga) þá verður listinn settur á netið.

Vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir/leiðréttingar vegna listans á „skraning@msisport.is“

Lesa áfram Keppendalistinn fyrir Klaustur

Kári, Þorgeir, Ingvi og Signý Íslandsmeistarar í Íscrossi

Daði Erlingsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í síðustu umferð ársins í Íscrossi sem haldin var á Mývatni í gærkvöldi. Kári Jónsson sem var með fullt hús stiga fyrir mótið, vann fyrsta mótóið en í öðru og þriðja mótóinu gekk ekki eins vel og endaði hann fimmti og þriðji. Fyrir lokamótóið var þá komin smá spenna í titilbaráttuna en Kári hafði það að lokum og sigraði í Íslandsmótinu með 16 stiga forystu. Jón K. Jacobsen (Nonni lóbó) vann þó síðasta mótó ársins og vann silfurverðlaun í keppninni.

Guðbjartur Magnússon sigraði í Unglingaflokki en Ingvi Björn Birgisson varð Íslandsmeistari.

Jón Ásgeir Þorláksson sigraði í Opnum flokki með fullt hús stiga en Þorgeir Ólason varð annar og tryggði sér með því Íslandsmeistaratitilinn.

Signý Stefánsdóttir sigraði á heimavelli í kvennaflokknum með fullt hús stiga. Hún var einu mótói, því fyrsta á árinu) frá því að vinna titilinn með fullt hús stiga. Hún endaði 21 stigi á undan Ásdísi Elvu Kjartansdóttur.

UPPSELT Á KLAUSTUR

Það tók 2 klukkustundir að skrá 400 manns í TransAtlantic Off-road Challenge sem fram fer á Kirkjubæjarklaustri í maí. Skráningin hefði eflaust verið enn fljótari ef vefþjónn MSÍ hefði náð að anna eftirspurninni.

Eitthvað þarf að vinna í skráningarmálum og taka saman gögn. Vonandi fáum við heildar keppnislista innan nokkurra daga.