Það var öflugur hópur VÍKverja sem skundaði af stað eldsnemma á Sumardeginum fyrsta til að gera og græja aðstöðuna fyrir 6t keppnina á Klaustri. Unnið var við að setja upp niðuskipt skiptisvæði, merkja brautina, ásamt því að gera alla umgjörð betur úr garði.
Ábúendur á Ásgarði eiga mikið lof skilið því að þau eru öll af vilja gerð til að keppnin verði í framtíðinni ein sú besta skemmtun sem við hjólafók komum að. Þau eru að útbúa salernisaðstöðu, ( sem btw verður með heitu vatni ) tjaldstæði og fíneríi. Einnig hafa þau lagt mikla vinnu í að gera mýrina frægu þannig úr garði að það verði ekkert mál að rúnnta um hana. Við tókum prufuhring um brautina og sáum það að miðað við aðstæður nú þá verður þetta geðveikt í endaðan Maí. Þökkum frábærum félögum fyrir aðstoðina.
Stjórnin. Lesa áfram Vinnuferð á Klaustur.