Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Crossfitæfingar VÍK í beinni útsendingu HÉR!!!

Það er hörkustemning á Crossfit Moto æfingum VÍK í CrossFit Reykjavík. Æfingarnar hafa verið gríðarlega vel sóttar en 25-30+ manns á öllum aldri hafa sótt æfingarnar frá því október. Nú er takturinn farinn að herðast og fólk er nú þegar í svakalegu formi. Hægt er að fylgjast með æfingum í beinni útsendingu á mánudags og fimmtudagskvöldum kl.20-21 og miðvikudagskvöldum kl. 19-20.

Lesa áfram Crossfitæfingar VÍK í beinni útsendingu HÉR!!!

Kári vann í stærsta flokknum

Þessi mynd og fleiri frábærar á gudmann.is - smellið á myndina

Kári Jónsson sigraði í Vetrardekkjaflokki í Íslandsmótinu í Íscrossi sem haldið var á Akureyri í gær. Mótið var haldið á Leirutjörn í tengslum við vetrar- og útivistarhátíðina Éljagang.

Kári er með fullt hús stiga í Vetrardekkjaflokki sem er stærsti og fjölmennasti flokkurinn í Íscrossinu. Daði Erlingsson varð annar í gær og Sigurður Bjarnason varð þriðji og voru þá þrjú efstu sætin eins og í síðasta móti.

Þorgeir Ólason sigraði í Opna flokknum, Jón Ásgeir Þorláksson varð annar og Ragnar Ingi Stefánsson þriðji en Ragnar Ingi sigraði á Mývatni um daginn og munar nú aðeins fimm stigum á honum og Þorgeiri í stigakeppninni til Íslandsmeistara.

Í kvennaflokki sigraði Signý Stefánsdóttir, Ásdís Elva Kjartansdóttir varð önnur og Andrea Dögg Kjartansdóttir þriðja. Signý er þá komin með 11 stiga forystu í Íslandsmótinu en systurnar berjast hart sín á milli og aðeins eitt stig skilur þær að.

Lesa áfram Kári vann í stærsta flokknum

Önnur umferð í Íscrossinu

Frá Mývatni

Í kvöld rennur út skráningarfrestur í aðra umferðina í Íslandsmótinu í Íscrossi, sem að þessu sinni fer fram á Akureyri. Nánar tiltekið mun keppnin fara fram á tjörninni við Leirunesti og verður örugglega mikill fjöldi áhorfenda. Þessa helgi fer fram stór vetrarsporthátíð á Akureyri sem heitir Éljagangur 2011. Hægt er að sjá nánari upplýsingar um hátíðina á www.eljagangur.is

Akstursíþróttafélag Mývatnssveitar mun aðstoða KKA við framkvæmd mótsins og er tímaplanið hér.

Myndir frá EnduroCrossinu

Íslandsmeistarinn í loftköstum

Tæplega 200 myndir eru komnar inní Vefalbúmið okkar frá EnduroCrossinu á laugardaginn.

Njótið hér.

Kári Jónsson Íslandsmeistari í EnduroCross

Kári Jónsson varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í EnduroCross með öruggum akstri eins og venjulega. Í dag varð Björgvin Stefánsson í öðru sæti og Daði Erlingsson í þriðja sæti, Daði endaði þá annar í Íslandsmótinu og Björgvin þriðji.

Nánari úrslit og staða eru hér.

Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun

Eitthvað hefur verið á reiki hvaða dagskrá er í gildi á morgun, en hér má sjá hana fyrir neðan og einnig má ná í hana á vef MSÍ með að smella hér.  Skoðun hjóla hefst kl.12:00 og æskilegt að keppendur mæti upp úr kl.11:30.  Húsið opnar fyrir áhorfendur og aðstandendur kl.12.  Ekki óskynsamlegt að taka með sér hlýjan fatnað, aukateppi og heitt kakó er alltaf vinsælt þegar svo kalt er í veðri.  Fjölmennum svo öll í Reiðhöllina og sjáum frábæra keppni og nýjan Íslandsmeistara krýndann í fyrsta sinn í endurocrossi. Lesa áfram Dagskráin fyrir endurocrosskeppnina á morgun