Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Úrslit í 2. umferð EnduroX

Hjálmar, Kári og Daði... og Sverrir hnakki

Úrslit dagsins í dag eru eftirfarandi.  Sjá HÉR

1. Sæti. Kári Jónsson.

2. Sæti. Hjálmar Jónsson.

3. Sæti. Daði Erlingsson.

Besti nýliðinn: Ingvi Björn Birgisson.

Tilþrifaverðlaunin hlaut Jóhann Smári Gunnarsson fyrir einstakan „árangur“ í flest ef ekki öllum þrautum.

Þökkum þeim fjölmörgu starfsmönnum sem komu að keppninni með okkur og gerðu hana jafn glæsilega og raun bar vitni. Mikill fjöldi áhorfenda mættu og voru flestöll sæti þéttsetin.Við fullyrðum að áhorfendur fengu frábæra skemmtun fyrir allan peningnginn.

Takk fyrir daginn.

Enduronefnd og Stjórn VÍK

Endurocross 4.desember í Reiðhöllinni Víðidal

Kári Jónsson í Reiðhöllinni í fyrravetur

Laugardaginn 4. desember n.k. munu Vélhjólaíþróttaklúbburinn og MSÍ bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er önnur keppnin í Íslandsmeistaramótsröð í Endurokrossi innandyra og nú verður spennan í hámarki.

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur

Brautin í síðustu keppni reyndist mörgum ótrúlega erfið. Nú vita menn við hverju er að búast og vænta má að menn mæti núna rétt stemmdir og enn grimmari til leiks.
Brautin um helgina verður talsvert breytt og með öðru sniði, en mun ekki síður bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr þurfa keppendur að berjast við stökkpalla, staurabreiður, , hleðslusteina- og dekkjahrúgur, kubbagryfju og margt fleira.  Ekkert samt sem verður sérlega áhættusamt fyrir bremsudiska og pústkerfi.

Hörð og spennandi keppni

Allir bestu torfæruhjólaökumenn landsins munu mæta til keppni hungraðir í að komast á verðlaunapall svo búast má við hörkukeppni. Fyrstu menn í hverjum riðli og „Síðasta séns“ komast áfram í lokariðillinn.  Þar verður allt lagt undir og búast má við harðri keppni og mikilli skemmtun fyrir áhorfendur.

Glæsileg verðlaun

Sigurvegarar keppninnar verða verðlaunaðir með glæsilegum verðlaunum.
Öll keppnisgjöld renna óskipt til þeirra sem keppa í lokariðlinum.

Endurokrosskeppnir af þessu tagi njóta mikilla vinsælda í Evrópu og Bandaríkjunum. Veðrið spillir oft fyrir keppnishaldi hér á landi en Reiðhöllin tryggir að svo verði ekki.  Keppnin er haldin öllu hjólafólki til skemmtunar en ekki síður sem fjáröflun fyrir Vélhjólaíþróttaklúbbinn til að halda áfram uppbyggingarstarfi félagsins.

Takið því frá laugardaginn 4. desember kl. 14-16 og sjáumst í Reiðhöllinni

Skráning keppenda er hafin á vefnum www.msisport.is – skráningarfrestur rennur út þriðjudagskvöldið 30. nóvember kl. 21

Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Strákarnir á verðlaunapalli. Ljósmynd/ Þórir Tryggvason

Tekið af mbl.is

Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Endurocross var haldin í gær á Sauðárkróki, nánar tiltekið í Reiðhöllinni á Svaðastöðum í Skagafirði. Haukur Þorsteinsson á Kawasaki KX 450f var sigurvegari mótsins. Kári Jónsson sem var valinn aksturíþróttamaður ársins 2010 endaði í öðru sæti á TM Racing 250. Daði Erlingsson á Yamaha 250 kom svo þriðji í mark eftir æsispennandi keppni. Haukur og Daði áttu jafnan og góðan akstur í gegnum undanrásirnar. Lesa áfram Tilþrif í Endurocross í Skagafirði

Íslenskt landslið á ISDE 2011?

msi_stort.jpgFormannafundur MSÍ var haldinn fyrir lokahófið á laugardaginn. 18 manns mættu a fundinn sem var að sögn formanns MSÍ gagnlegur og með góðri samstöðu. Nokkur mál eru í vinnslu og er að vænta niðurstöðu úr þeim flestum fyrir áramót, sumum jafnvel fljótlega. Hér verða talin upp nokkur atriði sem eru í vinnslu og eru misjafnlega langt komin.

  • Stefnt er ad því að senda Íslenskt landslið á ISDE sem haldið verður í Finnlandi í ágúst. (6 í hverju liði)
  • Keppnisdagatalið verður svipað og í fyrra nema að Sauðárkrókur kemur inn fyrir Ólafsfjörð í motocrossinu. Ólafsfjörður kemur svo aftur 2012.
  • Keppnisdagatalið gæti riðlast í ágúst ef landslið fer á ISDE.
  • Klaustur verður 21. maí
  • 3 endurocross í vetur gilda til Íslandsmeistara 2011
  • Keppnisfyrirkomulag í enduro verður breytt. Aftur farið í 2 keppnir á dag en líklega breytt dagskrá innan dagsins frá því sem var áður. Hugsanlega verður C-flokkur kynntur til sögunnar.
  • 3 Íscross keppnir eftir áramót með höfuðstöðvar á Mývatni og hugsanlega á Ólafsfirði.

Hvað finnst fólki um þessa punkta?

Endurocross á Sauðárkróki um helgina

Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar og Fluga hf halda Íslandsmót* í enduro-cross í reiðhöllinni Svaðastöðum 20. nóvember n.k. Áhorfendasvæði opnar kl. 14:30 og keppni hefst kl. 15:00

Skráning fer fram á www.msisport.is

Sundlaugin verður opin frá 19:30 fyrir þá sem vilja skola af sér rykið fyrir hlaðborðið á Mælifelli, en skráning á hlaðborð og ball fer fram hjáhelgaey@simnet.is – kostar aðeins 2.500,-

Lesa áfram Endurocross á Sauðárkróki um helgina

Kreppukeppni 2010 afstaðin

Rúmlega 40 keppendur tóku þátt í Kreppukeppninni í Þorláskhöfn síðastliðinn laugardag. Veðurguðirnir voru fremur blíðir þennan fyrsta dag vetrar þrátt fyrir smá kulda. Brautin var flott og keppendur snöggir að hjóla í sig hita. Allt gekk þetta nokkuð vel fyrir sig en þó náði einn keppandi að slasa sig á hendi eða handlegg. Ekki náðu allir að ljúka keppni og ber þá helst að nefna Magnús nokkurn Ingvarsson sem tók þátt í sinni fyrstu mótorkrosskeppni. Það er kannski ekki sérstaklega til frásagnar nema fyrir það að Magnús lærði á gírana á hjólinu daginn fyrir keppni. Ég hef það eftir öðrum keppanda að Magnús hafi ákveðið að á þessu ári, fram að 50 ára afmæli sínu, myndi hann taka þátt í öllum þeim íþróttagreinum sem keppt er í á vegum ÍSÍ. Magnús á heldur betur hrós skilið fyrir seiglu og hugrekki.

Margir sýndu gríðarlega góða takta og spennandi verður að sjá árangur og framfarir manna og kvenna á næsta keppnistímabili. Lesa áfram Kreppukeppni 2010 afstaðin