Skráning í hið heimsfræga kreppukross lýkur á miðnætti í kvöld. Við hvetjum alla til að skrá sig og taka þátt í þessari hressu og skemmtilegu keppni. Flokkar fyrir alla og flott verðlaun í þeim öllum.
Brautin verður lokuð á morgun, föstudag, þar sem hún verður gerð klár fyrir keppnina
Einungis 5 manns skráðu sig til keppni um helgina í næturenduroskemmtikeppni en að auki er spáð mikilli rigningu um helgina þannig að við frestum keppninni um nokkrar vikur. Meira um það síðar.
Hin árlega Kreppukeppni verður haldin í Þorlákshöfn laugardaginn 23.október. Brautin er í toppformi og hefur nýlega verið tjúnnuð upp og tekin í gegn.
Keppt verður í 85cc, B 40+, B flokki, MX-Kvenna, MX-Unglinga, MX-2 og MX-Open flokkum. Minnst 3 keppendur þurfa að vera skráðir í flokk til þess að viðkomandi flokkur telji til verðlauna
Skráningargjaldið er aðeins 3000 krónur og er líklegt að allt verði fullt af flottum verðlaunum eins og venjulega. Skráningin er á www.msisport.is. Skráningarfrestur er til miðnættis fimmtudaginn 21.10
Skráning er hér með hafin í Næturenduroskemmtikeppni sem VÍK stendur fyrir. Keppnin verður haldin næsta laugardag, þann 16.okt og nánari upplýsingar er hægt að finna hér.
DVD diskur með níundu TransAtlantic Off-road Challange keppninni sem haldin var á Klaustri í vor er komin út. Þetta er vegleg útgáfa sem inniheldur 2 DVD diska, annar inniheldur klukkutíma þátt sem gerður var um keppnina og hinn „beina útsendingu“ sem send var út á netinu á meðan á keppninni stóð (Ath. sá diskur er ekki í fullum sjónvarpsgæðum vegna lengdar efnis). Samtals eru þetta 6 klukkutímar af efni frá fjölmennustu keppni ársins. Hægt er að kaupa diskinn hér á netinu eða panta hann á msveins@simnet.is eða kíkja á Magga í Nítró og greiða með peningum.
Hjálmar Jónsson endaði í 22.sæti í B-úrslitum á Motocross of Nations í dag. Gylfi Freyr Guðmundsson hætti keppni eftir aðeins einn hring eftir að hafa verið keyrður niður í fyrstu beygju og vatnskassinn fór að leka.
Ekki var möguleiki á góðum úrslitum eftir að Gylfi datt út því Eyþór gat ekki keppt sökum meiðsla í B-úrslitunum.