Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Langasandskeppninni 2010 aflýst.

Engin Long beach keppni þetta árið ………………..

Kæru hjólarar. Stjórn Vífa hefur tekið þá ákvörðun að fresta Langasandskeppninni um nokkra mánuði, þ.e. hafa hana frekar í byrjun Mai heldur en núna seinustu mánuði ársins. Rökin fyrir þessari ákvörðun er sú að í fyrra var mjög dræm þáttaka í keppninni ca. 30 manns sem að skráðu sig og auk þess hafa verið all margar keppnir þetta sumarið bæði skemmtikeppnir sem og aðrar og sjáum við hreinlega ekki fyrir okkur að það verði aukning keppenda þetta árið, því miður. En við horfum bara björtum augum á nýjan tíma og vonum að það verði iðandi hópur frábærs hjólafólks sem að mætir á sandinn í mai á næsta ári.

Með bestu kveðju Stjórn Vífa

Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Kári Jónsson tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í Enduro Cross Country þegar hann sigraði í þriðju og síðustu umferðinni í Íslandsmótinu. Kári þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum að þessu sinni en Daði Erlingsson leiddi drjúgan hluta af keppninni en lenti í því óláni að afturhluti grindarinnar (subframe) brotnaði og rétt hékk hjólið saman og því dró það nokkuð úr hraða hans. Kári, sem er að jafna sig eftir handarbrot, náði þessu á seiglunni og tryggði sér fullt hús stiga úr þremur keppnum ársins. Þetta er þriðji titillinn hjá Kára en hann var bæði Íslandsmeistari í fyrra og árið 2006.

Keppnin var haldin að Jaðri á Suðurlandinu og heppnaðist frábærlega vel.

Eftirfarandi er lokastaðan í þeim flokkum sem keppt er í í Enduro Cross Country: Lesa áfram Kári Jónsson Íslandsmeistari í Enduro 2010

Dagskrá fyrir keppnina – Prufuhringur

Keppendur að Jaðri eru minntir á að þeir sem ætla í prufuhring þurfa að mæta fyrr samkvæmt þessari dagskrá, annars eru aðrir tímar óbreyttir.
Pittur ekki opnaður fyrr en 16:30
Keppendur í B-flokk sem ætla að yfirgefa svæðið áður en A-flokkur líkur keppni þurfa að leggja bílum sínum í stæði merkt áhorfendur/aðstoðarmenn til að komast af svæðinu fyrir 16:30
kveðja, Keppnisstjórn

Smellið hér fyrir dagskrá

Enduro CC 3.umferð á Jaðri

Flottar aðstæður á Jaðri

Lokaumferðin í Enduro CC fer fram næsta laugardag 4. september í landi Jaðars.
Jaðar stendur við Hvítá sunnan við Gullfoss, besta leiðin er að fara þjóðveg 1 í gegnum Selfoss og fara upp að Flúðum, haldið er áfram í gegn um Flúðir (beygt til hægri við Samkaup). Þetta eru ca. 18km frá Flúðum þar sem beygt er að Jaðri.
Keppnisbrautin er ca. 12km. á lengd og voru um 20 manns að gera hana klára á laugardaginn, ein brekka sem var nokkuð erfið vegna grjóts var tekin og grjóthreinsuð og er nú eins og golfvöllur, önnur brekka sem keyrð var niður, nökkuð brött var einnig tekin vel í gegn og er brautin núna orðin öllum hjólum vel fær.
Keppnisbrautin saman stendur af hestaslóðum, móum, kjarrivöxnum túnum og túnum. Um er að ræða skemmtilega keyrslubraut sem flestum ætti að líka.
Pittsvæðið er á stóru túni og þar ætti að fara vel um alla.
Skráningarfrestur rennur út á miðnætti á morgun þriðjudaginn 31. ágúst á www.msisport.is
Öllum keppendum stendur til boða að fara skoðunarhring á laugardagsmorgun. Þeir keppendur sem vilja nýta sér þetta þurfa að mæta í skoðun fyrr en auglýst dagskrá segir til um, skoðun fyrir þá sem vilja taka skoðunarhring hefst kl. 9:30. Skoðunarhringur verður farinn kl: 10:30
Spáinn fyrir laugardaginn er frábær, 17 stiga hiti og léttskýjað, keppnisflokkar eru fyrir alla, 85cc, kvenna, +40, b flokkur, tvímenningsflokkur og meistaraflokkur.
Lesa áfram Enduro CC 3.umferð á Jaðri

Dagskráin fyrir MXoN keppnina á morgun

Hér er dagskráin fyrir morgundaginn, í stuttu máli: mæting og skoðun klukkan 9, upphitun klukkan 10.

Skráningin hefur verið framlengd fram til miðnættis í kvöld + Nítró/MSÍ splæsir í senda fyrir alla + brautin í toppstandi + spáð sól og blíðu = engin ástæða að sitja heima.

Smelltu hér til að skrá þig

Skráning hafin í MXoN Bikar/styrktarmótið

Uppfærsla:

Þeir sem ekki eiga tímatökusenda!!!!  Nítró – MSÍ lána okkur senda í þetta mót.

Verðum með þá á staðnum, Engin vandamál. Engin greiðsla.

Skráning fram að miðnætti Föstudagskvöld.

Veitt verða sér verðlaun fyrir FLOTTASTA búninginn, að mati keppnisstjórnar.

Heiðurmenn eiga séns á að skrá sig á staðnum.

______________________________________________________________________________

Þá er búið að opna fyrir skráningu í bikarmótið sem fer fram á laugardaginn á Álfsnesi. Keppt verður í 4 flokkum og verður aðalatriðið að hafa gaman af deginum og sýna strákunum í landsliðinu að við stöndum á bakvið þá.

Hér eru flokkarnir sem keppt verður í

  • Mx Open: MxOpen + Unglingaflokkur ( þeir sem treysta sér ) + bestu úr B og MX 2.
  • Mx85 + kvenna: Mx kvenna + 85kvk + 85 KK
  • Mx B: Bestu úr 85cc KK, Unglingaflokkur, +40 )
  • H(eiðursmenn)a: í þennan flokk má ekki skrá sig ef viðkomandi hefur keppt á Íslandsmóti sl tvö ár.

Keppnin fer fram á laugardaginn milli klukkan 10 og 15. Hver flokkur keppir í 2 X 12 mín. Keppnisgjald er 4.000 á mann óháð stærð eða aldri.

Í lokin verða öllum keppendum boðið að vera með í „Tvímenningsmoto“. Keppnisstjórn velur tvo saman í lið, vanan og óvanan, og hjóla þeir í 45 mínútna keppni. Hver keppandi hjólar tvo hringi og svo er skipt.

Smelltu hér til að skrá þig