Það eru ekki margir sem geta borið það að vera keppnisstjórar í tæplega 300 manna keppni.
Innan okkar raða eru þó menn sem eru til í að taka að sér stórar ákvarðanir og gera svo til allt fyrir sportið. Karl Gunlaugsson var keppnisstjóri í Klausturskeppninni 2014 og gerði það með glæsileika eins og oft áður. TAKK FYRIR OKKUR.
Til að halda keppni eins og Klausturskeppnin er þarf mikið af góðu og fórnfúsu fólki. Án brautargæslu fólksins væri engin keppni haldin. Þessar hetjur gera það að verkum að við getum leikið okkur. Takk kærlega fyrir aðstoðina. Dóri „lögga“ sá um þann hluta fyrir okkur.
Það er komin hefð á það að keppendur sem taka þátt í Klausturskeppninni færi góðu málefni styrk til góðra verka. Í fyrra styrktu keppendur heilsugæsluna á staðnum með góðu fjárframlagi. Í ár var það leikskólinn á Kirkjubæjarklaustri sem naut þessa styrks. Að sjálfsögðu sjáum við okkur hag því að styrkja leikskólann þar sem að framtíðin liggur í börnunum. Og við viljum sjá framtíð í okkar frábæru keppni á Klaustri.
Þvílík snilld í dag, keppni lauk kl. 18 eftir sex tíma keppni í frábærum aðstæðum. Létt demba í startinu bleytti rykið og svo var þurrt fram eftir degi. Rúmlega 270 keppendur í 130 liðum tóku þátt og börðust í hörkureisi í allan dag. Einungis minni háttar óhöpp urðu í keppninni sem var virkilega ánægjulegt. Sigurvegarar dagsins urðu sem hér segir: Lesa áfram Frábær keppni að baki á Klaustri→
Spennan fer vaxandi hér á Klaustri. Hér er smá gola og úði sem rykbindur brautina fyrir daginn, við munum kommenta hér inn stöðu efstu manna, bulli og myndum í dag. Við hvetjum líka keppendur og aðra til að kommenta hér í dag. Góða skemmtun