Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Álfsnesbraut

Álfsnesbraut er ný yfirfarin og í flottu standi. Reynir tók góða yfirferð með ýtunni í síðustu viku. Muna eftir að miðunum eða árskortunum. Það verður strangt eftirlit.

Bikarkeppni verður haldin þar næstkomandi Laugardag. Allur afrakstur þeirrar keppni rennur til styrktar MXON faranna okkar. Uppl. um skráningu og dagskrá kemur hér á vefinn bráðlega.

ATH þetta verður skemmtikeppni með alvarlegu ívafi. Hvetjum alla hjólara til að mæta. Boðið verður uppá flokka fyrir alla. Meira að segja fyrir þá sem eiga rykfallna 550 2t tuggu inn í skúr.

Stefnum að skemmtilegum degi sem í leiðinni hjálpar strákunum okkar í að kljúfa fjárhagsvegginn í því að keppa fyrir okkar hönd.

Það verður gaman að sjá hvort að Torfi gull þori að mæta, Kalli Motoforingi, Píparagengið og margir aðrir fyrrverandi meistarar???

Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

flag.jpgAron Ómarsson tryggði sér í dag Íslandsmeistaratitilinn í MXOpen í motocrossi með því að vinna bæði motoin í Bolaöldu. Aron var með talsverða yfirburði eins og í fyrri keppnum og enginn átti möguleika á að hrifsa af honum titilinn. Fletta þarf margar blaðsíður aftur í sögubókunum til að finna Íslandsmeistara sem vann á fullu húsi stiga, en elstu menn þykjast muna að Ragnar Ingi Stefánsson hafi gert það á síðustu öld einhverntíma.
Eyþór Reynisson skaust uppfyrir Hjálmar Jónsson með því að ná öðru sætinu í báðum motoum í dag, hann endaði tveimur stigum fyrir ofan liðsfélaga sinn í landsliðinu með því að ná fjórum stigum fleiri í dag.

Signý Stefánsdóttir tryggði sér titilinn í kvennaflokki þrátt fyrir bilanir í hjólinu í fyrra motoinu. Bæði frambremsan og gírkassinn voru að stríða henni.

Kjartan Gunnarsson náði að setja enn meiri spennu í Unglingaflokkinn með því að detta nokkrum sinnum í fyrra motoinu og ná aðeins í 18 stig. Í seinna motoinu gerði hann engin mistök og tryggði sér titilinn. Ingvi Björn Birgisson vann sitt fyrsta moto á árinu og Guðmundur Kort sína fyrstu keppni. Kjartan var aðeins 6 stigum á undan næsta manni

Guðbjartur Magnússon hefur unnið öll motoin í ár í 85 flokknum, nema það fyrsta þar sem hann endaði í öðru sæti.

Haukur Þorsteinsson var með fullt hús stiga fyrir þessa keppni í 40+ flokknum en náði ekki að klára árið með fullt hús þar sem Ragnar Ingi Stefánsson skráði sig í flokkinn í fyrsta skipti og sigraði í báðum motounum í dag.

Lesa áfram Aron Íslandsmeistari með fullt hús stiga

Keppni á morgun – MÆTTU


Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri

Ný lega brautarinnar

Ábúendur á Ásgarði hafa ekki setið auðum höndum undanfarið. Strax eftir Klausturskeppnina var farið að ræða hvernig mætti þræða framhjá mýrinni ógurlegu. Eyþór og Hörður voru með einfalda lausn – ýta einfaldlega upp braut í gegnum mýrina. Hreint ekki lítið verkefni enda engin smá vegalengd. En það er greinilega allt hægt.

Kíkið á þetta!
Lesa áfram Stórkostlegar framkvæmdir á Klaustri

Dunlop Enduróið verður á Jaðri

Yfirsýn yfir svæðið

Síðasta umferðin í Íslandsmótinu í Enduró fer fram 4. september næstkomandi. Skrifað hefur verið undir samning við landeigendur að Jaðri um afnot af landssvæði sem ekki áður hefur verið notað undir keppnishald. Svæðið virðist henta gríðarlega vel undir enduróakstur og lítur vægast sagt vel út.

Einar #4, Hjörtur #220 og Mr. Hard fóru í gær og skoðuðu svæðið og leist þeim mjög vel á aðstæður.

Þeir tóku nokkrar myndir og myndbönd sem sjást hér (smellið á myndirnar fyrir stærri eintök)

Lesa áfram Dunlop Enduróið verður á Jaðri

Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið

flag1.jpgKeppnin í dag var góð og brautin í toppformi eins og alltaf hjá Norðanmönnum og svæðið í kring orðið flott.

Eftir verðlaunaafhendingu tilkynnti Stefán liðsstjóri liðið í MXoN í ár. Liðið samanstendur af tveimur stigahæstu keppendunum í MX-Open og þeim stigahæsta í MX2 og því þrír sterkustu ökumenn landsins í dag. Drengirnir fengu mikið klapp við tilkynninguna. Liðið er byrjað að safna styrktaraðilum og hefur Icelandair nú þegar ákveðið að styrkja liðið um flugmiðana vestur til Denver.

Liðið er eftirfarandi

  • MX1 – Aron Ómarsson
  • MX2 – Eyþór Reynisson
  • MX-Open – Hjálmar Jónsson

MX Open

  1. Aron Ómarsson (200 stig til Íslandsmeistara)
  2. Eyþór Reynisson (150)
  3. Gylfi Freyr Guðmundsson
  4. Hjálmar Jónsson (152)

Lesa áfram Úrslit frá Akureyri og landsliðið valið