Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Akureyringar og nærsveitungar: MOTOCROSS á morgun

Frá Akureyri

Tæplega 100 keppendur eru skráðir í 4. umferðina í Íslandsmótinu í motocrossi sem fer fram á Akureyri á morgun laugardag. Akureyringar og nærsveitungar eru hvattir til að mæta og verða vitni að dýrðinni. Brautin er í toppformi og auðvitað mæta allir bestu ökumenn landsins til keppni og sýna sín bestu tilþrif – landsliðssæti eru í húfi.

Svo má líka benda á að það er metþátttaka í B-flokki þar sem gamlar hetjur úr bransanum draga fram gömlu taktana.

Keppnin fer fram á akstursíþróttasvæði KKA við Hlíðarfjall og hér eru nokkrir tímar úr dagskránni:

  • B-flokkur kl:: 11.35
  • Kvennaflokkur kl. 12.00
  • 85 cc flokkur kl. 13.40
  • Unglingaflokkkur (125cc) kl. 14.05
  • MX-Open og MX2 kl. 14.30

Við hvetjum alla til að mæta snemma og njóta blíðunnar í fjallinu og fá sér flatböku og kók í bauk í sjoppunni.

Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Motocrossið á Unglingalandsmótinu tókst alveg frábærlega í góðu veðri og geggjaðri braut. Klúbburinn á Akranesi á heiður skilinn fyrir að bregðast við með svo skjótum fyrirvara og var öll aðstaða til mikillar fyrirmyndar. Jarðýta var ræst strax á föstudaginn og brautin var öll rippuð og í topplagi á sunnudag.

Einn ökumaður vakti athygli öðrum fremur, en það var Guðbjartur Magnússon # 12 sem gerði sér lítið fyrir og keppti í báðum flokkum og keyrði því nánast í þrjá klukkutíma samfleytt. Það var hins vegar annar nýfermdur sem sigraði unglingaflokkinn, en það var Ingvi Björn Birgisson # 19 sem sýndi alveg gríðarlega flottann akstur og er að stimpla sig inn sem einn okkar efnilegasti ökumaður. Signý Stefánsdóttir # 34 rúllaði kvennaflokknum upp og var að stríða strákunum, endaði m.a. í þriðja sæti í unglingaflokki í seinna mótoinu.

Lesa áfram Unglingalandsmótið lukkaðist vel

Endurocrossið á Neskaupstað sló í gegn

Jonni klifrar yfir eina þrautina

Endurocross keppni var haldin á útihátíðinni Neistaflug á Neskaupstað um helgina. Keppnin heppnaðist vel og var mikið af óvæntum uppákomum og fjöri.

Úrslitin voru eftirfarandi:

1) Ármann Örn Sigursteinsson
2) Jónas Stefánsson
3) Ingvar frá Egilstöðum

Myndir frá keppninni eru komnar inní Vefalbúmið okkar

Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.

flag5.jpgJames „Robo“ Robinsson náði holuskotinu í báðum mótóunum í MX Open flokki í þriðju umferðinni í Íslandsmótinu í Motocrossi á Sólbrekkubraut í dag.  Ekki náði hann að halda forystunni lengi því Aron Ómarsson tók fljótt framúr honum og hélt forystunni til enda í báðum motounum. Enginn náði að ógna Aroni í dag.

Signý Stefánsdóttir var með mikla forystu í kvennaflokki en helstu keppinautar hennar úr síðustu keppnum voru frá keppni.

Gott veður var á staðnum en brautin var frekar þurr en rigningin lét ekki sjá sig þrátt fyrir spá þar um. Brautin er orðin nokkuð flott eftir að akstursstefnunni var snúið við í sumar, samt þótti hún nokkuð erfið (teknísk). Umhverfið og aðstaðan allt í kringum brautina er á góðri leið með að vera fyrsta flokks.

MX Open

  1. Aron Ómarsson
  2. Hjálmar Jónsson
  3. Eyþór Reynisson

Lesa áfram Aron í sérflokki í Sólbrekku í dag.

Muna að koma Seltjarnarmegin að Sólbrekku

Smellið fyrir stærri mynd

Keppendur og áhorfendur á Sólbrekkukeppninni munið að koma Seltjarnarmegin að Sólbrekkubrautinni á keppnina á morgun. Leiðina má sjá á þessu korti sem sést hér.

Nýjustu fréttir frá Sólbrekku eru þær að allt gengur vel og brautin verður í toppstandi á morgun.

Hér er svo dagskráin fyrir daginn:

  • B-flokkur byrjar 11.35
  • Kvennaflokkur 12.00
  • 85cc 13.40
  • Unglingaflokkur 14.05
  • MX-Open 14.30

Hér er nákvæm dagskrá

Vantar flaggara á Sólbrekku

Sama fyrirkomulag verður haft á flöggun í Sólbrekku á laugardaginn og var á Íslandsmótinu á Álfsnesi þ.e. keppendur eða aðstoðarmenn þeirra sjá um flöggun. Hins vegar vantar okkur samt nokkra flaggara í viðbót.
Þeir sem vilja leggja okkur lið eru beðnir að hafa samband í síma 8471465 eða senda póst á rm250cc@simnet.is
Í boði er matur á keppnisdag og 5 miðar í Sólbrekkubraut.

Kveðja
Stjórn VÍR