Ég vil byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða mér að halda þessa keppni, þó vil ég þakka Kela formanni sérstaklega fyrir hans þátt í að þessi keppni gat orðið að veruleika.
Þegar Keli hafði samband við mig og bauð mér að vera með þessa keppni mér til styrktar svo ég gæti keypt mér annað hjól hafði ég ekki mikla trú á að margir kæmi, en gerði mér vonir um 20-30 keppendur, en að fá yfir 40 keppendur í aðal sumarfrísmánuði ársins var framar mínum vonum.
Þá að keppninni sem tókst frábærlega í alla staði. Upphaflega stóð til að ræsa á slaginu 12.00, en skömmu fyrir keppni ákvað ég að láta keppendur fara einn prufuhring fyrir keppni. Það var Guggi sem leiddi keppendur hringinn rétt eins og andamamma sem leiðir ungana sína niður á tjörn og þakka ég honum hér með fyrir. Lesa áfram Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar