Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Hjörtur Líklegur, keppendur og aðstoðarfólk

Ég vil byrja á að þakka stjórn VÍK fyrir að bjóða mér að halda þessa keppni, þó vil ég þakka Kela formanni sérstaklega fyrir hans þátt í að þessi keppni gat orðið að veruleika.

Þegar Keli hafði samband við mig og bauð mér að vera með þessa keppni mér til styrktar svo ég gæti keypt mér annað hjól hafði ég ekki mikla trú á að margir kæmi, en gerði mér vonir um 20-30 keppendur, en að fá yfir 40 keppendur í aðal sumarfrísmánuði ársins var framar mínum vonum.

Þá að keppninni sem tókst frábærlega í alla staði. Upphaflega stóð til að ræsa á slaginu 12.00, en skömmu fyrir keppni ákvað ég að láta keppendur fara einn prufuhring fyrir keppni. Það var Guggi sem leiddi keppendur hringinn rétt eins og andamamma sem leiðir ungana sína niður á tjörn og þakka ég honum hér með fyrir. Lesa áfram Úrslit í Skemmtikeppni Hjartar

Skráning opin til miðnættis

Skráning í Skemmtikeppni Líklegs mun standa yfir til miðnættis í kvöld. Nú þegar eru um 50 skráðir þannig nóg pláss er fyrir þá sem vilja taka smá endúró í blíðunni á morgun (og kynnast nýjum liðsfélaga)

Skráningin fer fram HÉR

Keppendur Bikarmóti í Sólbrekku athugið

Athugið að aðkoma að Sólbrekkubraut er Seltjarnarmegin. Búið er að loka vegi í gegn um ökugerði.

VÍR verður með sjoppu eins og ávallt á mótum og er hægt að fá ýmislegt þar.

Keppendur geta haft með sér einn aðstoðarmann fyrir aðra kostar kr. 500 inn á svæðið. Frítt fyrir 12 ára og yngri.

Kveðja, Stjórnin.

Meira um skemmtikeppni Líklegs

Keppnisbrautin - smellið fyrir stærri

Ég vil þakka mikil og jákvæð viðbrögð við styrktar/skemmtikeppninni næstkomandi sunnudag.

Hvað varðar undirbúning fyrir keppnina þá fór ég á Bolaöldu síðastliðinn laugardag og lagaði hluta af keppnisleiðinni sem keppt verður í á traktornum með flaghefilinn aftan á. Á mörgum stöðum þurfti að fara nokkrar ferðir til að laga skurði sem myndast hafa í gegn um árin eftir mikla notkun og vatnsskemmdir. Ég teiknaði fríhendis (kóngablátt) inn leiðina sem keppt verður í inn á mynd sem ég átti af slóðakerfinu á Bolaöldum fyrir þá sem átta sig á þessu.

Ég hef verið undanfarna daga að skreppa í fyrirtæki og betla vinninga og gjafir handa keppendum og sendi ég einnig mynd af hluta af vinningunum sem keppendur fá í lok dags, ei eins og sjá má á myndinni er töluvert til og sýnist mér að allt að 10 fyrstu fái vinning + aukaverðlaun eftir mínum geðþótta.

Lesa áfram Meira um skemmtikeppni Líklegs

Ný dagskrá / Flöggun í Sólbrekkukeppninni

Nýja aðstaðan

Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á Bikarmótið í Sólbrekku en skráningu líkur á miðnætti 8 júlí á vef MSÍ. Um að gera að drífa sig og vera með. Í þessari keppni eru allir keppendur beðnir að aðstoða við flöggun annað hvort sjálfir eða aðstoðarmaður fyrir hans hönd. Ekki er ljóst á þessari stundu hvort nægir að flaggað sé í einu motoi og verða endanlegar upplýsingar sendar út á föstudaginn. En án flaggara getur engin keppni hafist.

Búið er að vinna mikið á Sólbrekkusvæðinu undanfarið eins og þeir sem hafa komið hafa tekið eftir og er þetta bara byrjunin á enn stærra verki. Við erum afskaplega ánægð með það sem komið er enda höfum við kraftaverkafólki á að skipa.

Sjáumst kát og hress.
Kveðja, Stjórnin.

Hér er Nýja dagskráin (kvennamótóin lengd)

Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010

Mótel Venus árið 2002
Líklegur eins og elstu menn muna hann

Um næstu helgi fer fram skemmtikeppni til styrktar Hirti L. Jónssyni næsta sunnudag 11. júlí. Keppnin er ætluð öllum og verður með nýstárlegu móti þar sem menn verða dregnir saman í tveggja manna lið og reynt að jafna liðin eins og hægt er þannig að vanur hjólari/keppandi er settur með óvönum hjólara og er markmiðið að allir hjóli á sínum hraða og skemmti sér hið besta og allir sitji við sama borð. Hlaupastartið verður endurvakið og bryddað upp á ýmsu óvenjulegu. Allir velkomnir, vanir, óvanir, konur, börn niður í 12 ára á 85 hjólum og fjórhjól en hjól verða að vera skráð og tryggð og ökumenn verða að klæðast öllum öryggisbúnaði. Brautin verður öllum fær og liggur um neðra svæðið í Bolaöldu. Við hvetjum alla til að taka þátt í fjörinu og styðja gott málefni í leiðinni.

Skráning fer fram HÉR og er hafin. Skráningunni lýkur kl. 23.59 á föstudagskvöldið 9. júlí.

Lesa áfram Skemmtikeppni Líklegs og VÍK 11.júlí 2010