Eins og margir vita þá var hjólinu hans Hjartar Líklegs Jónssonar stolið nýverið og hefur ekki enn fundist. Líkur á að hjólið finnist fara því miður minnkandi og því hefur stjórn VÍK ákveðið að halda styrktarkeppni í enduro í Bolaöldu sunnudaginn 11. júlí nk. Allur ágóði af keppninni mun renna í styrk til Hjartar til að endurnýja hjólið nú eða til að lagfæra það ef það finnst að lokum.
Hugmyndin er að halda sannkallaða skemmtikeppni í enduro þar sem allir keppa á jafnréttisgrundvelli, sér og öðrum til skemmtunar og fyrir gott málefni. Hjörtur mun sjá um skipulagið á keppninni og hver veit nema gamla góða hlaupastartið verði endurvakið! Nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar en við hvetjum alla til að taka daginn frá og taka þátt.
Kveðja, stjórn VÍK.
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Kári sigraði fyrir Norðan
Kári Jónsson heldur áfram að vera í algjörum sérflokki í Íslandsmótinu í Enduro. Hann kom í mark tveimur og hálfri mínútu á undan næsta manni og var hans besti hringur um hálfri mínútu betri en næsta manns. Hann náði forskoti alveg frá byrjun og þurfti aldrei að líta um öxl. Björgvin Sveinn Stefánsson varð annar og Daði Erlingsson þriðji.
Í tvímenningi sigrðuðu heimamennirnar Finnur Aðalbjörnsson og Guðmundur Hannesson. Guðbjartur Magnússon sigraði í 85cc flokki og Guðfinna Gróa Pétursdóttir í kvennaflokki. Björn Ómar Sigurðarson sigraði í Baldursdeild og Magnús Guðbjartur Helgason í B40+ flokki.
Aðstæður á Akureyri voru hinar bestu. Frábært veður, góð braut með miklu flæði og mörgum nýjum skemmtilegum leiðum. Framkvæmd keppninnar var í sama klassa og veðrið, allt gekk mjög vel fyrir sig hvort sem var við startið eða í brautinni og eiga norðanmenn skilið mikið og gott hrós fyrir góða vinnu.
Tveir af okkar bestu enduroökummönnum kepptu ekki í keppninni að þessu sinni. Valdimar Þórðarson var að eignast sitt annað barn í vikunni óskum við honum til hamingju með það. Einar Sigurðarson var hinsvegar á hliðarlínunni í dag.
Úrslit frá Ólafsfirði
Ólafsfirðingar héldu sitt fyrsta Íslandsmót í motocrossi í dag. Mótið heppnaðist mjög vel og virðast allir ánægðir með framkvæmdina og aðstöðuna fyrir norðan. Brautin er sandbraut sem grófst talsvert mikið og reyndi það á leikni manna og hjólin. Eitthvað var um úrbræddar kúplingar og þvíumlíkt. Einar Sigurðarson kláraði kúplinguna hjá sér eftir góðan akstur í dag og Gylfi Freyr Guðmundsson náði ekki að klára seinna mótoið eftir góðan akstur í dag. Það er skemmst frá því að segja að Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Aron Ómarsson, sigraði í báðum motounum í MX1 flokki með talsverðum yfirburðum. Þetta var fyrsta mótið með nýju fyrirkomulagi þar sem aðeins eru tvö moto sem eru 25mín + 2 hringir.
Hér eru helstu úrslit en verðlaunaafhendingin er að klárast í þessum skrifuðum orðum:
MX1
- Aron Ómarsson
- Hjálmar Jónsson
- Eyþór Reynisson
Langisandur Beach Race
Keppnin verður ekki þann 12.06.2010 vegna óviðráðanlegra ástæðna.
Fylgist með á www.vifa.is.
Tæplega 100 skráðir í motocrossið
Mjög góð þátttaka er í fyrstu umferð Íslandsmótsins í motocrossi sem fer fram á laugardaginn við Ólafsfjörð. Tæplega 100 keppendur eru skráðir til leiks. Sérstaklega er ánægjulegt er að sjá góða þáttöku í MX Kvennaflokki og einnig er töluverð nýliðun og góð þáttaka í 85cc flokki.
Skráning í liðakeppni fer fram samkvæmt reglum um „keppnisreglur um liðakeppni“ sem er að finna á hér.
Dagskrá og uppfærðar keppnisreglur birtast á msisport.is í dag.
Hér er keppendalistinn í heild.
Muna að skrá sig í Motocrossið
Fyrsta umferðin í Íslandsmótinu í Motocrossi fer fram á laugardaginn á Ólafsfirði. Nú er skráningin komin á fullt á MSIsport.is.
Ekki klikka á því að skrá þig! Skráningu lýkur á þriðjudagskvöld.