Í Klausturskeppninni taka flestir þátt í tvímenningnum og einnig eru veitt verðlaun fyrir þrímenning.
Mikil spenna er hins vegar á hverju ári fyrir „Járnkarlinum“ sem er flokkur þeirra sem keppa einir.
Einnig er keppt í nokkrum viðbótarflokkum – nefnilega:
Afkvæmaflokki og Oldboys/girls-flokki (+90) ásamt svo Kvennaflokki.
Í kvennaflokki var svo ein „Járnfrú“. Það verða vonandi að fleiri konur sem feta í fótspor Karenar Arnardóttur að ári, sem kláraði 12 hringi ein síns liðs.
Í Afkvæmaflokki voru efst þessi:
(ATH. Hér voru röng úrslit gefin upp í upphafi. Þau hafa verið leiðrétt og eru viðkomandi beðnir afsökunar á því.)
1 sæti: Haukur Þorsteinsson og Aníta Hauksdóttir
2 sæti: Guðbjartur Stefánsson og Arnar Ingi Guðbjartsson
3 sæti: Andrés Hinriksson og Gylfi Andrésson
Í Oldboys/girl-flokki voru þessir efstir:
1 sæti: Stefán Gunnarsson og Kristján Steingrímsson
2 sæti: Reynir Jónsson og Þorvarður Björgólfsson
3 sæti: Grétar Sölvason og Árni Stefánsson
Við óskum þessum afbragðs keyrurum til hamingju með árangurinn.
Verðlaunaafhending í viðbótarflokkum (1, 2 og 3 sæti) verður auglýst síðar.
Vonandi sjáum við þessa flokka stækka á næstu árum. Þeir eru nefnilega eitt af mörgu sem gefur þessari frábæru keppni lit.
Lesa áfram Sigurvegarar í viðbótarflokkum →