Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Bein útsending á Sport TV

Eins og fram hefur komið hérna á síðunni þá verður bein útsending frá Offroad Challenge keppninni á Klaustri á sunnudaginn á Sport TV í boði Púkanns, Snæland Videó og Frostfisks.

Munið eftir að logga ykkur inn á sporttv.is á sunnudaginn!

KlaustursPunktar – Skoðunartími

Skoðun hjóla verður samkvæmt eftirfarandi:

Laugardagur:  Opið frá kl. 14:00  til   kl. 18:00
Sunnudagur:  Opið frá kl. 9:00  til   kl. 10:30  (síðasti séns fyrir þá sem alls ekki komast á laugardeginum)

Þeir sem taka þátt í unglinga- og kvennakeppninni á laugardeginum, þurfa að koma með hjólin til skoðunar á milli kl. 15:00  og  16.00

KlaustursPunktar – (Hel)Víti

Eins og áður, verða keppendur hnepptir í  ‘Víti‘  fari þeir ekki eftir settum reglum.
Brautargæslumenn verða um alla braut og fylgjast með framgangi mála.  Þeir tilkynna brot og aðra hluti til keppnistjórnar í gegnum talstöðvar.  Keppnisstjórn hneppir svo óþekka keppendur í „Vítis-varðhald“ eins og tilefni er til.
Lesa áfram KlaustursPunktar – (Hel)Víti

KlaustursPunktar – Merking hjóls og keppanda

Öll hjól skulu vera merkt réttu keppnisnúmeri.
Keppendur skulu vera með hjól tryggilega merkt á hliðarspjöldum þegar þau koma til skoðunar.  Í skráningu fá keppendur númer sem þeir þurfa að líma á framplötuna.  Ef þeir hafa merkt sjálfir framplötuna þurfa þeir í það minnsta  að líma merki keppninnar á framplötuna.
Keppnistreyjur mega ekki vera með annað númer en er gildandi í keppninni!

Uppfærður keppendalisti fyrir Klaustur

Einhverjar smávægilegar breytingar hafa orðið á keppendalistanum og hér er birtur uppfærðu keppandalisti. Enn eru einhverjir möguleikar á að menn detti út, þannig að þeir sem eru 10 efstu á biðlistanum mega senda símanúmer á vik@motocross.is ef þeir vilja láta ná í sig með hraði.

Keppendalistinn

KlaustursPunktar – Takmörkun umferðar

Hafið endilega í huga að öll umferð vélknúinna farartækja, annarra en keppenda og merktra starfsmanna, er stranglega bönnuð bæði laugar- og sunnudag.
Á laugardeginum er einnig takmörkun á akstri keppenda.  M.a. er ætlast til þess að hjól séu færð til skoðunar með DAUÐAN MÓTOR..!
Á keppnisdegi eru keppendur beðnir um að virða skilti þar sem ætlast er til þess að keyrt sé í fyrsta gír.  Þetta á við t.d. við skiptisvæðið og innan þjónustusvæðis.

Fyrirfram þakkir fyrir vinsamlegar móttökur  🙂