Gert er ráð fyrir að keppendur komi með hjólin til skoðunar á laugardeginum. Takmarkaður skoðunartími verður á sunnudagsmorguninn. Hann er ætlaður þeim sem þurfa “endurskoðun” eða hafa af óviðráðanlegum orsökum ekki getað mætt á laugardeginum.
En hvað um það – Allir mæta glaðir á svæðið á laugardeginum og fara beint í að ganga frá skráningu. Hún er tvískipt.!
Lesa áfram KlaustursPunktar – Skoðun á laugardeginum
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Starfsmenn óskast
Um komandi helgi er Klausturskeppnin víðfræga og okkur vantar aðstoð við ýmislegt.
Brautargæsla:
Nú vantar okkur ca. 25 manns í brautargæslu og aðra aðstoð fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com Lesa áfram Starfsmenn óskast
Myndband frá Klaustri 2005 – Lið 90
Í liði 90 á Klaustri voru þeir Hlynur og Gunni. Hér er smá klippa frá þeim:
[flv width=“450″ height=“320″]http://www.motocross.is/video/mxtv/17/Klaustur2005.f4v[/flv]
Undirbúningur á hjóli fyrir Klausturskeppnina.
Hér er listi yfir það sem ég tel að þurfi að fara yfir á mínu hjóli fyrir Klausturskeppnina:
Ný dekk og þykkar slöngur, ég mun vera með 10 – 12 psi loftþrýsting í dekkjunum. Fer yfir og herði teina, fer yfir legur og pakkdósir, skipti út eftir þörfum. Lesa áfram Undirbúningur á hjóli fyrir Klausturskeppnina.
Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin
Skráning er hér með opin á unglinga- og kvennakeppni á Klaustri. Keppnin fer fram á laugardeginum (22.maí) fyrir aðalkeppni og hefst hún kl. 17. Keyrt verður í klukkutíma og keyra keppendur hluta af brautinni sem keyrð verður í aðalkeppninni. Keppnisgjald er 3.000 kr. og greiðist við skráningu sem fer fram hér á vefnum fram á fimmtudagskvöld kl. 20.
Keppt verður í fjórum flokkum – flokki 12-14 ára (85cc) drengja og stúlkna og 15-17 ára (125cc) flokki karla og opnum flokki kvenna 15 ára og eldri. Skoðun hjóla fer fram kl 15-16 á laugardag og stillt verður upp á ráslínu kl. 16.45. Skráning fer fram hér og nú – góða skemmtun.
Lesa áfram Unglinga- og kvennakeppni á Klaustri – Skráning hafin
Brautargæslumenn óskast á Klaustur
Nú styttist í Klausturskeppnina og margt sem þarf að gera næstu daga. Brautin er uþb. 15 km á lengd um frábært svæði og við getum vonandi birt GPS feril af henni fljótlega. Nú vantar okkur ca. 20 manns í brautargæslu fyrir keppnina til að sinna gæslu á brautinni og umhverfi, lagfæringum og aðstoð við keppendur eftir þörfum. Brautargæslumenn fá mat og bensín á keppnisstað en þurfa að koma sér sjálfir á staðinn. Gæslumenn þurfa að vera 20 ára eða eldri, vera á hjóli eða fjórhjóli og geta valdið slaghamri (til að reisa upp stikur). Áhugasamir geta sent Svavari yfirbrautargæslustjóra tölvupóst á svavark@gmail.com