Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Íslandsmótið í Enduro hefst á laugardag

Titilvörn Kára Jónssonar hefst á morgun í Bolaöldu

Nýjar reglur í Íslandsmótinu í Enduro eiga eflaust eftir að setja nokkurn svip á keppnishaldið. Keppnin heitir nú Enduro CC sem stendur fyrir Enduro „Cross Country“ og verður lögð meiri áhersla á betra flæði í brautunum heldur en ófærur eins og hefur tíðkast undanfarið.

Önnur breyting er sú að nú er einungis ein keppni í Meistaraflokki á dag í stað tveggja áður. Keppnin er 150 mínútur í stað 2 x 90 mín. Þetta mun væntanlega leiða til þess að keppendur þurfa að koma inn í þjónustuhlé og taka bensín, sem er alltaf skemmtilegt fyrir áhorfendur og aðstandendur.

Áhorfendur er hvattir til að mæta í Félagssvæði VÍK við Bolaöldu en B-flokkur hefur keppni klukkan 12.00 og Meistaradeild klukkan 13.45.  Góð aðstaða er við rás- og endamark til að fylgjast með keppendum, en menn þurfa að vera vel skóaðir ef tekinn er göngutúr inní Jósepsdal til að sjá stærstu brekkurnar og þrautirnar. Spáð er góðu veðri á keppnisdag.

Við minnum keppendur á að skoðun hjóla hefst klukkan 11.00 og klukkan 11.30 fyrir þá sem eru í Meistaradeild.

Sjá dagskrá hér.

Lesa áfram Íslandsmótið í Enduro hefst á laugardag

Skráning er hafin, lýkur á miðvikudagskvöld.

1. umferð Íslandsmótsins í Enduro Cross-Country fer fram laugardaginn 8. maí í Jósepsdal. Jósepsdalur er við Bolaöldu, akstursíþróttasvæði VÍK sem flestum er kunnugt um. Skráning er hafinn á msisport.is

Skorum á keppendur sem ætla að keppa saman á Klaustri að skrá sig í tvímenning og taka létta æfingu fyrir keppnina, koma sér í hjólagírinn.

Klausturbrautin lofar góóóóðu!

Á sandinum

Við fórum nokkur núna um helgina austur á Klaustur til að leggja hönd á plóg í brautarlagningu með Kjartani og Herði. Brautin er langt komin og legan á henni nánast tilbúin. Við keyrðum það sem komið var og hvernig líkaði okkur? Þessi braut er og verður engu lík – við áttum í mestu vandræðum með að skoða brautina því við misstum okkur alltaf í netta keppni. Nú er bara að skrá sig í tvímenning um næstu helgi og taka alvöru æfingu fyrir Klaustur.
Lesa áfram Klausturbrautin lofar góóóóðu!

7 dagar í Íslandsmótið

1. umferð Íslandsmótsins í Enduro Cross-Country fer fram laugardaginn 8. maí í Jósepsdal. Jósepsdalur er við Bolaöldu, akstursíþróttasvæði VÍK sem flestum er kunnugt um. Ekki hefur verið haldin keppni áður í Jósepsdalnum en svæðið bíður upp á mjög skemmtilega braut og verður B brautin létt og fær öllum keppendum á 85cc – 650cc hjólum. A brautin verður sú sama og B brautin en það verða smávægilegar viðbætur með heldur meira krefjandi þrautum. Lesa áfram 7 dagar í Íslandsmótið

Fyrsta endurókeppnin í Bolaöldu

Fyrsta og önnur umferð Íslandsmótisins í endúró verða haldnar á Bolaöldu svæðinu eftir rúma viku, þann 8. maí. Nánari upplýsingar koma hér á vefnum fljótlega og skráning byrjar á vef MSÍ einnig innan skamms.

ALLIR SLÓÐAR Á SVÆÐINU ERU LOKAÐIR FRAM AÐ KEPPNI