Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Klaustur

Allt óbreytt varðandi Klausturskeppnina

Til að fyrirbyggja allan misskilning þá viljum við koma því á framfæri að engin breyting er fyrirhuguð á keppninni á Klaustri 23. maí. Margir hafa velt því fyrir sér hvort eldgosið hafi sett strik í reikninginn varðandi keppnina en svo er ekki. Öskufall er nánast ekki neitt og engin ástæða til að gera neinar breytingar. Nú lítur allt út fyrir að öskufall fari minnkandi frá eldgosinu og því ætti ekkert að vera til fyrirstöðu að halda frábæra keppni 23. maí.

Kveðja, stjórn VÍK

Black Beach Bakki keppninni frestað

Í fréttatilkynningu um fyrirhugaða keppni í Bakkafjöru 24. apríl stóð að skráning í keppnina mundi hefjast eftir páska.
Margir hafa beðið eftir að skráning hæfist, en það hefur dregist vegna fyrra gossins á Fimmvörðuhálsi og þar sem verið var að bíða eftir framvindu þess. Á miðvikudag átti að hefja skráningu, því það virtist eins og að svæðið væri að róast og þá dundu ósköpin yfir sem settu allt í stóra biðstöðu.

Lesa áfram Black Beach Bakki keppninni frestað

Keppendur á Klaustri 2010

Hér kemur keppendalistinn fyrir Trans Atlantic Off-road Challenge keppnina sem haldin verður á Klaustri 23. maí nk. Heildarfjöldi keppenda er um 450 manns í 233 liðum. Stefnt var á að keppendur yrðu um 400 en atgangur var í skráningunni var slíkur að þegar náðist að loka skráningunni var fjöldinn orðinn þessi. Þetta gerir að ekki er hægt að taka inn þá sem skráðu sig á biðlistann, því miður. Brautarstæðið er nýtt og við rennum blint í sjóinn með alla aðstöðu og pláss á svæðinu og viljum því ekki taka fleiri inn í keppnina. Hins vegar, ef einhverjir sem nú þegar eru skráðir í eins eða tveggja manna lið vilja kippa einhverjum inn í liðið með sér af biðlistanum þá er það hægt með því að senda tölvupóst á vik@motocross.is sem og leiðréttingar á nöfnum eða aðrar óskir um breytingar.

Lesa áfram Keppendur á Klaustri 2010

Black Beach Bakki.

Nú styttist í Black Beach Bakka keppnina,
hér er smá vídeó bútur sem tekinn var af Eyþóri #11
á svæðinu í fyrra:

[flv width=“512″ height=“310″]http://www.motocross.is/video/mxgf/bbb/bbb.flv[/flv]

Black Beach Bakki

Laugardaginn 24. apríl ætlar MotoMos að halda þriggja tíma strandkeppni í landi Bakka rétt vestan við hafnarframkvæmdirnar í Landeyjafjöru og suður af flugvellinum á Bakka.
Keppnin hefst á hádegi og stendur í þrjá tíma. Hægt er að skrá sig í þriggja manna, tveggja manna liðum og einstaklings keppni.
Framkvæmd og fyrirkomulag keppninnar verður svipað og í Klausturskeppnunum. Sér-Íslenski tímatökubúnaðurinn frá Guðjóni verður notaður (eins og á Klaustri), ræst verður með hlaupastarti.
Veitt verða verðlaun fyrir fyrstu sæti í öllum flokkum. Einstaklingsverðlaun verða veglegust og síðan koll af kolli.
Skráning hefst í keppnina eftir nokkra daga á  www.motocross.is  og verður tilkynnt með nokkra daga fyrirvara.
Brautin verður á bilinu 10-15 km og lögð á jarðýtum, en brautarlagningarmaðurinn er á leið til Belgíu til að kynna sér Belgískar sandbrautir.

Biðlisti fyrir Klaustur

Hér með er hægt að skrá sig í biðlista til þátttöku í TransAtlantic Off-Road Challenge keppnina á Klaustri.

Stjórn VÍK hefur ákveðið að leyfa biðlista í skráningu í Klausturskeppnina. Þessi biðlisti er án allra skuldbindinga og satt best að segja að ólíklegt er að menn komist að. Þeir sem forfallast eru beðnir að hafa samband við vefstjori@motocross.is sem fyrst svo hægt sé að koma nýju fólki að.

Setjið nafn allra liðsmanna í Athugasemdir hér fyrir neðan.