Ég settir nokkrar myndir frá Íscrossinu um helgina inn á vefalbúmið. Skoðið og njótið.
Kv. Haraldur
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Ég settir nokkrar myndir frá Íscrossinu um helgina inn á vefalbúmið. Skoðið og njótið.
Kv. Haraldur
Hér er myndband sem sett var saman frá endurcrossinu á sunnudaginn. Ég veit að Maggi er að setja saman vandaðri umfjöllun frá keppninni, en þangað til.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=z-zIvgk_UOg[/youtube]
Önnur EnduroKross keppnin var haldin í gær í Reiðhöllinni. Fjöldi fólks lagði leið sína í höllina að þessu sinni og fylgdist með baráttunni. 25 manns voru skráðir til keppni, allir bestu ökumenn landsins sem allir ætluðu sér stóra hluti. Brautin sem lögð var á laugardaginn með samstilltu átaki fjölda góðra manna bauð upp meiri hraða en í fyrstu keppninni. Grjótkaflinn ógurlegi sem stoppaði marga þá hafði verið gerður aðeins viðráðanlegri – en þó langt frá því að vera auðveldur. Keppendum var skipt í þrjá hópa og eftir tvö moto fóru sex efstu menn áfram í lokariðil en næstu átta þar á eftir þurftu að fara í Síðasta séns moto.
Mikil barátta og hörkukeppni á milli manna einkenndi lokakeppnina, sérstaklega var gaman að fylgjast með jaxlinum Hauki Þorsteinssyni sem keyrði brautina alltaf á jöfnum hraða í fremsta hóp. Hann lét sér aldrei bregða þó einn og einn hraðari ökumaður kæmist fram úr (Einar #4 🙂 heldur pikkaði hann aftur upp í næstu eða þar næstu þraut! Lesa áfram Kári Jónsson sigraði aftur í Endurocrossinu
Á sunnudaginn 14. febrúar nk. munu Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn endurtaka leikinn og bjóða til mótorsportveislu í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er í annað skipti á Íslandi sem svona keppni er haldin en síðasta er bæði keppendum og áhorfendum ógleymanleg.
Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Brautin síðast reyndist mörgum ótrúlega erfið og þess er að vænta að menn mæti enn grimmari til leiks núna þegar menn vita hverju má búast við. Brautin um helgina verður þó án efa talsvert breytt og með öðru sniði og ætti að bjóða upp á harða keppni milli allra bestu hjólaökumanna landsins. Sem fyrr eiga keppendur von á spennandi hindrunum; stökkpöllum, staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteina- og dekkjahrúgum, kubbagryfjum og mörgu fleira. Lesa áfram Önnur keppni vetrarins í Endurokrossi á sunnudaginn í Reiðhöllinni
Eru ekki allir í stuði? Já, nú styttist óðum í aðra umferð í endurcrossi sem haldin verður í Reiðhöllinni 14 febrúar. Nú þegar eru þeir allra hörðustu búnir að skrá sig og heyrst hefur að nokkrir norðanmenn ætli sér að mæta galvaskir til að kenna flatlendingum hvernig eigi að keyra „ekta“ endurocross. Eitt og annað hafa menn lært af síðustu keppni, meðal annars er varðar brautarlagninguna, loftræstingu, lengd moto-a o.fl. Þannig að þó keppnin verði ekki ósvipuð og sú fyrri, að þá verður hún hnitmiðaðri. VÍK vill taka fram að þessi keppni er ekki bara til að styðja við sportið okkar, heldur líka fjáröflun fyrir félagið og verða því ALLIR að kaupa sér miða sem ætla sér inn í höllinna. Engar undantekningar, en töluverð brögð voru á því að menn hópuðust til að „hjálpa“ félaga sínum í pittnum og komu sér undan því að greiða inn. Svona keppnishald í þessu formi er með þeim dýrari sem VÍK hefur staðið fyrir og skreið síðasta keppni rétt yfir núllið. KOMA SVO! ÞETTA VERÐUR GEÐVEIKT!
Hér er svo myndband frá síðustu keppni sem fannst á YouTube.
Stjórn VÍK hefur komist að samkomulagi við nýjan aðila um að halda Off-Road challenge í sumar. Brautarstæðið er á Suðurlandinu og er stórglæsileg og í anda Klausturskeppnanna sem haldnar voru í upphafi þessarar aldar. Að sögn formannsins er svæðið gríðarlega spennandi, steinlaust, hólar, hæðir, sandur og annað skemmtilegt.
Nánari upplýsingar verða kynntar fljótlega og skráning hefst hér á vefnum 1.mars á miðnætti.