Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK

Mánudaginn 8. febrúar kl. 16:45 mun Íþróttabandalag Reykjavíkur veita um 650 reykvískum íþróttamönnum frá 13 ára aldri viðurkenningu fyrir Íslandsmeistaratitla á árinu 2009. Hér er að neðan er listi íþróttamanna sem hér með eru boðnir á athöfnina sem fer fram í Ráðhúsinu.

Þess má geta að auk verðlaunagripanna þá verða dregin út útdráttarverðlaun Hér

Íslandsmeistarar: Lesa áfram Athöfn fyrir Íslandsmeistara VÍK

Myndir frá Mývatni

Við feðgarnir fórum á Mývatn um helgina. Ég tók nokkrar myndir sem ég hef nú sett inn í vefalbúmið. Skoðið og njótið.

Haraldur

Endurocrosskeppni 14 febrúar í Reiðhöllinni

VÍK mun halda aðra keppni í endurocrossi innanhús í Reiðhöllinni 14 febrúar næst komandi.  Eins og bæði keppendur og áhorfendur upplifðu síðast, að þá var þetta hörkuspennandi keppni og afar skemmtileg.  Reyndi hún meira á keppendur en þeir gerðu ráð fyrir og voru margir hreinlega búnir á því.  VÍK mun auglýsa skráningu síðar á vef motocross.is þegar nær dregur og ætti það ekki að fara framhjá neinum.  VÍK mun halda þessa keppni í samvinnu við Nitró, eins og síðast, enda tókst keppnin afskaplega vel.