Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráningu í Endurokross lýkur á miðvikudag kl. 22

Undirbúningur fyrir endurokrossið í Reiðhöllinni er nú á fullu og nú fer skráningu í keppnina að ljúka og stilla upp riðlakeppninni. Keppendalistinn hefur ekki verið tekinn saman en við getum staðfest að margir (ef ekki allir) grimmustu hjólarar landsins eru búnir að skrá sig til keppni. Skráningu lýkur kl. 22 á miðvikudagskvöldið og fljótlega þar á eftir kemur í ljós endanleg dagskrá og keppendalisti.

Eftir hádegið á föstudag verður byrjað að raða brautinni upp og þá verður öll aðstoð mjög vel þegin. Menn með verkfæri, bor/skrúfvélar, hamra og nagla og fullt af áhuga eru velkomnir til að aðstoða okkur fram á kvöld. 🙂

Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.

52685507_EC2DSC_3061
Frá endurocrossi í Ameríku


Nítró og Vélhjólaíþróttaklúbburinn bjóða til mótorsportveislu laugardaginn 5. desember í Reiðhöllinni í Víðidal. Þetta er fyrsta skipti á Íslandi sem keppt verður innanhúss í Endurokrossi þar sem hver hindrun verður áskorun!

Skemmtun fyrir áhorfendur og pressa á keppendur.
Nokkrir velkunnir reynsluboltar í sportinu hafa lagt fram krafta sína í hönnun á braut sem getur flokkast undir fjölbreytta eðalblöndu af enduro, trial og mótorcrossi. Keppendur geta því átt von á alls kyns spennandi hindrunum; staurabreiðum, stórgrýti, hleðslusteinahrúgum, risadekkjum, kubbagryfjum, vatnstjörn og mörgu fleira.

Lesa áfram Endurokross í Reiðhöllinni 5. des – í fyrsta skipti á Íslandi.

Bikarmótið í dag, umfjöllun.

Mótið tókst frábærlega að öllu leiti, enda hvað er annað hægt. Frábært veður var í dag, þó með smá skúrum inn á milli til að halda rakastiginu  í brautinni. Nokkuð góð mæting var í öllum flokkum með þeirri undantekningu að í MX2 var sami maðurinn í síðasta og fyrsta sæti. Það voru allir sammála um það að brautin væri frábær og voru tilþrifin samkvæmt því. Fullyrða má að margir hafi séð eftir því að hafa ekki tekið þátt.

Skvettugangur í Bolaöldum
Skvettugangur í Bolaöldum.

Ekki varð um teljandi óhöpp að ræða en þó var einn maður sem vildi standa veglega undir nafni og var þar að verki enginn annar en maðurinn sem veit ekki hvaða hjól honum langar til að eiga, Daði skaði, en hann urlaðist á hausinn með stæl á stóra pallinum. Drengurinn er kattliðugur og fann ekki fyrir því að kollhnýsast um pallinn með hjólið skoppandi á aftir sér.

Vinningshafar dagsins:

85cc: Guðbjartur Magnússon #102.

Unglingaflokkur: Gummi Kort #99

Kvennaflokkur: Bryndís Einarsdóttir #66

Besti flokkurinn: Daði Skaði á hjóli #707

MX2: Haukur Þorsteinsson #10

MXopen: Gunnlaugur Karlsson #111

Sjá nánar á myndum Sveppagreifans.

Í lokin skelltu nokkrir ferskir sér í pollaleik. Leikurinn gekk út að hver væri með flottustu skvettuna. Tilþrifin voru glæsileg hjá öllum þátttakendum en sigurvegarinn var valinn af tveimur fjallmyndalegum stúlkum og völdu þær Skaðann sem skvettumeistara dagsins eftir mikil fundarhöld.

Að sjálfsögðu var bara frábært fólk mætt á svæðið til keppni og áhorfs. Allir voru tilbúnir að hjálpast að til að gera daginn góðann. Fólk tók að sér að flagga, stigatalningu, starthliðin, verðlaunaafhendingu og frágang eins og ekkert væri sjálfsagðara og ekki þurfti að ganga á eftir fólki til þess. VÍK þakkar öllum sem komu að deginum kærlega fyrir hjálpina, án ykkar væri þetta ekki hægt.

Veglegir vinningar voru í boði fyrir alla sem komust á pall, m.a Powerade frá Vífilfell, olíur frá Nítró, laugardagsnammi frá Freyju og verðlaunapeningar. Skvettumeistaraverðlaunin voru í boði Litlu Kaffistofunnar.

Að venju voru Sveppahjónin með myndavélina að vopni og drituðu myndum í gríð og erg milli þess að þau trylltu og tættu um brautina í sínum flokkum. SJÁ FULLT AF FLOTTUM MYNDUM FRÁ ÞEIM HÉR.

Stórnin.

Bikarmótið í Bolaöldum á morgun Laugardag.

Það ætlar aldeilis að rætast úr veðurspánni fyrir okkur.  Sjá veðurspá HÉR

Skráningin gengur frábærlega, eina sem vantar uppá eru fleiri skráningar í kvennaflokkinn.

Tímatökusendarnir verða EKKI notaðir.

Núna kl 21:12 eru búnir að skrá sig 35 manns og var það markmið okkar að ná amk 30 manns til keppni og það hefur tekist.

Þar sem við í stjórninni erum í svaklalega góðu skapi þá ætlum við að bjóða slugsunum upp á það að mæta í fyrramálið og skrá sig á staðnum. EN ÞAÐ VERÐUR BARA HÆGT Á MILLI KL 10:00 og 10:30. OG  ÞÁ GEGN 3000 KR GREIÐSLU MEÐ PENINGUM.

Dagskráin færist um 1/2 tíma fram, við verðum með upphitun fyrir alla frá kl 11:00 – 11:2o.

Það verður raðað á starlínu eftir því hver verður besti vinur línumanns, hver sem það verður. ( Kannski )

Vinningshafi verður væntanlega sá sem stekkur fyrstur yfir lokalínuna.  (Eða þá vinur línumannsins.)

Það er sett sem skilyrði að góða skapið verði tekið með í þessa keppni þar sem aðalatriðið er að hafa gaman af þessu.


11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

Stjórnin

Bikarkeppni í Bolaöldu.

091028_0000_0841
Úrkomuspá nk laugardag kl: 12:00

Þar sem við erum svo einstaklega heppin með veðurfar þessa dagana ætlum við að skella á bikarkeppni í Bolaöldubraut n.k Laugardag, Að sjálfsögðu verða allir flokkar í boði. Verðlaun eftir aðstæðum og mikið fjör.

Veðurspáin er með ágætum fyrir helgina, fínt hitastig og skúrir á stöku stað, gert er ráð fyrir því að vindurinn verði ekki að flýta sér þann daginn. VÁ, JÁ, og það er lok Október þvílikt veðurfar.

Skráningarkerfið okkar hér á motocross.is verður notað og verður skráning opnuð í kvöld. Fylgist vel með því þegar hinn ástkæri vefstjóri okkar ( Hákon ) verður búinn að græja það.

Skoðun hefst kl 10:00 og er til kl: 11:00.

Dagskrá:

11:00  85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr

11:25 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr.

11:55 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hr.

12:30 85 cc  kk + kvk + kvenna. 10 mín +1 hr. Moto 2

12:55 Unglingaflokkur + B flokkur 15 mín + 2 hr. Moto 2

13:25 MX2 + MXopen 20 mín + 2 hringir. Moto 2

14:00 Drullupollakeppni fyrir þá sem þora!!!  Hver verður með flottustu skvettuna? Hver verður með flottustu fleytinguna.

VÍK áskilur sér rétt til þess að breyta skipulagi keppninnar ef þurfa þykir.

Keppnisgjald er kr: 3.000.

Stjórnin