Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Kreppukeppnin í dag

Nú er tilvalið að rífa sig framúr í blíðunni og skella sér á kreppukeppni, bara að taka með vettlinga og hlý föt. Keppnin byrjar klukkan 12.00. Smellið hér fyrir leiðarlýsingu að brautinni í Þorlákshöfn

Dagskráin er sirka svona:

  • skoðun kl. 10,
  • opin æfing/tímataka ca. 10:30 – 11:30
  • moto 1 – 85cc og kvenna 12:00  12 mín +2 hringir
  • moto 1 – allir hinir 12:25 15 mín + 2 hringir
  • moto 2 – 85 cc. og kvenna 13:00 12 mín + 2 hringir
  • moto 2 – allir hinir 13:25 15 mín + 2 hringir
  • verðlaunaafhending fljótlega eftir að síðasta motoi lýkur

Kreppukeppni 24.okt

Vélhjóladeild ungmennafélagsins Þórs í Þorlákshöfn hefur ákveðið að halda motocrosskeppni þann 24.október næstkomandi. Keppnin ber heitir „Kreppukeppni“ og er þetta annað árið í röð sem keppnin fer fram. Eins og nafnið gefur til kynna er þetta allt á léttu nótunum en einnig eru vinningarnir rausnarlegir og nytsamlegir, ekki stórir bikarar heldur eitthvað ætilegt.

Keppnin verður með svipuðu sniði og í fyrra, keppt í fullt af flokkum og léttleikinn í fyrirrúmi. Skráning opnar á vef MSÍ fljótlega og dagskráin verður auglýst nánar hér á vefnum.

Fyrir þá sem ekki vita er frábær motocrossbraut rétt við Þorlákshöfn sem er nothæf nánast allt árið þar sem snjólétt er á svæðinu og sandurinn í henni tilvalinn í akstur þó svo að það sé létt frost. Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um brautina.

MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Kúluvarparar hafa Ólympíuleikana, golfarar hafa Ryder Cup en motocrossið hefur Motocross of Nations. Motocross.is sýnir beint frá stærstu og skemmtilegustu mótorhjólakeppni í heiminum: Motocross of Nations. Hér mætast 3ja manna landslið frá 35 löndum og keppa fyrir þjóðarstoltið og ekkert annað.

Smellið hér fyrir dagskránna:

Lesa áfram MXoN í beinni útsendingu HÉR á vefnum

Langasandskeppnin / Long Beach Race

Það rættist úr skráningunni og eru komnir 33  keppendur.

VÍFA hefur ákveðið að bjóða uppá SKUSSASKRÁNINGU gegn 5000 kr gjaldi fyrir þá sem vöknuðu upp í morgun og sáu að það hefði verið gaman að hjóla með þeim hetjum sem eru skráðir. Skráning sendist á marus@vifa.is. Þeir sem ekki eru með senda verða að græja málið hjá Nitró.

Þar sem keppnin er innabæjar verður lögð mikil áhersla á að pústkerfi séu í lagi og standist hljóðmælingu.

Keppendur eru beðnir sérstaklega um að virða umgengnisreglur, það má bara fara með hjólin niður á sandinn í tröppunum. Það má ekki þenja hjólin að óþörfu og það má alls ekki spóla eða hjóla á grasi. Síðast en ekki síst þá verður að passa sig á áhorfendum á leiðinni niður á sandinn. VÍFA verður með astoðarmenn fyrir þá sem ekki treysta sér með hjólin upp eða niður tröppurnar.

Weston Beach Race. Eða Langisandur Beach Race

weston20beach20race091

Skyldi þetta verða svona um næstu helgi.

Það væri nú gaman því að hugmyndin af Langasandskeppninni kom einmitt eftir að ég hafði séð þessa keppni og keppni í Frakklandi sem heitir „Le touquet beach race“. Sjá frétt um þessar  keppnir HÉR.  og HÉR.

HÉR er flott grein um Langasandskeppnina á morgan.is + videó.

Vill benda þeim sem keppa á Langasandinum að setja vel af feiti í allar pakkdósir á gjörðum og linkum. Sjósaltið fer illa með þessar legur ef það kemmst þar í. En að sjálfsögðu er það bara fyrirbyggjandi viðhald í leiðinni.


Langasandskeppnin næstkomandi Laugardag.

Langisandur
Langisandur

Minnum á að skráningu líkur á fimmtudag.  Veðurspáin er frábær og sandurinn hefur sjaldan eða aldrei verið jafn góður, engar klappir sem standa upp úr.

GTT Langasandskeppnin 2009 verður haldin laugardaginn 19.9.2009 kl.10.30 og stendur frameftir degi.
Sömu flokkar verða keyrðir og í fyrra: 85cc, opinn kvennaflokku, B-flokkur, MX unglinga, MX2, MX1 og svo auðvitað hin sívinsæla prjónkeppni þar sem Konni Morgan fórnaði sér í titillinn í fyrra.
Við hvetjum alla til að skrá sig á MSÍSPORT.IS Notaður verður tímatökubúnaður MSÍ. Þeir sem eiga ekki senda geta fengið þá leigða í Nitró.

Dagskrá:

  • Skoðun kl. 10.30 – 12.00
  • Prjónkeppni kl. 11.30 – 12.30
  • 85cc og kvenna kl. 12.30 – 13.00
  • MX1, MX2, Unglinga og B-flokkur kl. 13.15 –

Verðlaunaafhending að lokinni keppni.
Skráningargjald kr: 3.500. Allir sem keppa í keppninni fá frítt í prjónið annars 1.000kr