Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Kári enduromeistari 2009

Nú þegar þetta er skrifað er byrjað að flagga út í meistaradeild 6. umferðar íslandsmótsins í enduro. Kári Jónsson sigraði 5.umferðina sem var fyrr í dag og tryggði sér meistaratitilinn. í 6.umferðinni var Kári fyrstur þegar keðjan slitnaði hjá honum. Eftri að viðgerð á keðjunni hefur Kári verið að vinna sig upp um sæti en þegar þetta er skrifað er ekki ljóst í hvaða sæti hann endar .

Baldursdeildin verður ræst í 6.umferðina innan skamms. Ekki hefur tekist að fá staðfest hvernig niðurstaða var í fyrri umferðinni.

5.og 6.umferð íslandsmótsins í enduro

Á morgun verður 5.og 6. umferð íslandsmótsins í enduro haldin á Akureyri. Veðurspáin fyrir norðurland er frábær og má búast við flottu móti hjá norðanmönnum. Þess má geta að brautin á Akureyri er ein sú áhorfendavænsta á landinu og óhætt að hvetja fólk til að mæta til að horfa á.

Fyrir mótið er Kári Jónsson á TM Racing í fyrsta sæti og hefur hann 100 stiga forskot á næsta mann  ,Einar Sigurðarson á KTM. Björgvin Sveinn er í 3. sæti og Valdimar Þórðarson í 4. Búast má við hörku keppni um efstu sætin.

Í Baldursdeildinni er staðan þannig að Hákon Andrason er í efsta sæti, Hafþór Ágústsson í 2. og Ragnar Ingi í því 3. en hann verður ekki með á morgun sökum meiðsla. margið efnilegir ökumenn eru í Baldursdeildinni og má þar nefna Þorra Jónsson en hann hefur átt mjög góða spretti í sumar og er til alls líklegur. 

85cc flokkurinn verður fámennur á morgun en aðeins 2 keppendur þeir Ingvi Björn Birgisson og Guðbjartur Magnússon munu mæta til leiks en sá 3. sem skráður var Haraldur Örn varð fyrir óhappi síðastliðinn mánudag og getur ekki verið með. Þeir Guðbjartur ,Haraldur Örn og Ingvi eru í efstu sætunum fyrir keppnina .Þessir 3 strákar eru í hópi öflugustu ökumanna landsins í sínum aldursflokki og hafa verið í topp bráttunni í enduro og motocross í sumar. Gaman verður að fylgjast með þessum  drengjum á næstu árum.

Langasandskeppni verður 19.sept

GTT Langasandskeppnin 2009 verður haldin laugardaginn 19.9.2009 kl.10.30 og stendur frameftir degi.
Sömu flokkar verða keyrðir og í fyrra: 85cc, opinn kvennaflokku, B-flokkur, MX unglinga, MX2, MX1 og svo auðvitað hin sívinsæla prjónkeppni þar sem Konni Morgan fórnaði sér í titillinn í fyrra.
Við hvetjum alla til að skrá sig á MSÍSPORT.IS
Dagskrá:

  • Skoðun kl. 10.30 – 12.00
  • Prjónkeppni kl. 11.30 – 12.30
  • 85cc og kvenna kl. 12.30 – 13.00
  • MX1, MX2, Unglinga og B-flokkur kl. 13.15 –

Verðlaunaafhending að lokinni keppni.
3.500kr inn allir sem keppa í keppninni fá frítt í prjónið annars 1.000kr Lesa áfram Langasandskeppni verður 19.sept

Púkamót MotoMos afstaðið.

puk1
Frá MotoMos

Við viljum þakka frábæra þátttöku í púkamóti MotoMos um síðustu helgi, þar sem að krakkarnir sýndu frábæra takta og hrikalega harða baráttu og greinilegt að framtíðin er björt fyrir Íslenskt motocross.  Í raun og veru voru allir sigurvegarar þennan dag.

Motmos vill sérstaklega þakka Kela, Einari Bjarna, Dodda, Bínu og Helga (VÍK) fyrir hjálpina.

Einnig viljum við þakka Lexa sem bauð keppendum og fjölskyldum þeirra upp á grillaðar pylsur, og Púkinn.com fyrir verðlaunin.

Vonumst til að geta haldið svipað mót aftur fljótlega.  Sverrir var á svæðinu og tók myndir, hægt að sjá www.motosport.is

Brautin er í frábæru standi, hvetjum alla til að fara hjóla, muna eftir miðum á N1 í Mosó.

Skráning í Púkakeppni MotoMos

tun1

Opið er fyrir skráningu í púkakeppni MotoMos sem verður 30. ágúst.  Ýtið hér til að skrá ykkur.

Dagskrá LEX Games

lex09_logo_150Dagskráin fyrir LEX-Games er komin á hreint. Þetta lítur út fyrir að verða allsvakalegt partý. Nú geta allir prentað út dagskrá og plakat og límt uppá vegg hjá sér

Dagskrá á A5
Plakat á A3

Annars er þetta svona:

kl:12.00 Fjórhjólacross keppni
kl:12.20 Krakkaskóli VÍK (Motorhjól)
kl:12.30 Verðlaun og tónlist
kl:12.40 Motocross keppni

Lesa áfram Dagskrá LEX Games