Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

KLAUSTURSKEPPNIN 2014 SPURNINGAR OG SVÖR

Klaustur 2014.

Hvernig verður brautin?

Einfalt svar við því: Frábær og 100% frábrugðin frá því í fyrra.

Verður brautin erfiðari en áður?

Nei, hún ætti að vera svipuð í erfiðleikastigi en þó erum við alltaf að reyna allt sem hægt er til að halda hraða og þá slysahættu niðri.

Hvernig verður startið?

Óbreytt frá fyrri árum. Í fyrsta hring verður keyrður ca 1/4 hluti brautarinnar eins og fyrri ár sem síðan mun koma inn í öfuga akstursstefnu.

Verður það ekkert ruglingslegt fyrir keppendur?

Nei það ætti ekki að vera, allar merkingar verða þannig að enginn ætti að ruglast. 

Verða einhverjir drullupyttir sem fólk þarf að hræðast?

Vonandi ekki, þó að svona pyttir geti verið mikil skemmtun fyrir áhorfendur og suma keppendur, þá er vandamálið að við missum alltaf marga starfsmenn í að aðstoða fasta keppendur og þarf af leiðandi verður brautargæslan ekki eins góð. Þessi keppni á að snúast um þol og hæfileika keppenda en ekki heppni-óheppni með drullupyttina.

Hversu lengi stendur skráningin yfir?

Við lokum skráningu 18. maí 2014

En ef það kemur eitthvað upp á,  verður hægt að breyta skráningu?

Það verður hægt  að breyta skráningum fram að lokun skráningar.  Eftir það verða keppendur að ákveða sín á milli ef þarf að breyta einhverju í liðinu. Ef keppandi dettur út og annar kemur í staðinn þarf að tilkynna breytinguna með tölvupósti á vik@motocross.is en nýjum keppendum verður ekki bætt við eftir 18. maí og keppnislistanum verður ekki breytt.

Hvað kostar að taka þátt í keppninni?

Okkur finnst gjaldið mjög sanngjarnt kr 13.000.-

Er VÍK að hagnast vel á þessari keppni?

Ef klúbburinn væri í þessu einungis til að hagnast þá væri keppnisgjaldið mun hærra. En að sjálfsögðu ætlum við okkur einhvern hagnað til að geta boðið upp á öflugt félagsstarf. Það má geta þess að það eru einhverjar þúsund vinnustundir sem sjálfboðaliðar gefa í mjög óeigingjarnt starf.

Hvernig er hægt að skrá sig?

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Hvaða flokkar eru í boði?

Tvímenningur

Járnkallinn

Járnkellan

Para/hjónaflokkur

Afkvæmaflokkur

Kvennaflokkur

Þrímenningur

90+ flokkur

100+ flokkur

150+ flokkur

Er góð skráning það sem af er?

Við erum sæmilega sátt, það eru komnir um 250 manns. Við erum að vonast eftir ríflega 300 skráningum til að áætlanir gangi upp.

KLAUSTUR 2014 BARNA – UNGLINGA – KEPPNI.

Barna og unglingakeppni á Klaustri

Eins og oft áður verður haldin Barna/Unglingakeppni á Klaustri þetta árið. Keppni er haldin fyrir 65/85cc/150cc hjól (12 til 15 ára strákar og stelpur) og algjöra byrjendur

Keppnin verður haldin að Ásgarði Laugardaginn 24 Maí milli 09-10.

Mæting/Skoðun/ Prufuhringur á milli 08-8-45. Ræsing í keppnina er klukkan 09 og keyrt í 60 mínutur.

Hluti af aðalbraut keyrð og hringir verða taldir þannig að það er ekki þörf á neinum tímatökusendi.

Allir fá medalíur. Ekkert skráningargjald.

Vinsamlegast tilkynnið skráningu á Guðbjart í e-mail guggi@ernir.is  eða í gegnum síma 864-3066.

Taka þarf fram Nafn, Hjólastærð, Símanúmer aðstandenda, og keppnisnúmer.

Klaustur 2014. Undirbúningur.

Farin var vinnuferð að keppnissvæðinu á Ásgarði í gær, Sumardaginn 1. Það var hörku hópur sem var tilbúinn til að fórna frídegi til að undirbúa svæðið fyrir keppnina sem verður haldin 24. maí. Það verður þó að segjast að SAS ( sérfræðingar að sunnan) höfðu ekkert rosalega mikið að gera þar sem heiðursfólkið á Ásgarði og Kjartan eru búin að vinna mikla undirbúningsvinnu. En við byrjuðum á því að fúaverja þau mannvirki sem upp eru komin, eða alveg þangað til að það fór að rigna. Við settum niður nokkur hundruð stikur, sem btw, Ásgarðsfólkið var búið að mála fyrir okkur, hér og þar um brautina. Töluverður tími fór í þetta þar sem við erum að snúa við akstursáttinni fyrir þetta ár. Einnig þarf að færa ýmsar merkingar og þarf líka að gera nokkrar nýjar. Niðurstaða úr vinnuferðinni: Ótrulega gaman að fara með svona duglegu fólki í vinnuferð og ÓTRULEGT hversu mikil breyting verður á brautinni við að snúa henni við.  Það er eitt alveg á hreinu, greinarhöfund hlakkar til.

Ekki má gleyma að nefna að Ásgarðsfólkið er búið að slétta mest allan keppnishringinn frá keppninni í fyrra.

Óli Gísla

Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.
Kjartansbrú var viðarvarin að mestu.

Lesa áfram Klaustur 2014. Undirbúningur.

Skráning í Klausturskeppnina hefst í kvöld kl 21.00

Nú hefst skráning í Klausturskeppnina eftir örfáa klukkutíma. Þetta þarftu að hafa á hreinu:

1. Skráning fer fram á www.msisport.is undir Mótaskrá og Klaustur 2014
2. Þú þarft að vita notendanafn og lykilorð til að geta skráð þig inn á síðuna og skráð þig og félagana til keppni.
3. Velja Klaustur 2014 og viðeigandi flokk, Járnkall, tvímenning, þrímenning osfrv.
4. Ef þú keppir í tveggja eða þriggja manna liði skráirðu NAFN og KENNITÖLU liðsfélaganna ÁÐUR en þú ferð í að samþykkja keppnisyfirlýsinguna og borga.
5. Þessu næst áttu að geta borgað og klárað skráninguna

6. Ef þú lendir í vandræðum með innskráninguna heldurðu ró þinni, sendir póst á vik@motocross.is og við reynum að hjálpa þér

Góða skemmtun

Minningar frá Klaustri 2013

Hér er stutt video frá Klaustri 2013 sem gæti komið einhverjum í fíling… en vonandi endar þetta ekki svona hjá ykkur.


Skráning í Klausturskeppni hefst þriðjudaginn 25. mars kl. 21

Það er komið að því sem margir hafa beðið eftir með óþreyju. Skráning í Klausturskeppnina hefst nk. þriðjudagskvöld kl. 21 á vef MSÍ – www.msisport.is Fyrstir koma – fyrstir fá og því hefst keppnin strax á þriðjudagskvöldið! Hverjir verða á fremstu línu? Raðað verður á línur eftir flokkum í þetta sinn og verður tvímenningur fremstur, síðan járnkarlar aftast þrímenningur.

Keppnin fer fram 24. maí. Keppnisgjald verður það sama og á síðasta ári, 13.000 kr. á mann – flokkar eru þeir sömu að viðbættum 100+ í tvímenningi og 150+ í þrímenningi. Þeir sem skrá lið til keppni verða að vera með nafn og kennitölu liðsfélaganna á hreinu og skrá þá inn um leið til að létta á „skráningardeildinni“ síðar. Hugmyndir um breytingar á braut og annað skemmtilegt eru á teikniborðinu og aldrei að vita hvað gerist 24. maí – en sama hvað gerist, þá verður þetta geggjuð skemmtun! Látið orðið berast 🙂