Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Eyþór sigraði í Bolaöldu

3846991172_3976cd7bb7
Eyþór Reynisson sigraði í gær. Fleiri myndir á www.dalli.is

Eyþór Reynisson gerði sér lítið fyrir og sigraði í síðustu umferð Íslandsmótsins í Bolaöldu í gær. Eyþór er aðeins 16 ára gamall og ekur á minna hjóli en þeir sem hafa verið í baráttunni í Opna flokknum. Eyþór var í öðru sæti í öllum þremur motounum en keppinautar hans voru ekki eins stöðugir og því fór sem fór. Eyþór er líklega sá yngsti sem vinnur Íslandsmeistarakeppni í motocrossi.

  1. Eyþór Reynisson    22+22+22=66
  2. Einar Sverrir Sigurðarson 20+20+25=65
  3. Aron Ómarsson    15+25+20=60  Íslandsmeistari
  4. Gunnlaugur Karlsson 25+18+14=57
  5. Ásgeir Elíasson    16+16+16=48

Aron Ómarsson tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn eftir fyrsta motoið þar sem hann var með gott forskot fyrir þessa keppni. Hann átti möguleika á að vinna sumarið með fullt hús stiga eftir að hafa unnið öll 12 motoin sem búin voru en það náðist ekki að þessu sinni. Aron féll a.m.k. tvisvar í fyrsta motoinu og náði aðeins fimmta sæti en það var Gunnlaugur Karlsson sem vann sitt fyrsta moto á ferlinum. Einar S. Sigurðarson náði að sigra síðasta mótó ársins í titilvörn sinni en það dugði ekki til eins og áður sagði.

Úrslit í öðrum  flokkum

Lesa áfram Eyþór sigraði í Bolaöldu

Íslandsmeistarar krýndir

Nú stendur yfir síðasta umferðin í Íslandsmótinu í motocrossi í Bolaöldu. Nú þegar er ljóst um flesta Íslandsmeistarara ársins og má hér nefna nokkra: Guðmundur Kort í 85cc flokki, Bjarki Sigurðsson í MX-Unglinga, Aníta Hauksdóttir í MX-Kvenna og Aron Ómarsson í MX-Open. Aron náði aðeins fimmta sæti í fyrsta motoinu eftir að hafa dottið a.m.k. tvisvar. Hann hefur því 53 stiga forystu á Einar Sigurðarson en aðeins 50 stig eru í boði. Gunnlaugur Karlsson sigraði fyrsta motoið, Eyþór Reynisson var annar, Einar Sigurðarson þriðji og Kári Jónsson fjórði.

Uppfærsla: Aron vann annað motoið en Eyþór var annar. Eyþóri nægir annað sætið í þriðja motoinu til að vinna daginn.

Flöggun á keppnisdag – aðstoð óskað

Þar sem við erum að lenda í flaggarahallæri fyrir morgundaginn að þá óskum við aðstoðar allra keppenda og aðstandanda þeirra.  Í fyrramálið við skoðun fá keppendur afhent blað með skipulagi að flöggunarkerfi ásamt afstöðumynd af þeim pöllum sem við óskum aðstoðar við.  Eru fólk beðið að kynna sér það og koma til móts við okkur um að reyna að keyra þetta kerfi snurðulaust fyrir sig þannig að hægt verði að tryggja öryggi allra.  En flaggarastarfið er gríðarlega mikilvægt fyrir öryggi allra keppenda en fyrir einhverjar sakir að þá virðist það alltaf ganga mjög erfiðlega að útvega fólk til að uppfylla þessa einföldu öryggiskröfu sem er svo mikilvæg.  Hugmyndin er að hver keppandi, eða aðstandandi hans, taki að sér að flagga eitt moto á morgun og þá eigum við eingöngu við eitt moto, hvort sem um tímatöku sé að ræða eða sjálfa keppnina.  Þar með er þeirra þátttöku í flöggun lokið og öryggi allra tryggt.

Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Eins og reglur gera ráð fyrir, þá þarf að skoða öll keppnistæki og búnað á keppnisdegi.
Hjá MSÍ og/eða FIM liggja fyrir skýrar reglur um það hvernig hjól eiga að vera útbúin og hvernig keppendur skulu mæta til leiks.   Hér fyrir neðan er smá samantekt á því sem keppendur verða að hafa klárt þegar mætt er til skoðunar.

Þeir sem ekki eru orðnir fullra 18 ára verða að skila inn þátttökutilkynningu með undirritun forráðamans.  Hafið hana tilbúna þegar komið er með hjól í skoðun.  Þátttökutilkynningu má finna og prenta út á www.msisport.is (sjá ‘Reglur’).

Kynntu þér þessi atriði vel svo ekki komi til einhvers konar vandræða á keppnisdegi – nóg er nú stressið samt 😉

Lesa áfram Skoðun á keppnisdegi – hvað þarf að vera klárt!

Flaggarar – fundur á miðvikudaginn kl.20 í Bolaöldu

Síðasta keppni ársins í Íslandsmeistaramótinu í motocrossi verður á laugardaginn 22 ágúst og verður keppnin í Bolaöldu.  Allir flaggarar eru beðnir að koma á stuttan fund á miðvikudagskvöldið kl.20 upp í Bolaöldu til að fara yfir stöðu mála og einnig að ræða um enduroferðina sem fara á í haust.  Látið þetta berast til þeirra sem eru ekki í daglegu tölvusambandi svo við getum klárað þetta síðasta mót af hálfu VÍK með stæl og með fullmannað lið af flöggurum.

50 manns skráðir í bikarkeppnina í kvöld

Það eru 50 manns skráðir í bikarkeppnina í Bolaöldu sem verður að teljast frábært fyrir bikarkeppni sem er haldin með þetta stuttum fyrirvara. Í dag er verið að græja brautina og gera allt klárt. Brautin er algjörlega frábær um þessar mundir og engin spurning að þetta verður skemmtileg keppni. Spáin og stemningin er góð og við ætlum því að leyfa skráningu alveg fram að keppni á staðnum eða með því að senda tölvupóst á vik@motocross.is

Eftirfarandi eru skráðir til keppni nú þegar – og enn hægt að bæta við fleirum! Lesa áfram 50 manns skráðir í bikarkeppnina í kvöld