Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Bikarmót á fimmtudaginn

VÍK stendur fyrir bikarmóti í motocrossi í Bolaöldu á fimmtudaginn… eftir aðeins 2 daga. Skráning hefst í kvöld hér á motocross.is og líkur annað kvöld. Keppnin verður svo á fimmtudagskvöld og hefst skoðun klukkan 17 en keppnin hefst klukkan 18:45.
Keppt er í fimm flokkum:

  • 85cc
  • Kvenna flokkur
  • 125cc flokkur
  • B-flokkur
  • Opinn flokkur

Keppnisgjald er 3.000 fyrir hvern keppanda. Tilvalið fyrir þá sem ekki hafa keppt áður, ekki þarf að vera með keppnisnúmer frá MSÍ en það þarf að vera með tímatökusendi sem hægt er að leigja í Nítró.

Hér er dagskráin:

Lesa áfram Bikarmót á fimmtudaginn

Íslandsmótið í Sólbrekkubraut

Aron Ómarsson
Aron Ómarsson

Mótsdagur rann upp ótrúlega bjartur miðað við rigningar síðustu dagana fyrir mót. Má segja að veðurguðirnir hafi reynst þáttakendum hliðhollir í þetta sinn.

Þessari 4. umferð Íslandmótsins í Motocrossi lauk með yfirbuðrasigri Arons Ómarssonar en hann leiðir Íslandsmótið með fullt hús stiga þegar ein umferð er eftir. Ótrúlega gaman var að fylgjast með þessari spennandi og skemmtilegu keppni og voru þau mörg tilþrifin sem keppendur sýndu.

Mikill mannfjöldi sótti mótið heim en um 600 manns mættu á svæðið og er þetta eitt af fjölmennustu mótum á Sólbrekkubraut, – en þau eru reyndar alltaf vel sótt.

Vélhjólaíþróttafélag Reykjaness vill þakka öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum þætti kærlega fyrir. Sérstakar þakkir fá þó RR Verktakar, KFC, Kaffitár og Hellusteinn.

Stjórn VÍR

Sólbrekkumótið 2

Um 90 keppendur er skráðir í mótið og stefnir allt í frábært mót. Brautin hefur nú þegar lokað vegna undirbúnings fyrir keppnina og er stranglega bannað að hjóla í henni. Hún opnar aftur 10. ágúst.

Enn vantar flaggara á keppnina en eins og menn vita þá gildir reglan:
Engir flaggarar = engin keppni

Brettið þið nú upp ermar og gefið ykkur fram við Eyjólf í síma 898-6979 eða eyvileos@simnet.is

Í boði fyrir flaggara er : Matur frá KFC á keppnisdag + Árskort í Sólbrekkubraut.

Flaggaranámskeið á föstudagskvöld fyrir þá sem vilja og þurfa

Flaggara vantar á Sólbrekku

Flaggara vantar í 4 umf. Íslandmótsins í motocrossi sem haldin verður 8. ágúst á Sólbrekkubraut.
Í boði eru : Ársmiðar í Sólbrekkubraut og matur á keppnisdag.
Áhugasamir hafi samband við Eyjólf í síma: 898-6979 eða sendi tölvupóst á eyvileos@simnet.is

MX Álfsnes 85cc

Í MX mótaröðinni leiðir Guðmundur Kort 85cc flokkinn. Guðmundur er á sínu síðasta ári í flokknum og hefur sýnt öruggan og góðan akstur á Honda 150cc . Guðmundur hefur endað í fyrsta sæti í þeim keppnum sem lokið er og hefur ágætt forskot í stigakeppninni. Nú þegar 2 keppnir eru eftir í MX mótaröðinni má segja að allt sé opið því að nokkrir ökumenn eru að narta í hælana á Guðmundi. Má þar nefna þá Guðbjart á Honda 150, Harald Örn á TM Racing 85 og Ingva á KTM 85 sem eru allir örfáum stigum á eftir Guðmundi og hafa þeir sýnt að þeir eru til alls líklegir. Á eftir þeim Guðbjarti, Haraldi og Ingva í stigasöfnuninni koma þeir Einar, Þorsteinn og Gylfi allt mjög efnilegir strákar . Hinrik Ingi hefur átt góða spretti í sumar en hann á það til að fara langt frammúr sér í keppni og hefur því ekki gengið vel að safna stigum. Í mótaröðinni hafa um 15-20 keppendur verið skráðir til leiks í hverri keppni og verður spennandi að sjá hvernig leikar skipast í þeim keppnum sem eftir eru.

Flaggarar! Mæting kl.08:30 á morgun

VÍK áréttar til allra flaggara að áætluð mæting er kl.08:30 á morgun upp í Álfsnes og í allra síðasta lagi kl.09:00.  Pálmar, yfirflaggari, mun rölta með flöggurum yfir brautina og skipuleggja róteringar.  Af gefinni reynslu frá síðustu keppni, að þá er óvitlaust að vera með lítinn bakpoka með sér fyrir t.d. einn kaffibrúsa eða kakó og eitthvað til að maula.  Einnig getur verið gott að geta geymt föt í bakpokanum ef hitastigið skyldi fara upp úr öllu valdi og svo öfugt, þ.e. klætt sig í ef kólnar.  Það er búið að útvega hádegismat.