Minni flaggara á stuttan hitting upp í Álfsnesi í kvöld, fimmtudaginn 23 júlí kl.20:30. Þetta verður örstuttur fundur fyrir mótið á laugardag og eiga allir að hafa fengið póst um innihald fundarins. Einnig getur verið gott fyrir þá sem aldrei hafa komið upp í Álfsnes að koma og skoða aðstæður.
Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir
Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit
Tæpur sólahringur til stefnu – skráningarfrestur rennur út í kvöld…
Viljum árétta það, þar sem svo margir virðast alltaf bíða með það fram á síðustu stundu eða hreinlega gleyma því, að skráning rennur út á miðnætti í kvöld, þriðjudaginn 21 júlí fyrir þriðju umferð Íslandsmeistaramótsins í motocrossi. Eitthvað hefur verið um það að fólk gleymir aðgangsorði sínu eða lendir í veseni og þá er oft of seint í rassinn gripið og lítið hægt að gera til að bjarga málunum. Þannig að betra er að skrá sig í tíma, ef eitthvað skyldi koma upp á, svo hægt er fyrir viðkomandi að leita til MSÍ eða síns félags ef þeir lenda í vandræðum með sjálfa skráninguna.
Flaggarar – VÍK minnir á mótið laugardaginn 25 júlí
VÍK vildi minna flaggara góðfúslega á að þriðja umferð Íslandsmeistaramótsins fer fram á svæði VÍK í Álfsnesi og nærveru þeirra er óskað þar sem þeir stóðu sína vakt með mikilli prýði í síðustu keppni. Einnig eru hugmynd að hittast upp í Álfsnesi á fimmtudagskvöldið kl.20:30 og yrði þetta stuttur fundur með smá yfirferð um síðustu keppni og þá sem verður á laugardaginn.
Aron vann í flottri keppni
Aron Ómarsson vann opna flokkinn í annari umferðinni i íslandsmótinu i motocrossi í dag. Aron vann öll 3 motoin en þurfti að hafa fyrir því í öll skiptin eftir frekar léleg stört.
Þrír ungir menn náðu sínum besta árangri í stóra flokknum, Gunnlaugur, Eyþór og Freyr. Lesa áfram Aron vann í flottri keppni
Mæting kl.08:30 fyrir flaggara á laugardaginn
Allir flaggarar þurfa að mæta kl.08:30 upp í Bolaöldu laugardaginn 4 júlí. Boðið verður upp á kaffi og kleinur og farið verður lítilsháttar yfir stöðu mála og hvað þarf að gera. MJÖG ÁRÍÐANDI AÐ ALLIR FLAGGARAR MÆTI! Allir þeir sem skráðu sig til starfsins eiga að hafa fengið dagskrá dagsins ásamt flöggunarreglum í tölvupósti. Ef einhver flaggari hefur ekki fengið tölvupóst með þessu innihaldi, að þá vinsamlegast senda póst á netfangið: sverrir636@gmail.com og ég mun senda það um hæl.
Flaggarar! Stutt kaffispjall á morgun…
Til þeirra flaggara sem náðist ekki í með tölvupósti, að þá langar VÍK að hitta ykkur aðeins í kvöld, miðvikudagskvöldið 1 júlí, og fara aðeins yfir keppnina á laugardaginn. Mæting um kl.19. Þetta verður stutt og óformlegt kaffispjall. Þeir flaggarar sem eiga eftir að sækja kortin sín til Garðars upp í Bolaöldu geta þá sótt þau á morgun. Ef þið getið ekki mætt, þá vinsamlegast tilkynnið forföll í netfangið sverrir636@gmail.com.