Greinasafn fyrir flokkinn: Keppnir

Hér er allt um keppnir, keppnishald og úrslit

Skráning í fyrstu umferðina í Enduro

Skráning er hafin í fyrstu umferðina í Íslandsmótinu í Enduro og lýkur henni á miðnætti á þriðjudagskvöld. Vefurinn hvetur alla til að skrá sig tímanlega til að forðast óþægindi og að þurfa að skálda upp afsakanir um að tölvan hafi frosið og blablabla…

Skráningin fer fram á vef MSÍ og þar er smellt á Mótaskrá og svo smellt á blýantinn. Fyrir þá sem eru að skrá sig í fyrsta skiptið þarf fyrst að fá notendanafn á síðuna og lykilorð. Vinsamlega kynnið ykkur það tímanlega.

Skráning hafin í Bolaalda Midnight Offroad Run

Skráning er hafin í Bolaalda Midnight Offroad Run

– Veljið 1, 2 eða 3 eftir fjölda keppenda í liðinu.
– Skrifið nöfn ALLRA liðsmanna í „ATHUGASEMDIR“ á bls. 2.
MUNA:  Skrifa nöfn ALLRA liðsmanna í reitinn „ATHUGASEMDIR“ á bls. 2. …!!.
EKKI KLIKKA Á að skrá NÖFN ALLRA KEPPENDA Í REITINN ATHUGASEMDIR Á BLS 2.
..og síðast en ekki síst: 
                Muna að SKRIFA NÖFN ALLRA LIÐSMANNA Í REITINN „athugasemdir“ á bls. 2.

Ekki þarf að skrifa hjólategund, kennitölu eða annað. Keppnisnúmerum verður úthlutað þegar skráningu er lokið. Skráningu lýkur

Smellið hér til að skrá

Íslandsmótið í Enduro að hefjast

1. & 2. umferð í Íslandsmótaröð MSÍ fer fram laugardaginn 16. maí. á félagssvæði VÍK við Bolaöldu.
Keppnisfyrirkomulag er með óbreyttu móti frá síðasta ári en ákveðið hefur verið að keppnisbraut fyrir B-flokk á að vera öllum keppendum fær og keppnisbraut fyrir Meistaraflokk á að vera öllum keppendum í Meistara og Tvímenningsflokk fær.
Þetta þýðir heldur léttari keppnisbrautir en sú þróun sem verið hefur síðustu ár.
Einnig verður gerð smávægileg breyting á dagskrá að því leyti að Meistaraflokkur og Tvímenningur munu ræsa fyrstir á keppnisdag en ekki B-flokkur eins og verið hefur.
Nú verður hægt að skrá sig sérstaklega í B-85cc, B-Kvennaflokk og B-40+ flokk og keppa þessir flokkar með B-flokknum. Lesa áfram Íslandsmótið í Enduro að hefjast

Númeraskipti 2009

Þeir keppendur sem skoruðu stig í öllum keppnum í MX eða Enduro árið 2008 geta sótt um 2 stafa númer fyrir árið 2009. Laus 2 stafa númer eru eftirfarandi, 18, 19, 25, 29, 36, 41, 45, 48, 49, 54. 55, 59, 60, 67, 68, 82, 83, 86, 89, senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Keppendur sem náðu stigum í einhverjum MX eða Enduro keppnum 2008 geta sótt um númer frá 101-500. Meðal lausra númera eru 104, 105, 106, 107, 108, 113, 118. auk fleiri númera. Senda skal póst á kg@ktm.is merkt „númeraskipti“ tilgreina skal gamalt númer keppanda og númer sem óskað er eftir auk númers til vara.

Hægt er að sækja um númeraskipti til miðnættis 8. maí. 2009 eftir það er númeraskiptum fyrir keppnistímabilið 2009 lokið.

Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní

Frá Bolaöldu 2008

Jæja þá fer að  koma að skráningu í Miðnæturkeppnina – (Bolaalda Mid-Night Offroad Run 2009). Keppt verður sem fyrr í 6 tíma þolaksturskeppni á lengsta degi ársins. Keppnin sem haldin var í fyrsta sinn á síðasta ári fékk frábærar viðtökur en hátt í 300 ökumenn tóku þátt í keppninni og þeir sem ekki tóku þátt eru væntanlega enn að svekkja sig á því. Keppnin hefst stundvíslega kl. 18.01 og lýkur ekki fyrr en 6 tímum síðar kl. 00.01 eftir miðnætti 21. júní, á lengstu nótt ársins.

Skráning í keppnina hefst á miðnætti (00.00) milli fimmtudags (7. maí) og föstudags (8.maí) hér á vefnum. Ath. að fyrstir koma – fyrstir fá því raðað verður á startlínu eftir skráningartíma ökumanna/liða!
Það er því vissara að stilla vekjaraklukkuna og stilla sér upp við tölvuna kl. 23.59 fimmtudagskvöldið 7. maí

Lesa áfram Miðnæturkeppni verður í Bolaöldu 20.júní

Keppnisdagatal ársins 2009

Fyrir þá sem voru ekkert að hugsa um keppnir í nóvember síðastliðinn og eru nú farnir að pússa hjálminn sinn fyrir sumarið þá er rétt að rifja upp hvernig keppnisdagatalið fyrir sumarið lítur út:

Grein: Dagsetning: Mótaröð: Staðsetning: Aðildarfélag:
Enduro 16. Maí Íslandsmót Bolaalda VÍK
MX 31. Maí Íslandsmót Akureyri KKA
Enduro 13. Júní Íslandsmót Akureyri KKA
6 Tímar 20. Júní OffRoadChallange Reykjavík VÍK
MX 4. Júlí Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 25. Júlí Íslandsmót Álfsnes VÍK
MX 8. Ágúst Íslandsmót Sólbrekka VÍR
MX 22. Ágúst Íslandsmót Bolaalda VÍK
Enduro 5. Sept Íslandsmót Tilkynnt síðar Tilkynnt síðar
MX 4. Okt Alþjóðlegt MX of Nations FIM / Ítalía
Enduro 11-17 Okt Alþjóðlegt ISDE Six Days FIM / Portúgal
Árshátíð 14. Nóv Uppskeruhátíð Reykjavík MSÍ

Hér er tengill á fréttina frá því nóvember